“droopy, þú ert stjórnandi á þessu áhugamáli og sem stjórnandi þarftu að sýna ákveðna ábyrgð. Ekki ráðast á persónu fólks. ”
jæja, þetta er að verða æ litríkara…… ég gerði mér ekki grein fyrir því að ég hefði ráðist á persónu eins eða neins…
Ef að þú tjáir þig hérna áttu alveg að eiga von á því að vera svarað af hverjum sem er og þótt að ég sé admin hérna þýðir ekki að ég hafi afsalað mér mínum rétti til tjáningar
“Ég er ekki stjórnandi á nokkru einasta áhugamáli, en reyni samt að ráðast ekki á persónu fólks.”
þótt að þú sért ekki stjórnandi á neinu áhugamáli gefur það þér ekki neinn meiri eða minni rétt til að ráðast á “persónu einhvers”
“Það tekst ekki alltaf hjá mér, stundum segi ég eitthvað sem ég hefði frekar átt að láta ósagt en eftir að búið er að smella á ”Senda“ er ekkert hægt að gera í því.”
Þú sendir tvö svör við greininni, þannig að ekki er hægt að afsaka þetta sem einhver mistök.
1)“Þú veist að þú þarft ekki að horfa á þættina? Þú hefur sjálfstæðan vilja er það ekki?”
2)“Þú getur slökkt, þú getur skipt um stöð, þú getur látið þig hafa það. ………….En í staðinn sendir IRMM inn ”hótunarbréf“ þar sem hann/hún hótar að hætta að horfa á þættina! Þvílíkur missir…….Það sem ég skil ekki er af hverju þetta var samþykkt sem grein.”
mér sýnist þú bara hafa orðið nokkuð “persónulegur” með fullum ásetningi. og þú lætur koma augljóslega fram þá skoðun þína að skoðun irmm hafi alls ekki átt að heima hér.
“ég var að segja mína skoðun. Er mín skoðun ómerkilegri en skoðun IRMM, eða skoðun þín?”
Ekki sem slík, en þú virðist hafa verið þeirrar skoðunar að skoðun IRMM hafi ekki átt heima hér? af því get ég ályktað það að þér hafi ekki fundist hún eiga heima hérna.
“Gagnrýni IRMM virtist ganga út á efni þáttanna, en við því getur RÚV lítið gert.”
enda er greinin ekki send á rúv, heldur huga, væntanlega til þess að virða fyrir sér skoðanir star trek áhugamanna á viðkomandi umræðuefni…
“Þeir eru búnir að kaupa þættina og munu sýna þá til enda sama hvað einhver nöldrar yfir efni þeirra.”
Ja, miðað við að nokkrar húsmæður fengu rúv til að hætta við að sýna eina bíómynd [og hefur það líklegast komið fyrir áður, þá er þessi fullyrðing nokkuð götótt, en eins og áður sagði held ég að grein irmm hafi ekki verið fyrir rúv.
“Þegar svo er komið er aðeins hægt að skipta um stöð eða slökkva ef manni líkar ekki það sem maður er að horfa á.”
Ég get ekki komist að annarri niðurstöðu en þú sért mjög áhugasamur star trek áhugamaður sem hafir orðið svolítið sár vegna þess að einhver gagnrýndi áhugamálið…..
en ég spyr aftur, vegna þess að þú gast ekki séð þér fært um að svara því í þínu svari, er áhugamálið ekki sterkara en það ?,
fyrir mitt leyti veit ég að star trek og ég sem áhugasamur, þolir alveg gagnrýni…..
gagnrýni er holl, hún kemur af stað umræðum….. og þótt við sjáum ekki hver umræðurnar gætu beint haft áhrif á gerð þáttana, þá þýðir það ekki að við ættum bara að halda kjafti…
p.s. george lucas hætti við að hafa n'sync í star wars vegna þess að aðdáendurnir mótmæltu….. gaman hefði verið ef berman&braga sýndu aðdáendum startrek svipaða virðingi [t.d. varðandi titillag enterprise]