Nú hafa stöðvar tvö menn tekið sig til og ákveðið að hafa Star Trek þema á mánudagskvöldum, nú síðasta mánudag var heimildarmyndin Trekkies sýnd (og verður vonandi endursýnd aftur innan skamms). Næstkomandi mánudag (11.3.2002) verður Star Trek: The Motion Picture sýnd. Mánudaginn 18. mars verður svo Star Trek IV: The Voyage Home sýnd. 25. mars verður Star Trek VI: The Undiscovered Country í sýningu.
Þá er bara að vona að þeir halda þessu áfram út apríl mánuð, en þar sem þessar myndir verða ekki sýndar í réttri röð finnst mér að sem flestir ættu að senda þeim smá póst um það að við viljum sjá þær allar og helst í réttri röð! ;)
Takk fyrir og njótið vel!