En áður en þið byrið að lesa, góðir hálsar, þá gæti verið að það séu einhverjir “spolerar” þó ég er ekki bestur að dæma um það.
- Kangaroos - 17. Mars 2010
1. þáttur - Ambush
Lýðveldið og aðskilnaðarsinnanir eru að berjast um plánetuna Toydaria.
Yoda tekur aðeins þrjá klóna á meðan Ventress er með heilan vélmennaher.
Jedi-ar: Yoda
Sith-ar: Asajj Ventress og Dooku greifi
Lýðveldissinnar: Katuunko kónungur (Nýr)
Það er mjög sterkur leikur að nota Yoda í fyrsta þættinum en þessi þáttur sýnir líka hasarana í klónastríðinu (og það er líka gaman að sjá hvað það er mikill húmor í vélmennunum og ekki bara í þessum þætti)
Stjörnur: 4,5/5
2. þáttur - Rising Malevolence
Plo Koon er sendur til að rannsaka nýja leynivopn aðskinaðarsinnana, The Malevolence, þegar allt fer úrskeiðis.
Jedi-ar: Plo Koon, Anakin Skywalker, Ahsoka Tano, Obi-Wan Kenobi, Yoda og Mace Windu
Sith-ar: Dooku greifi
Lýðveldissinnar: Palpatine, Yularen flotaforingi, Cody yfirmaður og R2-D2
Aðskilnaðarsinnar: Grievous hershöfðingi
Þessi þáttur er mun rólegri en Ambush en meira spennandi og síðan Plo Koon er alltaf sami töffarinn.
Stjörnur: 5/5
3. þáttur - Shadow Of Malevdence
Plo Koon og Anakin Skywalker snúa bökum saman til að eyða “The Malevdence”. En Grievous hefur plan til að eyða læknamiðstöð klónanna.
Jedi-ar: Anakin Skywalker, Ahsoka Tano, Plo Koon og Obi-Wan Kenobi
Sith-ar: Dooku greifi
Lýðveldissinnar: Yularen flotaforingi og R2-D2
Aðskilnaðarsinnar: Grievous hershöfðingi
Þessi þáttur minnir á lokaatriðið í A New Hope út af flaugabardaganum og það er líka gaman að sjá hvernig svona ólíkir menn eins og Skywalker og Koon vinna saman.
Stjörnur 4/5
4. þáttur - Destroy Malevolence
Nú á að eyða “The Malevolence” en það tefst aðeins því Grievous hershöfðingi tekur Padmé Amidala sem gísl. Anakin Skywalker og Obi-Wan Kenobi fara inn í “The Malevolence” til að bjarga Amidala.
Jedi-ar: Plo Koon, Obi-Wan Kenobi, Anakin Skywalker, Ahsoka Tano og Luminara Unduli
Sith-ar: Dooku greifi
Lýðveldissinnar: Yularen flotaforingi, Padmé Amidala, C-3PO og R2-D2
Aðskilnaðarsinnar: Grievous hershöfðingi
Loksins, loksins. Fyrsti geislasverðabadagin í seríunni og loksins er Star Wars orðið Star Wars. Þarna fara góðu karlarnir í stöð vondu karlana og þetta er líka fyrsti þátturinn sem Padmé og Anakin eru saman í. C-3PO og R2-D2 koma líka aftur saman.
Stjörnur: 4,5/5
5. þáttur - Rookies
Vélmennaher tekur yfir stöð lýðveldisins sem vendar Kamino svo að Grievous getti eytt klóna aðstöðu lýðveldisins.
Jedi-ar: Obi-Wan Kenobi og Anakin Skywalker
Sith-ar: Asajj Ventress
Lýðveldissinnar: Yularen flotaforingi, R2-D2, Cody yfirmaður, Rex kaptein, Cutup (Nýr), Hevy(Nýr), Echo (Nýr) og 27-dash-“Fives”5555 (Nýr)
Aðskilnaðarsinnar: Grievous hershöfðingi
Nýjasta nýtt. Nýir karakterar í Star Wars heiminn og ný tegund af aðskilnaðarsinnavélmennum sem kallast “Commando”. Nú sjáum við líka hvernig klónanir berjast þegar það eru engir Jedi-ar til að hjálpa. “None-stop” hasar og hæsta einkun.
Stjörnur: 5/5
6. þáttur - Downfall Of A Droid
R2-D2 týnist í bardaga og Anakin er ekki búinn að eyða stríðsplani Lýðveldisins úr minni R2 og þess vegna þurfa Anakin og Ahsoka að leita af R2.
Jedi-ar: Obi-Wan Kenobi, Anakin Skywalker og Ahsoka Tano
Lýðveldissinnar: Rex kaptein, R2-D2 og R3 “Goldie” S6 (Nýr)
Aðskilnaðarsinnar: Grievous hershöfðingi og Gha Nachkt (Nýr)
Góður þáttur í fyrsta sinn sem maður horfir á hann, en ekkert merkilegur í annað eða þriðja skipti.
Stjörnur: 3/5
7. þáttur - Duel Of The Droids
Anakin og Ahsoka eiga að finna leynistöð aðskilnaðarsinnana og R2-D2 er enn ófundin og Anakin heldur áfram að leita af honum.
Jedi-ar: Anakin Skywalker, Ahsoka Tano og Obi-Wan Kenobi
Lýðveldissinnar: Rex kaptein, R2-D2 og R3 “Goldie” S6
Aðskilnaðarsinnar: Grievous hershöfðingi og Gha Nachkt
Þó að þessi þáttur sé beint framhald af Downfall Of A Droid en þessi þáttur er mun betri og meira spennandi. Og auðvitað er fægi bardaginn á milli Ahsoka Tano og Grievous í þessum þætti.
Stjörnur: 4/5
8. þáttur - Bombad Jedi
Padmé, Jar jar og C-3PO fara til Rodia til að hjálpa íbúum þar. En ekki er allt sem sýnist.
Lýðveldissinnar: Padmé Amidala, Jar Jar Binks, Palpatine, Onaconda Farr og C-3PO
Aðskilnaðarsinnar: Nute Gunray
Við sjáum Rodia í fyrsta skipti og Gunray verður tekkin til fanga þannig að það byggir upp smá spennu fyrir næsta þátt.
Og Jar Jar ver ekki jafn slæmur og mig minnti.
Stjörnur: 4,5/5
9. þáttur - Cloak Of Drakness
Luminara Unduli og Ahsoka Tano þurfa að yfirheyra Nute Gunray en allt fer úrskeiðist þegar Asajj Ventress kemur í spillið.
Jedi-ar: Ahsoka Tano, Luminara Unduli, Anakin og Yoda
Sith-ar: Asajj Ventress, Dooku greifi og Darth Sidious
Lýðveldissinnar: Argyus kaptein (Nýr)
Aðskilnaðarsinnar: Nute Gunray
Hasarirnir ná hámarki í fyrsta geislasverðabardaganum í fullri lengd í seríuni og spennan ekki í verri kantinum því Gunray sleppur.
Stjörnur 4/5
10. þáttur - Lair Of Grievous
Kit Fisto er sendur til að endurfanga Nute Gunray og þarf að fara í hýbili Grievous með gamla lærlingi sínum, Nahdar Vebb.
Jedi-ar: Kit Fisto, Nahdar Vebb (Nýr), Luminara Unduli, Ahsoka Tano, Mace Windu og Yoda
Sith-ar: Dooku greifi
Aðskilnaðarsinnar: Nute Gunray, Grievous hershöfðingi, Gor (Nýr) og A-4D (Nýr)
Ótrúlega góður þáttur (Fyrsti þátturinn sem ég sá á YouTube, Guð blessi YouTube) en ég veit ekki hvernig góður en þið skiljið það þegar þið sjáið hann og hann er smá “dark”.
Og Fisto er líka alltof nettur.
Stjörnur: 5/5
11. þáttur - Dooku Captured
Dooku verður tekin sem fangi hjá sjórænigjum sem ætla að fram selja hann til Lýðveldisins.
Jedi-ar: Obi-Wan Kenobi, Anakin Skywalker, Ahsoka Tano, Mace Windu, Yoda og Plo Koon
Sith-ar: Dooku greifi
Lýðveldissinnar: Rex kaptein, Jar Jar Binks, Palpatine, Padmé og Kharrus þingmaður (Nýr)
Sjórænigjar: Hondo Ohnaka (Nýr)
Sýnir samstaf á milli Obi-Wan og Anakin eftir að Anakin var Jedi-riddari. Þetta er mjög góður þáttur og í fyrsta skipti sem við fáum að sjá Gundark (“You look stong enough to pull the ears of a Gundark” - Han Solo Episode V The Empire Strikes Back).
Stjörnur: 4,5/5
12. þáttur - The Gungan General
Anakin og Obi-Wan vakna eftir allt sukkið með sjórænigjunum í fangaklefa með Dooku og þeir eru allir bundnir saman.
Jedi-ar: Obi-Wan Kenobi Anakin Skywalker, Yoda, Mace Windu og Plo koon
Sith-ar Dooku greifi
Lýðveldissinnar: Jar Jar Binks og Kharrus þingmaður
Sjórænigjar: Hondo Ohnaka
Minnir á kvikmyndian The Good, The Bad And The Ugly því Dooku, Obi-Wan og Anakin þurfa að hjálpast að til að sleppa úr haldi sjórænigjana.
Og þessi setnig er fyrir þá sem hlada því ennþá fram að þetta séu barna- og kjánalegir þættir:
“I would kill you both right now if I did not have to drag your bodies” (Ég mundi drepa ykkur báða núna ef ég þyrfti ekki að draga líkin af ykkur) þetta seigir Dooku.
Það er mjög gott fyrir börnin að heyra þetta (!)
Stjörnur: 5/5
13. þáttur - Jedi Crash
Anakin Skywalker slasast illa í bardaga og lent verður á Maridun og þar þurfa Jedi-anir Ahsoka og Aayla að sækja hjálp frá Lurmen-onum, sem er ein af tegundunum sem búa á Maridun, til að Anakin nái bata.
En Maridun er heldur ekki rétti staðurinn fyrir slasaða að vera á nætunar þegar allt vilta lífið fer að veiða.
Jedi-ar: Anakin Skywalker, Ahsoka Tano og Aayla Secura
Lýþeldissinnar: Yularen flotaforingi, Rex kaptein og Bly yfirmaður (Nýr)
Lurmen: Tee Watt Kaa (Nýr) og Wag Too (Nýr)
Í þessum þætti fær maður að sjá að það eru ekki allir á vetrarbrautini sem taka upp hanskann fyrir Lýðveldinu eða Aðskilnaðarsinunum, að það eru einhverjir hlutlausir. Og þessir íkornar, eða hvað sem þetta er, með skoska hreiminn eru ómetanlegir.
Stjörnur: 4/5
14. þáttur - Defenders Of Peace
Jedi þremeningarir eru enn á Maridun þegar aðskilnaðarsinnanir lenda þar til að prófa nýtt vopn.
Jedi-ar: Anakin Skywalker, Anakin Skywalker og Aayla Secura
Sith-ar: Dooku greifi
Lýðveldissinnar: Rex kaptein og Bly yfirmaður
Aðskilnaðarsinnar: Lok Durd hershöfðingi (Nýr)
Lurmen: Tee Watt Kaa og Wag Too
Þessi þáttur minnir á stríðið á Endor í Return Of The Jedi út af því að Lurmen-inr hjálpa Jedi-onum eis og Ewok-anir gerðu í Return Of The Jedi, það er að segja með engri tækni.
Og Star Trek aðdáendur geta verið glaðir með þennan þátt því George Takei talar fyrir Lok Durd og ef ég man rétt þá lék hann Hikuru Sulu í Star Trek.
Stjörnur: 4,5/5
15. þáttur - Trespass
Lýveldið sendir tvö Jedi-a, Kenobi og Skywalker, til Orto Plutonia þar sem er ekkert merki um líf nema klónar lýðveldisins. Kenobi og Skywalker eiga að rannsaka hvað gerðist við klónana og þá kemur í ljós að það er líf á Orto Plutonia. En Cho formaður Plutonia kerfisins vill ekki hafa þessar verur, sem heita Talz, á Orto Plutonia og boðar stríð þó að Jedi-anir hafi lofað Talz-onum friði.
Jedi-ar: Anakin Skywalker og Obi-Wan Kenobi
Lýðveldissinnar: Cho formaður, Chuchi þingmaður, C-3PO, R2-D2 og Rex kaptein
Talz-ar: Thi-Sen
Þessi þáttur er meistaraverk og ég hvet alla að horfa á þennan þátt. Í þessum þætti sér maður hvað gerist þegar klónarnir eru með skipun frá Jedi-onum um að halda frið þó að formður Plutonia er búinn að boða stríð.
Stjörnur: 5/5
16. þáttur - The Hidden Enemy
Þessi þáttur gerist á Chistophsis og endar örfáum mínútum áður en The Clone Wars myndin gerist. En í þessum þætti er njósnari meðal lýðveldissinnana og Cody og Rx þurfa að finna njósnarann
Jedi-ar: Anakin Skywalker og Obi-Wan Kenobi
Sith-ar: Asajj Ventress
Lýðveldissinnar: Cody yfirmaður, Rex kaptein og Slick liðþjálfi (Nýr)
Hafa skal í huga þegar horft er á þennan þátt að Ahsoka Tano er ekki byrjuð að læra hjá Anakin. Þessi þáttur minnir á 5.þáttinn Rookies því það er lítið um Jedi-a í þessum þætti það eru aðalega bara klónar og að mínu mati er hann jafn góður og Rookies og því fær hann jafn góða einkun. Og það er mjög gott slaksmála atriði í endann og það minnir smá á James Bond mynd, sem er ekki slæmt.
Stjörnur: 5/5
17. þáttur - Blue Shadow Virus
Vélmenni aðskilnaðarsinnana hefur fundist á Naboo. Padmé og Jar Jar fara til Naboo til að venda heimaplánetuna sína frá annari innrás, en aðskilnaðarsinnanir vilja ekki innrás þeir vilja rækta Bláa Skugga Vírusinn (The Blue Shadow Virus)
Jedi-ar: Obi-Wan Kenobi, Anakin Skywalker og Ahsoka Tano
Lýðveldissinnar: Padmé Amidala, Rex kaptein, Jar Jar Binks og C-3PO
Aðskilnaðarsinnar: Dr. Nuvo Vindi (Nýr)
Naboobúar: Peppi Bow (Ný), Typho keptein og Neeyutnee drottning (Ný)
Það er ekki mikið hægt að segja um þennan þátt nema að hann var góður en ef ég mundi lýsa honum þá mundi hann hljóma eins og allir hinnir en annars þótti mér hann mjög góður því hann sýnir minna af stríðinu en allir hinir:
Stjörnur: 4,5/5
18. þáttur - Mystery Of A Thousand Moons
Dr. Vindi er í haldi þegar vírusinn verður laus í neðarjarðarbyrgi Vidis meðan Ahsoka, Rex, Padmé og Jar Jar eru enn í byrgginu. Anakin og Obi-Wan þurfa að fara til Iego til að finna reeksa rættur sem er læknigin fyrir vírusnum.
Jedi-ar: Obi-Wan Kenobi, Anakin Skywalker og Ahsoka Tano
Lýðveldissinnar: Rex kaptein, Padmé Amidala og Jar Jar Binks
Aðskilnarðarsinnar: Dr. Nova Vindi
Naboobúar: Typho kaptien
Legobúar: Jaybo Hood (Nýr)
Mystery Of A Thousand Moons hljómar rósalega vel þess vegna var ég svona óánægður með þáttinn en hann er ekki ömurlegur þannig séð hann er ekki bara jafn góður og ég hélt en samt er hann mjög spennandi..
Við sjáum líka eglana (Angels) frá Iego í fyrsta sinn (“Are you an Angel” Anakin Skywalker Episode I The Phantom Menace)
Stjörnur: 3,5/5
19. þáttur - Storm Over Ryloth
Anakin þarf að komast í gegn vörn aðskilnaðarsinnana svo að Obi-Wan og Windu geta lent á Ryloth með hersveitir til að frelsa plánetuna frá illmenninu Wat Tambor.
Anakin kemur með plan sem felur í sér að Ahsoka þurfi að taka við stjórn yfir skipaflota Yularens.
Jedi-ar: Obi-Wan Kenobi, Anakin Skywalker, Ahsoka Tano og Mace Windu
Lýðveldissinnar: Yularen flotaforingi og Rex kaptein
Aðskilnaðarsinnar: Wat Tambor og Mar Tuuk (Nýr)
Góður söguþráður þó að þetta sé bara rétt að byrja með árásina á Ryloth en næstu partar eru ekkert verri. En þessi þáttur kom á óvart og þetta er mjög góð leið til að byrja framhaldsþætti.
Stjörnur: 4,5/5
20. þáttur - Innocents Of Ryloth
Obi-Wan og hersveit hans nær að lenda á Ryloth og þarf að brjótast í gegnum vörnina svo að Mace Windu gætu lent á Ryloth og handsamað Wat Tambor.
Jedi-ar: Obi-Wan Kenobi og Mace Windu
Lýðveldissinnar: Cody yfirmaður, Waxer (Nýr) og Boil (Nýr)
Aðskilnaðarsinnar: Wat Tambor og TX-20 (Nýr)
Rylothbúar: Numa (Ný)
Þessi þáttur er eins og allir í 20 mínútur en það er hægt að lengja hann í eina klukkustund og hann mundi enn vera góður og kanski bara betri, því söguþráðurinn er svo góður en samt svo einfaldur þegar það er hugsað út í hann, en eins og ég sagði áðan þá eru þessir þættir ekkert verri en Storm Over Ryloth.
Stjörnur: 4,5/5
21. þáttur - Liberty On Ryloth
Nú er komið að partinum af planinu sem Mace Windu þarf að framkvæma ,en til að bjarga Ryloth þarf hann á hjálp Anakins og Cham Syndulla að halda. En Syndulla treystir ekki á Lýðveldið né Orn Free Taa.
Jedi-ar: Mace Windu, Yoda og Anakin Skywalker
Sith-ar: Dooku greifi
Lýðveldissinnar: Yularen flotaforingi, Palpatine og Orn Free Taa
Aðskilnaðarsinnar: Wat Tambor
Rylothbúar: Cham Syndulla (Nýr)
Fyrsti þátturin sem Mace Windu er í aðalhlutverki og manni hefur alltaf langað að sjá það síðan serían byrjaði og höfundanir hafa líklegast sparað hann til næst síðasta þáttarins.
Stjörnur: 4/5
22. þáttur - Hostage Crisis
Anakin Skywalker þarf að bjarga þingmönnum úr klóm mannaveiðara sem vilja fá Ziro The Hutt* úr fangelsi og þar að meðal þarf hann að bjarga Padmé. En Anakin er óvopnaður
Jedi-ar: Anakin Skywalker
Lýðveldissinnar: Padmé Amidala, Bail Organa, Palpatine, Orn Free Taa, Philo, Onaconda Farr og C-3PO.
Mannaveiðarar: Cad Bane (Nýr), Robonino (Nýr), Shahan Alama (Nýr), Aurra Sing og Ziro The Hutt
Ótrúlegur lokaþáttur af seríu eitt og nú er bara að bíða eftir seríu tvö og ég ætla pottþétt að kaupa mér hana þegar hún kemur út.
Stjörnur: 5/5
Þessi seríu er hægt að horfa á aftur og aftur og aftur, þannig að mér finnst að hún eigi að vera til á hverju heimili og sá sem mun kaupa sér hana mun ekki sjá eftir því, ég get lofað ykkur því.
En það verður gaman að sjá hvernig sería tvö verður en ég get samt sagt nú að George Lucas hefur ekki gleymt neinu, þó að það séu aðrir höfundar af þáttunum þá á hann alltaf loka svarið með Star Wars.
En með lokaorðum mínum ætla ég að segja að ég vona að það verði gerðar margar aðrar Clone Wars seríur ef þær halda áfram að vera eins góð og þessi.
Takk fyrir.
- Kangaroos - 22. Mars 2010
*Ziro The Hutt var settur í fangelsi í The Clone Wars myndini
From The Desk Of Kangaroos