Þessi grein inniheldur spoilera fyrir þá sem hafa ekki séð Broken Bow(part 1 og 2) svo ef þið lesið lengra er það á ykkar eigin ábyrgð.
Ég var að leigja broken bow og ég verð að segja að ég varð ekki fyrir jafn miklum vonbrigðum og ég
bjóst við. ókei tónlistin í byrjuninni var kannski ekki í star trek stíl og í hreinskilni sagt ÖMURLEG
en introið bara nokkuð cool(sérstaklega sniðugt að hafa fönixin hans Zeframs þarna). UMgjörðin,
búningar, skipin, sjónbrellur, sviðsetningin o.s.f. var mjög flott. Leikurinn var ágætur og þó ég hafi orðið fyrir vonbrigðum þegar ég frétti að Scott Bakula hafi fengið aðalhlutverkið þá held ég nú bara að ég geti vanist honum. Þó hann sé enginn ofurleikari held ég nú bara að hann sé ágætur eða allaveganna betri en margir aðrir. Ég varð hinsvegar fyrir svolitlum vonbrigðum með Dr. Pholx, ég hafði nefnilega miklar væntingar til EINU geimverunar(tja fyrir utan vulkanan, en það er kynþáttur sem við þekkjum hvort sem er svo vel) um borð, en það finnst mér mjög sorglegt, því hverjum finnst gaman að fylgjast með og kynnast “human” áhöfn(þeir eru stórkostlega “dull race”). Mér fannst hann vera of mikið the Doctor meets Neelix týpa en eftir einn þátt er ég samt ekki búinn að gefa hann allveg uppá bátinn. Þetta var þokkalega skemmtilegur söguþráður þó mér hafi fundist þetta Temproal cold var svolítið of útþynnt hugtak ,of hátíðlegt og corny-legt yfirbragð yfir þessum “tímastjórnenda”(hvað næst: the terrible clone wars where the shadow master wants to enslave the world?).
Við vitum öll að star trek þættir eru engir Emmy award winnig þættir(þ.a.s. fyrir bestu þætti og leik.), heldur ágætis sci-fi þættir sem ég vona að verði gaman að horfa á í framtíðinni.
peace out…………………………………………………. (what the fuck did i just say that?????????)
cent