Hvernig dettur mönnum í hug að koma með slíka Ameríska popvælu í upphafi ENT? Ég horfði á 19 fyrstu þættina á þrem kvöldum og varð að grípa til hraðspólunar í upphafi hvers þáttar. Eyru mín þola ekki slíkar pyntingar sem þetta lag er. Svo ekki sé minnst á klígjuvaldandi myndskeið sem því fylgja. Hvað varð um gamla góða Star Trek stefið? Ég bara spyr!
Þetta gengur kannski vel í kanann, höfðar til þjóðernishyggju þeirra, og “glæsilegrar” fortíðar og “glæstrar” framtíðar sem kannski kemur, og setur kökk í háls hjá hörnuðum Amerískum hörkutólum. En kökkurinn sem kemur í minn háls, á ekkert skyllt við aðdáun eða gleiði. Hann er þar aðeins til að varan ælu og slími uppgöngu úr meltingarkerfi mínu. Hvað eru menn að spá? Og í guðs bænum, verið ekki að hyggla þessum bastarði Amerískar sjónvarpsmenningar. Við liggur að ég leggji af að sjá fleiri ENT þætti, og það myndi ég hiklaust gera ef ekki væri fyrir FForward.
Konráð B.