Var að horfa á þessa mynd í gær, og var alveg vel ánægður, næstum því búin að gleyma hvað þetta er bara vel leikstýrð mynd. Uppbygging, sögulegar hliðstæður og smekklega sagt bless við tos krúið.
Ef mar ætti að kvarta yfir einhverju þá væri það hugsanlega að það hefði mátt keyra myndina jafnar, mér fannst fullmikið verið að flýta sér í dauðendann á myndinni, en það gæti líka verið kostur :) einnig urðu shakespear kvótin 2-3 of mörg….
tvennt sem mig langar að spyrja klassíska trekkara að:
gorkon keisari segir að shakespear sé bestur í upphaflegu klingon útgáfunni [william shakespear klingoni ? ]
spock segir að forfaðir hans hafi sagt “þegar allir líklegir möguleikar hafa verið útilokaðir, þá hlýtur að standa eftir, sama hversu ólíklegur, sannleikurinn” [ok illa þýtt hjá mér]
þannig að sherlock holmes var vulcani eða persónan byggð á vulcan-a eða sir arthor doyle [held ég að hann heiti] með einhver vulcan tengsl?
þar sem að star trek lagði ekki í vana sinn að koma með svona hluti án þess að það hafi verið einhver fótur fyrir þeim [eins og til dæmis í the original series þá vakti þetta forvitni mína]