Ég var að velta því fyrir mér hvers vegna það verða oft hlutskipti ýmisa góðra leikara að lenda í skugganum á “ uppáhalds ” karakterum höfundana þáttanna ?
Sem gott dæmi má nefna Chakotay, snildar karakter sem hafði alla burði til þess að verða einn af þeim karakterum sem mikið var fjallað um eins og Janeway og Seven, ( þó maður fái aldrei leið á Seven ) þá var maður kominn með æluna upp í háls af Janeway, því let´s face it hún hefur aldrei verið skemmtileg, nema í einstaka þætti. Annað gott dæmi er Will Riker, hann lenti sífellt í skugganum á Picard og Data, maður gat svo sem sætt sig við þetta því það voru ansi burðugir karakterar. En pointið er að það er allt of oft í Star Trek að þeir fjalla of ítarlega um örfáar persónur en fara allt of grunnt í aðrar, maður hefði haldið að þeir hefðu nægan tíma, ég meina 7 ár fyrir hverja seríu ( að TOS undanskilinni ).
Maður vonar að þeir fara ekki að gera þessi sömu mistök í Enterprise þó að svo virðist ætla að fara verður maður bara að krosslegja fingur og halda í vonina.

Kveðja
Lancelot