Darth Vader í Episode III
Þrátt fyrir mikla liðagigt, hækjur og einn ónothæfan handlegg er David Prowse algerlega ákveðinn um að hann vilji leika Darth Vader í fjórða og að öllum líkindum seinasta skiptið. David er alveg viss um að George muni hafa samband fljótt við sig. Hann hefur þegar ákveðið að fara í nokkrar aðgerðir til að losa sig við hækjurnar og ætlar síðan að fara að æfa aftur en Prowse var þekktur fyrir líkamsræktina áður en hann lék í Star Wars, hann vann mörg verðlaun og þjálfaði aðra, hann þjálfaði til dæmis Christopher Reeve fyrir Superman myndina. Prowse telur sig vera öruggan um hlutverkið því hann á víst svo marga aðdáendur sem mundu allir sniðganga myndina ef einhver annar léki skrokkinn fræga.
Tökur á kvikmyndinni Star Wars: Episode III mun hefjast á næsta ári og Prowse telur víst að hann verði í fullu fjöri þá.
Það má líka nefna Hayden Christensen er um 30 sentimetrum lægri en Prowse!
En hvort líkaminn verði sá sami er kanski ekki aðalmálið, það sem enginn annar getur fært Darth Vader er röddin og röddin er örugg. James Earl Jones hefur skrifað undir það að tala fyrir Vader í Episode III.
Heimild: imdb.com