Okay leyfið mér bara á því að byrja að þessi leikur OWNAR.
Hóst hóst…
Þessi leikur fjallar um Kyle Katarn hann kom fyrst fram í Dark Forces og svo kom hann framm í Jedi Knight: Dark Forces 2 þar sem hann er að berjast við hinn illa Jerek sem ætlar að ná eina plánetu sem er með Valley of the Jedi það er staður sem The Force er geymdur og þú getur orðið mjög öflugur Jedi á því að fara þangað og snerta orkuna sem leynist þar. Jerec finnur það of fær orkuna sem leynist þar en auðvitað nær Kyle að drepa hann með geisla sverðið sitt. Má ég benda á að Jerec drap föður Kyle Katarns og var Kyle heldur ekki Jedi í fyrsta leiknum.Þeð kom líka út Auka borð fyrir hann en þar ertu kona sem var ill en kom á góða hliðina með hjálp frá Kyle en Kyle verður illur í þessum leik og þú átt að hjálpa honum núna.(sorry ég man ekki nafnið á henni)
Svo mörg ár hafa liðið og Kyle er búinn að gefa sverðið sitt til Luke Skywalker. Og er hann búinn að lofa að nota aldrei Force Powers sem hann var með. En nú er komin ný illska í geiminn sem heitir Dysann og er hann lítur hann út eins og eðla :) og hann ætlar líka að finna Valley of the Jedi og fær hann hjálp frá Hershöfðingjanum Galak Fyyar sem er gráðugur og vill vera Emperor og maður fær hjálp frá flugmanninum sínum Jan Ors en hún var í öllum leikjunum nema aukaborðunum
Það eru 8 force powers í þessum leik núna það er force Jump en nú þarf maður ekki að velja force jump til að hoppa en heldur þarf maður að bara halda Jump takkanum lengi inni. Þú getur hoppað frá 1 metra yfir í 6-7 metra sem er soldið mjög hátt. Þú getur hreift þig meira tildæmis hlaupa smá á veggjum wall jump líka og þú getur valið þrjá Lightsaber use, eitt er Light, þá ertu fljótari með sverðið hitt er medium, aðeins lengur að slá frá þér en færð meira damage HARD, þá ertu lengur að slá en getur fengið mjög mikið damage frá þér.
Force Push: eheheheh skemmtilegt. ef óvinur er við kannt og það er endalaust niður þá er mjög gott að nota force push því þá flýgur hann framm af en ef þú verður öflugri í þessum leik þá geturðu ýtt 5-7 manneskjum í einu.
Force Pull: er sama og Force Push nema það að þú getur tekið byssun af óvinum og en ef þú verður öflugri þá dreguru hann svo fast að hann þítur til þín og þú getur dregið 5-7 manneskjur í einu, HINT. þú getur hoppað yfir einhvern kall og þegar þú ert yfir honum notaðu þá force Pull því þá flýgur hann upp í loftið til u.þ.b 10 metra eða meira nema að loftið endi…..
Force Speed: ég hélt fyrst að þetta virkaði ekki en svo fattaði ég það að ég gat labbað venjulega á meðan óvinurinn var í slómotion.
En það fer ekki í slomotion í multiplayer.
Force Heal: mjög gott ef þú ert særður.
Force Grip: er það sem Dart Vader notaði til að kyrkja en ef þú verður öflugri þá geturðu lift kallinum upp og hennt honum í vegg eða nota hann sem skjöld eða þú liftir honum upp og þú ferða með hann framm af einhvert og sleppir honum síðan svo hann dettir niður það er skemmtilegt!!! :)
Jedi Mind trik: er eitthvað sem þú þarft að nota oft í leiknum ef óvinurinn sér þig þá geturu notað þetta á hann og hann setur byssuna niður og lætur þig í friði :) en maður þarf að nota þetta oft til að láta óvininn til að opna hurðir fyrir þig
Force Lightning: Það er sama og Emperor notaði á Luke allt ramagnið ef þú verður öflugri þá geturðu notað þetta á fjóra í einu
Það eru fleiri force use í Multiplayer en þau eru ekkert sérstök
Og já… þú getur hennt sverðinu í átt að óvininum og dregið það aftur að þér en eftir því sem þú verður öflugri þá geturðu stjórnað sverðinu í loftinu.
það eru nokkrar byssur
Stun Baton: Bara rafmagns prik.
Bryar Blaster Pistol: Gamla byssan hans Kyle sem hefur verið í öllum leikjunum
E-11 Blaster Rifle: Bara gamli stormtrooper byssan
Tenloss Disruptor Rifle:Sniper byssa og ef þú notar mikla orku í byssuna þá brennur óvinurinn upp.
Wookie Bowcaster: Byssan sem Chewbakka (tóbakstugga)var með :)
Imperial Heavy Repeater: Þetta er byssa sem skítur metal bullets og mörgum í einu
Destructive Electromagnetic Pulse 2 (demp2)gun:rafsegul bylgja byssa góð á móti vélmönnum og virkar líka á köllum.
Golan Arms FC-1 Flechette Weapon: er mjög lík haglabyssu (ekki í útliti)
Merr-Sonn PLX-2M Portable Missile System: Er bara rocket launcher en passaðu þig á óvinum sem eru með svona byssu.
Thermal Detonator: er bara handsprengja, allveg eins og Leija var með í The return of the Jedi.
Trip Mines: Jarðsprengja
Detonation Packs: Sprengjur sem er hægt að sprengja með fjarstýringu.
LightSaber: Gamli Lightsaberinn.
Gæði:**** Hreyfing í leiknum:***** Söguþráðu:***/ p.s. það eru 24 single player borð Skemmtun:****/ Jibbí!! Multiplayer:***** það er gaman í multiplayer, sérstaklega þegar þú er með 1 on 1 og bara með geisla sverð!
ég mundi segja meir frá söguþráðinum en ég vill ekki eyðileggja fyrir ykkur, ég mæli með þessum leik! Það eru líka miklu fleiri Jedigar til að berjast við.
sorry að þetta skuli vera svona illa skrifað ég var að vakna and I got a Hangover :P