Vonandi er einhver sem hefur gaman af svona. Held þetta sé allt pottþétt…ef ekki þá bara verður það að hafa sig.
Eftirfarandi á allt við ST:TNG.
Geordi LaForge heitir í höfuðið á ST aðdáanda sem lést árið 1975 úr vöðvarýrnun.
William Riker og Deanna Troi eru byggð á Decker og Ilia úr ST:The Motion Picture.
Ættartréið sem Deanna Troi les upp fyrir Claire Raymond í “Neutral Zone” inniheldur nöfnin á öllum leikurum sem leikið hafa hlutverk læknisins í Dr.Who.
Í “Loud as Whisper” er hringborðið merkt með nöfnum Kei og Yuri úr japönskum teiknimyndum sem hétu “The Dirty Pair”.
Í “Qpid” segir Picard: “Það er dálítið sem þú ættir að vita…Ég er ekki frá Nottingham”. Þetta er tilvísun í myndina “The Princes' Bride”
Í “Sub Rosa” stendur “McFly” á einum legsteininum, en það vísar í myndina “Back to the Future”.
Stephen Hawking prófessor er eina persónan sem hefur nokkurn tíma komið fram sem hann sjálfur í ST:TNG. Það var í byrjun þáttarins “Descent”. Skutla sem sást í “The Host” var nefnd eftir honum.
Köttur Data, Spot, er karlkyns Somali köttur í fyrstu ST:TNG þáttunum en í þættinum Genesis í sjöundu seríu er kötturinn orðinn kvenkyns og kettlingafullur(?)
Það tók 75 mínútur að farða Data fyrir tökur.