Áttum okkur á því að Bandaríkin eru ekkert “Federation” þó þeim þætti gaman að við héldum það. Þeir hafa samt gert marga góða hluti, og hafa oft látið það fara samsíða, að græða sjálfir og hjálpa öðrum. Annars finnst mér afstaða þeirra til ísraels og palestínu svo asnaleg að það er ekki einu sinni þess virði að fara út í það.(það eina sem þeir hafa sér til málsbóta er að ísraelar hafa víst mikil ítök í bandaríska bankakerfinu og gætu komið á þá þungu höggi, ef bandaríkin draga burt stuðning sinn)
Gleymum því samt ekki að það er skylda ríkis að vernda þegna sína, ofar öllu, ef þeir geta verndað þegna annarra ríkja í leiðinni er það gott og blessað, en basically eru það þeirra eigin ríki sem eiga að vernda þá. Svo að ef bandaríkin fara í stríð við Afganistan eða Írak, þá er það allavega að hluta vegna þess að ríkisstjórnir þessara ríkja hafa brugðist þeirri skyldu sinni að vernda eigin þegna, með því að reita til reiði mun öflugra ríki. Það er ekki eins og bandaríkin séu eitthvað sérstaklega móðgunargjörn, og ég efast um að þeir fari í stríð sem getur kostað hundruð, eða þúsund manneskjur lífið, bara svona upp á djókið.
Þó að Bandríkin séu engir englar, þá eru þeir engir nasistar heldur.
“Gleymum því samt ekki að það er skylda ríkis að vernda þegna sína, ofar öllu”
ja alls ekki ofar öllu… það er skylda ríkis að vernda, mennta, veita atvinnu, halda utan um efnahag, sjá um samskipti við önnur ríki og margt fleira…
"ef þeir geta verndað þegna annarra ríkja í leiðinni er það gott og blessað, en basically eru það þeirra eigin ríki sem eiga að vernda þá.
ef ég skil þig rétt þá ertu að leggja því jöfnu að það að ráðast EKKI á saklausa borgara í stríði sé það sama og að vernda þá
svona hugsunarháttur á sæmilega við um mafíuna í bandaríkjunum, þá borgar þú verndargjald fyrir það að vera látinn í friði
og jú bandaríkin eru stórt og sterkt ríki sem getur auðveldlega dottið ofan í svona mafíu - bully hugsunarhátt, en eins og mafíurnar þá meiga þeir eiga von á að sumir af þeim sem verða fyrir pólitískum/efnahagslegum kúgunum af bandaríkjunum muni verja sig….
og brást þá ekki skylda bandaríska ríkisins að vernda þegna sína 9.11 þar sem andúð gegn bandaríkjunum í austurlöndum nær hefur verið sívaxandi síðastliðin 20 ár [og lengur jafnvel] vegna afskipta bandaríkjana af svæðinu
smá samlíking:
ég er fjölskyldufaðir sem er alltaf að skipta mér að því hvernig 3 fjölskyldur í kjallaranum haga lífi sínu. ég fjármagna eina fjölskylduna sem gefur henni völd á því að sölsa undir sig 60% af íbúð annarar fjölskyldunar. ástandið er orðið frekar slæmt þar sem að áflog á milli meðlima fyrstu og annarar fjölskyldurnar eru orðin ansi algegng. þriðja fjölskyldan er ekki sátt við þennan ófrið í kringum sig og tekur eftir því að án stuðnings míns þá myndi fjölskylda 1 standa jafnari á móti fjölskyldu númer 2 og hún líklega halda íbúðinni sinni undir sig ….
eftir mörg ár af þessum ófrið, eftir að þú mútar lögreglunni til að hundsa þetta og eftir að ég þverneita að hætta að styðja fjölskyldu númer eitt þá kemur fjölskyldufaðir þriðju fjölskyldunar og sparkar í elsta soninn minn….
Sonurinn er blásaklaus, og ætti ekki að þurfa að þjást fyrir þetta. En staðreyndin er sú að ef ég hefði ekki óbeint borið ábyrgð á þessum ófriði og skipt mér að annara manna málum þá hefði meðlimur fjölskyldu minnar ekki þurft að þjást……
þar af leiðandi hef ég brugðist skyldu minni sem fjölskyldufaðir….
og hvað gerist ef ég ákveð að beita manninn ofbeldi á móti…… þá eykst bara ofbeldið þangað til að einhver deyr eða margir deyja….
en hvað gerist ef að ég leita sáttaleiða og lofa að vera sanngjarnari gagnvart öllum fjölskyldunum….?
samlíkingu lokið….
ekki fullkomin samlíking kannski
en ég var ekki að líkja bandaríkjamönnum við nasista….. margt afskaplega gott og lýðræðislegt og jákvætt kemur frá bandaríkjunum, en það þarf engin að segja mér að 40 ár af bandarískum hollywood heilaþvætti geri ekki alla heimsbyggðina hálf hliðholla bandarískum sjónarmiðum…
0
Æ í guðanna bænum strákar. Viljiði ekki bara skrifa 300 blaðsíðna ritgerð til þess að svara þessarri einni litlu setningu minni sem kemur seinni heimstyrjöld, fyrri heimstyrjöld né einhverri annari heimstyrjöld ALLS ekki neitt við. Það sem ég átti við var að ÉG set sjálfur persónulega spurningamerki við hernaðrbrölt BNA í Afganistan.
og það að leyfa einhverjum 3 hermönnum um borð á flugmóðurskipi að fá pínku hlutverk í einum god dam þætti sé eitthvað það versta sem hefur komið fyrir mannkynið er vægast sagt fáranlegt. OH nei oh nei við þetta er búið að algerlega eyðileggja Star Trek og ég mun aldrei aftur horfa á það útaf því að 3 hermenn komu fyrir í einum þætti.
0
hvaða væl er í þér cent…. má ekki skeggræða um hlutina …..
fan[atic]s always take it to heart i guess
0
Þetta er nú bara afsökun til að rífast aðeins. Mér finnst bara að ef ríki styður hryðjuverkamenn, og neitar að hætta því, þá er það á þeirra eigin ábyrgð ef saklausir borgarar farast í átökunum sem fylgja, bandaríkin reyndu eftir fremsta megni að forðast slys á sakleysingjum, en það er ekki alltaf hægt.
0
jújú, gaman að “rífast” aðeins sko….
það má alveg setja spurningarmerki við hversu mikið usa reyndi diplómata lausnina við talibana…
talibanastjórnin var fljót að fordæma árásirnar og lýsti yfir að þeir vildu vinna með usa til að leysa málið, og þegar talið barst að bin laden þá óskuðu þeir [eins og flestar vestrænar þjóðir mundu gera] eftir sönnunum áður en einhver yrði framseldur eða áður en að erlendum her yrði veittur aðgangur að landinu
ég held að það hafi ekki verið áhugi fyrir því, vegna þess að hagsmunaaðillar sáu stríð í hyllingum vegna teknana sem eru ekki litlar sem hægt er að draga úr kananum þegar byrjað er að berja stríðtrommurnar í cnn og í kvikmyndahúsunum[blackhawkdown,weweresoldiers,behindenemylines] og fleira
ekki það að talebanar hafi verið einhverjir englar sko, en fullt af harðstjórnum í heiminum eru eins og talebanar og ekkert er verið að ibba gogg út í þær….
svo set ég spurningarmerki við að það þurfi að lýsa yfir “heilögu stríði” við austurlönd nær….
bara láta landið í friði, hætta að selja þeim vopn og hinkra á meðan eðlileg þróun úr landbúnaðarríki yfir í iðnríkji á sér stað….
hafiði séð myndir af þessu liði….
á úlföldunum með kalisnikov riffla…. hvernig væri að fara enforca PRIME DIRECTIVE á þetta dæmi ;)
0
Jamm, en það er ekki hægt, þá verður vopnum bara smyglað inn. Soldið slæmt, það gerist alltof oft að þjóðfélögum er þrýst inn á tæknistig sem þu ráða ekki við, sjáið bara hvernig Afríka fór.
0
Sættum okkur við þetta. Við sem maðurinn erum búnir að eyðileggja allt. Það er bara tímaspurnsmál hvenær þriðji heimstyrjöldin skellur á með promp og praki og tortrímir öllu. Þá verður hætt að framleiða star trek þættir þar sem hollywood verður þá bara stór, geislavirkur gígur og þið hafið þá ekkert til að rífast um. Oh whouldn´t that be sweet.
0
Choken1, ertu eitthvað pirraður.
p.s. Þetta kom fyrir afríku, sum miðausturlönd, og Pakled
0
Jú jú í guðanna bænum rífist þið eins mikið og þið getið. Til þess er nú þetta litla vefsvæði
0