Þessi grein er skrifuð vegna skoðanakönnunarinnar sem er núna uppi um hvert er nú uppáhaldssambandið í Star Trek og ég tók eftir því að Janeway/Chakotay dæmið var ekki þarna inni og það virðist vera eitthvað sem fólk vill gleyma af einhverjum ástæðum.

Ég vill taka það sérstaklega fram að þetta eru ekki skrif einhverrar sjúkrar skólastelpu sem gerir ekkert annað en að pæla í ástarsamböndunum í Star Trek og engu öðru. Nei, þetta eru pælingar sem ég hef verið að velta fyrir mér frá sjónarhorni handritshöfundar nú um nokkurt skeið og ég vara við að það eru SPOILERAR Í ÞESSARI GREIN fyrir þá sem hafa ekki séð allar Voyager seríurnar (allar 7).

Það er staðreynd að ástarsambönd í Star Trek eru ekki endilega það sem fólk, þá gallharðir Trekkarar, vilja tala um. Þeir vilja tala um warpdrive malfunctions, hvaða geimveru þau hittu fyrst og hvað í ansk… á að gera við þessa helv… borg.

Önnur staðreynd er sú að það er mikið samfélag á Internetinu sem hugsar mjög mikið um þetta. Já það er rétt að þetta eru oftast miðaldra kellingar og unglingsstelpur sem hafa ekkert betra við tímann sinn að gera en það virðist stundum gleyma að þetta eru líka aðdáendur Star Trek bara á aðeins öðruvísi sviði. Og ekki halda að þessar manneskjur viti ekkert um Warpdrive eða hvað í ósköpunum annað því að þegar ég hef slysast inn á þessar síður eða verið að forvitnast á Netinu hef ég tekið eftir því að þær vita bara alveg ótrúlega mikið.

Þannig að nú loksins er komið að málinu sem ég vildi taka fyrir og það eru hin geigvænlegu mistök sem Voyager rithöfundarnir gerðu með Chakotay/Janeway “sambandið” eða hvað sem þeir vilja kalla það. Sem í raun eru bara endurtekning með það sem þeir gerðu með Picard/Crusher sambandið.

Í gegnum alla þáttaröðina voru alltaf einhver hint um að það ætti einhvertímann að rætast úr þessu öllu og þeir höfðu alla þá dramantík sem þau, rithöfndarnir, gætu nokkur tímann haft. Þau voru skipstjórar á sitthvoru skipinu, hún var send til að elta hann og síðan sameinuðu þau skipin sín eftir að hafa lent í Deltafjórðungum… þið vitið hvað ég meina. Í augunum á rithöfundi er þetta alveg fullkomið set up. Þeir bættu síðan allskonar þáttum inn t.d. þegar þau verða eftir á New Earth, þegar Janeway “deyr” og alls konar önnur atriði þar sem var alltaf eitthvað að ske á milli þeirra, en alltaf dróst þetta meira.

En á einhverjum tímapunkti hafa rithöfundarnir eitthvað misst sig… Af einhverjum furðulegum ástæðum skeði bara aldrei neitt og undarlegir hlutir fóru að gerast. Janeway fellur fyrir hologram, sem er nú bara fáránlegt miðað við persónuna, og síðan fyrir gauri á plánetu sem þau verða fangar á (og missa minnið) og síðast en alls ekki síst Chakotay og SEVEN, ó já, Seven fara að kynda ástarbál í síðustu fjórum þáttum 7 seríu… ég vil ekki segja mikið meira en ég get sagt ykkur að þetta verðu MJÖG alvarlegt.

Sjáiði eitthvað athugavert við þetta. Þau hafa ekki litið á hvort annað í um 6 ár og Chakotay var alltaf á móti Borg en allt í einu hugsa þau, “nei vá, hann er flottur/flott, mig langar í hann/hana.” Þetta er bara endemis rugl og kjaftæði sem hver rithöfundur og áhorfandi ætti að sjá. Þetta meikar ekkert sense… og er merki um slæma skrift og enga hugsun.

Ég get sagt ykkur að fólk sem hafði verið að horfa á þáttinn og fylgst með þessu sambandi bilaðist, það varð allt vitlaust á aðdáendasíðunum og mörg hundruð ef ekki þúsund aðdáendur næstum afneituðu Star Trek. Enn og aftur vil á minna ykkur á að ég er að skrifa þessa grein frá sjónarhorni aðdáanda sem skiptir sér voðalega lítið af þessum málum nema frá sjónarhorni handritshöfunds og með vorkunn fyrir fólki sem var bara alls ekki sama.

En þetta er dæmi um þegar rithöfundar gefa algjöran skít í aðdáendur sína og eyðileggja margra ára vinnu í að byggja upp þetta væntanlega samband sem ekkert varð úr fyrir rest. Ég skil ekki bara sjónarhorn rithöfundanna en ef að þíð hafið einhver svör endilega látiði mig vita.

RoMpEr

ps. Og ef þið haldið að ég sé að grínast með þennan áhuga farið á þessa síðu sem ég fann:

http://www.northco.net/jetcindx/index.html