,,Charlie X" ,,Captains log: Stardate 1533.6“

Stutt umfjöllun um atburði þáttarins ,,Charlie X” af upprunalegu Star Trek seríunum (VARÚÐ, VÆGIR SPOILERAR):
,,Charlie X" er 7. þátturinn í fyrstu seríu af Star Trek. Kapteinn Kirk segir að Enterprise sé að fara að fá óvenjulegan gest um borð. Enterprise mætir öðru skipi sem hafði verið að rannsaka plánetu þar sem ungur strákur, 17 ára gamall, fannst. Hann hafði verið á plánetunni með mannfólki fyrstu 3 árin sín áður en hitt fólkið dó. Vitað er að fyrir langalöngu lifðu verur á þessari plánetu sem voru kallaðar Thasians og eru almennt álitnar útdauðar. Charlie virðist ekki alveg ná inn á það hvernig eðlileg mannleg samskipti fara fram og gerir margt vitlaust, t.d. að grípa fram í í miðjum samtölum og fleira. Sem betur fer er Kapteinn Kirk hjálpfús og leiðbeinir Charlie í átt að eðlilegri hegðun þegar hann gerir eitthvað rangt.

Enterprise á að flytja Charlie á mannað svæði til þess að geta loksins verið í kringum annað mannfólk. Þegar Charlie er kominn um borð skipsins skipar kapteinninn Janice Rand að sýna Charlie herbergið sitt. Charlie er furðulostinn yfir því að sjá kvenmann og er ekki einu sinni alveg viss hvort Janice sé kvenmaður þannig að hann spyr kapteininn að því.
Margar smávægilegar senur koma inn á milli sem ætlað er að sýna hversu lítið unglingurinn veit um mannlega hegðun, hann reynir stöðugt að aðlaga sig að hegðun annars mannfólks með misgóðum árangri.
Spock, Uhura, Rand og fleiri eru í matsalnum að slaka á. Spock er að spila á einhverja furðulega hörpu (væntanlega frá plánetunni Vulcan) og Uhura byrjar að syngja með tónlistinni hanns. Innihald textans er grín að Spock, hversu djöfullegt útlitið hanns er. Allir skemmta sér konunglega að þessu. Núna kemur Charlie inn í matsalinn og hefur lítinn áhuga á því að fylgjast með tónlistinni og vill sýna Rand spilagaldur en biður hann um að vera ekki að því vegna þess að hún er að fylgjast með sönginum. Það líður ekki langt þangað til Charlie setur upp furðulegan/reiðan svip og skyndilega hættir Uhura að syngja og grípur um hálsinn sinn, hún getur ekki lengur sungið. Charlie notar tækifærið og sýnir Rand hvern spilagaldurinn á eftir öðrum, þeir eiga það allt sameiginlegt að sýna hversu mikið Charlie hrýfst að Rand, t.d. var einn spilagaldurinn þannig að hann breytti þremur spilum í ljósmyndir af Rand þar sem hún er í allskyns fyrirsætustellingum.
Smám saman byrjar Charlie að sýna fleiri og fleiri furðuleg einkenni og í leiðinni verður hann sífellt óþolinmóðari fyrir öðru fólki. Kirk ákveður að fara með Charlie í líkamsræktarsalinn og kenna honum nokkur sjálfsvarnarbrögð, Charlie er mjög vandræðalegur þegar hann reynir brögðin og hagar sér mikið eins og smákrakki. Kirk sannfærir Charlie um að prófa að vera fleygt niður (sakleysislega) og Charlie ákveður að prófa það. Eftir að Kirk er búinn að fleygja honum á gólfið fer annar maður í salnum að hlægja. Charlie líkar það ekki þannig að hann horfir illskulega á manninn og lætur hann hverfa. Kirk veit ekki alveg hvað hann á að gera en verður mjög alvarlegur og spyr Charlie hvað hann gerði við manninn og Charlie svarar að hann sé horfinn. Nú skiptar Kirk Charlie að fylgja tveimur öryggisvörðum að herberginu sínu.

Kapteinn Kirk, Spock og Dr. McCoy eru samankomnir í fundarherberginu þar sem þeir ræða stöðuna. Kirk veltir fyrir sér hvort Charlie gæti verið Thasian, vera sem var uppi á plánetunni sem Charlie fannst fyrir löngu en McCoy gerir það mjög skýrt að líkaminn hanns er í nákvæmu samræmi við venjulega manneskju og geti þ.a.l. ekki verið Thasian. Spock og McCoy eru báðir sammála um það að Charlie líti upp til Kirk og að hann sé hugsanlega sá eini sem Charlie muni hlýða, að hann líti á Kirk sem einskonar föðurímynd. Í sameiningu taka þeir þá ákvörðun að koma í veg fyrir það að Charlie komist á mannaða svæðið þangað til þeir vita meira um stöðuna og þar til þeir vita nákvæmlega hvað þeir ætla að gera í sambandi við Charlie.
Charlie skynjar að Enterprise sé ekki lengur á réttri leið og fer að brúnni. Hann verður reiður og tekur ætlar að taka stjórn á skipinu, í leiðinni leikur hann sér að fólki með því að stjórna því eða breyta því í eitthvað. Kirk segir ákveðinn við hann að hann skuli láta fólkið sitt í friði og að hann skuli fara undir eins frá brúnni. Charlie hlýðir honum en McCoy bendir á að komaa muni að því að Charlie hlýði honum ekki og það verði ekkert sem geti stöðvað hann. Stuttu seinna snýr Charlie aftur til að taka algjöra stjórn á skipinu og í þetta skipti stöðvar hann ekkert, núna stjórnar hann öllu en það sem verður ljóst í leiðinni er það að hann á erfitt með að halda athygli við aðra hluti á meðan. Kirk fær þá bráðsnjöllu hugmynd að setja öll kerfi skipsins í gang til þess að gera álagið á Charlie yfirgnæfandi og nýta tækifærið svo til þess að svæfa hann. Þeir láta vaða og eins og þeir höfðu spáð fyrir á Charlie mjög erfitt með að halda öllum kerfunum uppi. Kirk ræðst að honum og reynir að yfirbuga hann, það virkar ekki sérlega vel því Charlie veitir Kirk ótrúlegan sársauka. Skyndilega nemur Enterprise annað skip sem skráist sem Thasian og grænt höfuð birtist á brúnni. Græna höfuðið er andi dauðs Thasians, það byðst afsökunar á hegðun Charlie og segir að Charlie muni fara með þeim. Höfuðið útskýrir að þeir gáfu Charlie hæfileika Thasians til þess að geta lifað einveruna af á plánetunni en með þessa krafta getur hann ekki verið í kringum annað mannfólk. Höfuðið kemur öllu á Enterprise aftur í lag og fer burt með Charlie sem grátbyður um að vera ekki tekinn í burtu.

-Endir

———–

http://www.youtube.com/watch?v=SZOxjFg5kqA

Ég man hversu mikið ég hló í fyrsta skipti sem ég sá þennan þátt, þótt hann sé ætlaður til þess að vera alvarlegur og djúpur er ekki annað hægt en að hlægja að mörgu í þessum þætti. Leikarinn sem leikur Charlie er frábærlega óþolandi. Svipurinn sem hann setur upp þegar hann notar kraftana sína er óborgandi en stundum hugsar maður…. þegar þeir voru að taka þetta upp, sáu þeir ekki hversu skopslegt þetta er?… ég veit ekki en þótt þetta sé gamalt og sjónvarp var allt öðruvísi á þessum tíma þá hefði maður nú hugsað: nei þetta er alltof steikt, gerum þetta aðeins betur.
Þessar athugasemdir mínar eru ekki ætlaðar til þess að dissa þáttinn, ég er bara að segja frá því sem fer í gegnum hugan minn þegar ég horfi á þennan þátt. Mér finnst gaman að horfa á hann þótt hann sé ekki alveg í stíl við seinni Star Trek þættina sem voru margir betri og betur heppnaðir sem alvarlegir og djúpir þættir.
Þátturinn fjallar fyrst og fremst um unglinga og hversu erfitt það getur verið fyrir þá að hegða sér á fullorðinslegan hátt. Þátturinn kom út 1966 og einmitt á þessum tíma voru unglingar farnir að taka á sig aðeins nútímalegri hegðun ef við miðum við það sem þekkist í dag. Þátturinn er skrifaður af Gene Roddenberry sjálfum, skapara Star Trek, og hann virðist hafa átt það til að fjalla um ráðavillta unglinga (Gene Roddenberry byggðu Weslet Crusher í Star Trek: The Next Generation á sér sjálfum þegar hann var unglingur). Endirinn á þættinum er frekar sorglegur ef maður hugsar um að Charlie þurfti að alast upp einn á meðal dauðra geimvera í 17 ár og loksins þegar hann kemst á meðal annars mannfólks þá á hann of erfitt með að aðlagast og enginn þolir hann. En jæja, svona var þátturinn skrifaður.

Þátturinn var fyrst sýndur 15. september 1966

Skrifaður af Gene Roddenberry
Leikstýrður af Lawrence Dobkin
Framleiddur af Gene Roddenberry

ps. Ég verð eiginlega að taka fram að þetta er eini Star Trek þátturinn þar sem Gene Roddenberry leikur sjálfur, hann var rödd kokksins.

Live long and Prospe