Slave I Alveg síðan ég sá The Empire Strikes Back hefur þessi geimflaug verið í miklu uppháhaldi hjá mér.

Slave I var framleidd af Kuat Systems Engineering og er 21,5 metra löng og var hannað til að elta önnur skip og hefur alltaf verið notað sem slíkt. Þessi geimflaug vopnuð með stórum geislabyssum, leyndum flugskeytum og fareinda byssum og dráttargeislum. Flaugin hefur oftar en ekki verið notað við mannaveiðar.
Slave I er einnig búið mjög háþróuðum búnaði sem gerir það að verkum að mjög fáir flóttamenn sjá handtöku þeirra nálgast.
Þegar flaugin er við “bryggju” liggur það að mínu mati dáldið furðulega. Flaugin liggur á vélaþyrpingunni þannig að stjórnklefinn hvílir efst. Hinsvegar þegar hún tekst á loft snýst hún um 90 gráður þannig að vélaþyrpingin fer aftast og stjórnklefinn fremst eins og á venjulegri geimflaug.
Þessi geimflaug var upprunalega í eigu mannaveiðarans Jango Fetts sem lét hana ganga til sonar síns Boba Fetts.

Heimildir: http://www.starwars.com/databank/starship/slavei/index.html
Með fyrirvara um stafsetningarvillur.
Íslenska NFL spjallsíðan