Ég veit að allir eru voða spenntir að bíða eftir ST:X, svo ég vil bara taka það framm að þessi grein fjallar ekkert um ST:X.
Ég skrifa þessa grein til að hvetja alla trekkara til að gleyma ekki TOS, ég hef haft það óþægilega á tilfinningunni að Berman og Braga hafi verið að reyna að þurka út TOS alveg síðan þeir tóku við af Roddenberry. Meðan TNG, DS9, Voy. og Ent. passar allt fullkomlega saman þá verða ósamræmin við TOS fleiri og fleiri.
Til dæmis má nefna phase cannonurnar á Enterprise, þær eru grunsamlega líkar venjulegum phasers sem finnast á öllum nútímaskipum stjörnuflotans. Daedlus class skipin t.d. voru first byggð árið 2161, sama ár og sambandið var stofnað, þau voru búin laserum og kjarnorkusprengjum og höfðu ekki transporter svo ég viti til auk þess komust þau bara á warp 1.8. Enterprise sem kom út úr geimhöfn 10 árum áður eða 2151 hafði bæði phase cannons, transporters og einhverskonar tundurskeiti og gat farið á warp 5. Annað dæmi er það að í TOS var talað um það að í kringum 2161 var enginn stjörnufloti heldur FASA(arftaki NASA). Persónulega finnst mér að Paramount ætti að endurútgefa TOS þættina með nýju hljóðkerfi og tæknibrellum,og jafnvel gætu þeir tekið aftur sum atriði.Í TOS eru margir góðir þættir svo sem “The Enterprise Incident”, “The Ultimate Computer”, “Turnabout Intruder” og “Journey to Babel” svo nokkrir séu nefndir.
Takk fyrir mig
Skjaldbaka