Star Wars: Episode VI: Return of the Jedi (1983)
Leikstjóri: Richard Marquand
Handrit: Lawrence Kasdan, George Lucas
Lengd: 135 mín
Framleiðendur: Howard G. Kazanjian
Aðalhlutverk: Harrison Ford, Mark Hamill, Carrey Fisher, James Earl Jones, Frank Oz, Billy Dee Williams, Ian McDiarmid, Anthony Daniels, Alec Guinness, Peter Mayhew, David Prowse, Kenny Baker
Tónlist: John Williams
sbs: ****
Return of the Jedi, lokakaflinn í epísku trílógíunni um fall keisaraveldisins og endurkomu lýðveldis í geimnum. George Lucas heldur því einnig fram að kvikmyndirnar verða einungis 6 svo að þetta er líka seinasti hlutinn af Star Wars kvikmyndinda safninu.
Fyrri hluti myndarinnar gerist aðallega hjá Jabba the Hutt. Jabba hafði verið skotið inn í “Special Edition” útgáfunni af A New Hope en fyrir utan það stutta atriði er þetta í fyrsta skipti sem hann er sýndur í eigin persónu. Jabba er án ef ein minnistæðasta persónan í Star Wars kvikmyndunum, með hjalandi rödd, útlit einsog risastór snigill og risastór gul-brún augu.
Hún byrjar einhverjum mánuðum eftir The Empire Strikes Back. Luke (Mark Hamill), Leia (Carrie Fisher), Lando (Billy Dee Williams), Chewbacca (Peter Mayhew), og vélmennin tvö C-3PO (Anthony Daniels) og R2-D2 (Kenny Baker) eru í björgunarleiðangri á heimaplánetu Lukes, Tatooine. Markmiðið er að bjarga Han Solo frá hrömmum Jabba the Hutt.
Mörg bestu atriðin í myndinni gerast líka í hellinum hans Jabba. Hið stórkostlega dans og söng atriði með hljómsveitinni ‘Max Rebo’. Þá sérstaklega í SE útgáfunni, þegar atriðið hefur verið lengt og söngkonan Sy Snootles fær hjálp frá söngvaranum Joh Yowza. En það er annað atriði sem gerist í hellinum sem er reyndar mjög skemtilegt atriði en það er líka eina atriðið sem ég þarf að kvarta yfir. Jabba hefur sent Luke Skywalker niður í dýflissuna sína, þar bíður eftir honum risastórt rancor skrímsli. Þeir berjast en Luke fellur veruna. Þá kemur Malakili, maðurinn sem sá um rancor skrímslið, grátandi. Atriðið gæti ekki verið minnistæðara en það sem ég hef að kvarta yfir, og margir hafa án efa tekið eftir því að meira segja í SE útgáfunni er atriðið frekar illa gert. Þykkar svartar línur eru í kringum skrímslið og það er augljós litamunur þegar Luke og það sjást í sama ramma.
Meirihlutinn af seinni helming myndarinnar gerist á skógarvöxnu tunglinu, Endor, þar er rafallinn sem hlífir hinni nýju ófullgerðu dauðastjörnu(Death Star). Á Endor búa Ewokarnir, þeir eru litlir bangsar sem hjálpa uppreisnarseggjunum að eyða rafallnum. Han Solo, Leia, C-RPO og R2-D2 fóru þangað en Luke ákvað að gefa sig á hendur keisarans því hann taldi veru sína stofna sendiförinni í hættu.
Myndin hefur verið gagnrýnd af mörgum fyrir að vera of björt og ‘krúttleg’, þá sérstaklega miðað við Empire Strikes Back sem var mjög dökk. Return of the Jedi er líka mjög björt og ewok bangsarnir eru akurat sniðnir sem vel heppnuð söluvara fyrir börn en á móti allri birtunni er mikið myrkur sem er í atriðunum með keisaranum Palpatine og Darth Vader. Luke fór til þeirra því að Yoda hafði sagt honum að hann yrði að mæta þeim. Þeir reyna að fá Luke til að ganga í lið með sér en það endar einsog flestir vita með afhjúpun hins sanna andlits Darth Vaders, með því varð Vader fyrsta persónan í kvikmyndasögunni sem er leikinn af þremur leikurum í sömu kvikmynd, líkaminn leikinn af David Prowse, röddin af James Earl Jones og svo andlitið sem er Sebastian Shaw.
Leikurinn er betri hjá mörgum í Return of the Jedi heldur en í A New Hope og Empire Strikes Back. Sérstaklega hjá Mark Hamill, hann hefur þroskast mikið sem leikari og er ekki alveg eins yfirdrifinn einsog hann gat verið í fyrri myndunum. Billy Dee Williams stendur svolítið upp úr, einnig er Ian McDiarmid mjög góður sem keisarinn Palpatine. Harrison Ford og Carrie Fisher standa fyrir sína og auðvitað er James Earl Jones alltaf góður sem röddin á Vader.
Að mínu mati er Return of the Jedi frábær kvikmynd, þó hún sé síst af upprunalega þríleiknum. Hún hefur sína galla en meira af hinu góða, frábærar tækni- og sjónbrellur, flott bardaga atriði og auðvitað magnaða tónlist eftir John Williams.
sbs : 29/05/2002
<a href="http://www.sbs.is/critic/movie.asp?Nafn=Star%20Wars:%20Episode%20VI:%20Return%20of%20the%20Jedi">Risastórt plakat og mynd</a