Ég er með Sky One og hef því séð Voyager út í enda auk fyrstu þættina í Enterprise seríunni. Munið fyrrgeindan aðvörun. Þetta er stór spoiler.
Málið er að Voyager kemst heim eftir að hafa kripplað The Borg nokkuð illa. Þau sýktu allt collective Hive með vírus sem slökkti á þetta collective consciousnes, drap drottninguna, eyðilagði alla transworp getu þess með því að koma að stað keðjuverkun í öllu netinu þeirra og ofan á allt saman sprengdi líka upp allt Unimatrix 001. Thus the Borg is so to speak, out of the picture. Samt ekki alveg. Þeir eru þarna ennþá. Bara í þvílíkum glundroða, án nokkurar stjórnunar, geta ekki farið í transworp og búnir að missa höfuðstöðvarnar.
Voyager kemst svo heim og kemur með þessa þvílíkan ósköp af nýju tækjabúnaði, þekkingu og vopn. Þar af auki þessa æðislega svalan armor klæðingu sem var bara sett í þennan loka þátt til að hafa hann flottan.
Svo kem ég að myndinni Nemesis. Ég hef ekkert lesið mig til um hana og ég veit ekki mikið meir en það sem mér hefur verið sagt um hana.
Mér hefur verið sagt að myndin gerist rétt eftir að Voyeger er komin heim. Jainway (vona að ég skrifa nafn hennar rétt) kemur fram í myndinni semsagt. Auk þess skillst mér að persóna úr TNG: Wesley Crusher(held að það sé skrifað svona) muni líka koma fram. Það er þannig séð ekki frásögum færandi nema að vinur minn sagði að þegar hann kom síðast fram í star trek þá var hann í lærling hjá einhverji veru sem gat gert brjálaða hluti eins og flutt sjálfan sig milljarða ljósára eins og ekkert sé, hægt á tímanum í kring um sig og svoleiðis lagað. Þannig séð fynnst mér þetta þýða að það er nokkuðveginn búið að svara öllum bænum Federations. Þeir eru að jafna sig eftir stríð við Dominion og fá þarna nokkuð ágætan liðsauka. Tækniþekkingu sem getur sett Federation á háan hest í kring um alla hina og maður með þessa hæfileika getur gert marga góða hluti fyrir þá.
Þess vegna er ég með þessa spurningu. Að hverju fóru þeir til baka ? Að hverju eru þeir að sýna núna þætti um hvernig Federation varð til, sýnandi fyrstu ferðir Enterpise ? Getur það ekki verið að framleiðendurnir hafa einfaldlega ekkert meir að sýna hvað gerist næst ?
Ég meina. Fyrst voru Klingonar aðal vondukallarnir, síðan kom þetta bandalag á milli Federation og þeirra og eftir það er allt fallið í ljúfan löö. Svo komu The Borg. Scary shit right? Tilfingarlausar hálf-geimverur, hálf-vélmenni sem fljúga um í nánast ósigrandi risaferlíkum sem er stjórnað af móðurtölvu lengst útí rasskati. Þannig voru þeir fyrst. Núna er léttara að eyðileggja þessa kubba en að kremja mjólkurfernur. Móðurtölvan ógurlega reynist vera einhver kerling sem er sívælandi og getur ekki samlagað eitt andskotans scöut skip strandað milljónum ljósára frá Jörðu með lítið sem ekkert back-up. Ég hef ekki tölu yfir öllum þáttunum sem sýnir hve aumkunarverð þessi áður leyndardómsfulla og endalaust öfluga sveit var. Svo er það Dominion sem var stjórnað af changelings sem var svo upphafin yfir alla aðra að það gat ekki dottið í hug að vera í friði við alla í Alpha fjórðungnum. Núna eru þeir búnir að gefast upp og skrifa undr samkomulag að halda sig frá alpha fjórðungnum.
Ef þið eruð ekki að ná því hvað ég er að fara þá er dæmið svona: Málið er að Federation er uppiskroppa með óvini auk þess að það er orðið of öflugt. Star Trek hefur eigilega ekkert meir að bjóða heldur en voðalega flott skip með öflugar græjur. Hvað eiga þessi flottu skip svo að gera. Nákvæmlega ekkert sniðugt. Núna eru þeir að sýna Enterprise þættina sem ég lít á að sé gálgafrestur sem framleiðendurnir sköpuðu sjálfum sér á meðan þeir eru að hugsa sér um einhvað sniðugt efni fyrir framtíðarþætti og ekki nema þeim detti einhvað verulega sniðugt. Þá sé ég ekki fram á að Star Trek eigi eftir að vera skemtilegt.
Allt efni verður á endanum gamalt og þreitt. Það er bara spurning um tíma.
Those were my two cents.