Samkvæmt upplýsingum sem ég sá mun hin “viðkunnalega” Lwaxana Troi vera ný dáin í Star Trek X :(
Lwaxana Troi er/var móðir Deanna Troi, ráðgjafanum um borð á Enterprise, hún er Bedazoid, var mjög hrifin af Picard, jafnframt sem hún giftist Odo, en það aðeins til að forðast að giftast öðrum manni, hún var alltaf að reyna við Odo, fyrst líkaði honum illa við hana en með tímanum þá fór hann að bera virðingu fyrir henni.
Þetta mun væntanlega setja einhvern svip á myndina, sérstaklega í brúðkaupi Riker og Troi, sem mun verða svona súrsætt!
Aðrir sem munu aftur á móti koma fram eru Will Wheaton sem Welsey Crusher, Whoopy Goldberg sem Guinan og Kate Mulgrew sem Kathrin Janeway! Það verður gaman að þau öll aftur.
Annars sagði Wheaton í viðtali að aðdáendurnin séu hættir að hata hann, kanski að eitthvað sé til í þessu, allavega öðlaðist hann mína virðingu þegar ég skoðaði heimasíðu hans um daginn…