Jæja, þá hefur það gerst aftur.

RÚV frestaði Star Trek Voyager 2. júní og ætlar að fresta því aftur 9. júní útaf formúlukeppni.

Hver ætli sé ástæðan fyrir því að þeir geri ekki eins og þeir gera með suma aðra þætti sem þarf að fresta. Annaðhvort sýni þá seinna um kvöldið eða fyrr um daginn. Ég trúi ekki að þeir séu að missa mjög dýrmætt svæði ef þeir sýna þetta klukkan 15, þó að ég væri auðvitað mest til í að fá þetta klukkan 21 sem er þó, auðvitað, draumur.

En maður vonar að RÚV muni fara betur með Enterprise. Það er núna orðið öruggt að RÚV hefur keypt Enterprise og ætlar sér stærri hluti með það en með hinar Star Trek seríurnar, það verður gaman að sjá hvernig þeir hyggjast framkvæma það..

Kv,
Óma
Reason is immortal, all else mortal.