,,Captains log: Stardate 1704.2“
Stutt umfjöllun um atburði þáttarins ,,The Naked Time” úr upprunalegu Star Trek seríunum (VARÚÐ, VÆGIR SPOILERAR):
,,The Naked Time“ er fimmti þátturinn af upprunalegu Star Trek þáttunum. Enterprise hefur verið skipað að frosinni plánetu sem er við það að eyðast vegna eigin þyngdarafli. Það sem áhöfn Enterprise á að gera er að fylgjast með og framkvæma vísindalega greiningu á þessu fyrirbæri. Spock og lágt settur kappi að nafni Joe bíma sig niður á vísindastöð sem er staðsett á plánetunni en ekkert samband næst við. Vísindastöðin er helfrosin og allt fólkið þar líka. Spock og Joe skipta liði og athuga ástandið, fólkið virtist hafa verið algerlega kærulaust gagnvart því sem gekk á á stöðinni, einn maðurinn var t.d. frosinn í sturtu í öllum fötunum. Allt í einu klæjar Joe svolítið í nefið þannig að hann tekur hanskan sinn af sér og klórar sér svolítið í nebbanum en klikkar á því að setja hann aftur á sig áður en hann grípur utanum borð til þess að ná einhverjum mælingum. Það lekur einhver rauður vökvi á hendina á honum sem líkist blóði. Þegar hann er búinn að framkvæma mælinguna fær hann einhverja skrítna tilfinningu í hendina og ákveður að finna lyktina af hendinni sinni og setur svo hanskan aftur á sig. Spock og Joe hittast aftur og tilkynna Enterprise ástandið og láta vita að þeir séu tilbúnir til þess að koma aftur um borð á Enterprise. Spock og Joe fara á læknastofuna til Dr. McCoy þar sem Kapteinn Kirk er einnig staddur, til þess að fara í gegnum venjulegt heilsutjekk. Kirk spyr Joe hvernig honum líði, hann virðist nú alveg hafa afborið sjónina að sjá allt þetta fólk frosið í hel en auðvitað líður honum frekar illa eftir það. Kirk og Spock tala um mikilvægi þess að halda öllum stýringum á skipinu mjög nákvæmum vegna óstöðuga ástands plánetunnar. Klippt er að matsalnum þar sem Joe situr með alvarlegan svip og klórar sér eitthvað í hendinni. Vinirnir Sulu og Kevin Reilly ganga nú inn í matsalinn og eru eitthvað að blaðra eitthvað um skylmingar, Sulu er að reyna að útskýra fyrir Kevin hversu heilsusamleg íþróttin er en Kevin skilur það bara ekki þannig að þeir biðja Joe um að úskýra það. Joe bregst við með einhverju furðulegu stresskasti og talar um að þeir hafi engan rétt til þess að vera í geimnum, þeir tilheyri honum ekki, að öll þessi vitleysa valdi bara dauða. Joe segir að af því að fólkið niðri á stöðinni dó þá ætti hann engan rétt á því að lifa og dregur upp hníf og ætlar að stinga sig. Kevin og Sulu eru ekki lengi að stökkva til og grípa í hendurnar hanns áður en hann gerir eitthvað heimskulegt, Joe nær að stinga sig grunnt en ekkert alvarlegt. Eftir að hafa bjargað Joe og þeir Kevin og Sulu eru komnir aftur á brúnna til vinnu byrjar Kevin að svitna furðulega mikið í lófanum og á eftir honum byrjar Sulu líka að svitna helling á lófanum. Kevin, stýrimaður, byrjar að missa athygli við vinnuna sem er stórhættulegt þar sem stýringin á skipinu er eitt það mikilvægasta þessa stundina. Skyndilega stingur Sulu uppá því við Kevin að stinga af og fara í ræktina, Kevin heldur ennþá smá skynsemi og fer ekki með honum, það stoppar þó ekki Sulu sem er kominn í ægilegan flippfýling. Stuttu eftir að Sulu er farinn frá brúnni tekur Spock eftir því og spyr Kevin hvar í fjandanum Sulu sé. Kevin er allt í einu orðinn svakalega góður með sig og talar mikið um að hann sé ættaður frá Írlandi svo valsar hann frá brúnni líka og fer á læknastofuna til Dr. McCoy eins og Spock fyrirskipaði. Þegar Kevin kemur á læknastofuna er enginn þar nema hjúkrunarkonan Christine Chapel (leikin af Majel Barret sem seinna giftist Gene Roddenberry). Kevin segir Chapel að hún hafi falleg augu og hann tekur utan um hendina hennar en gengur svo út af stofunni. Núna finnur Chapel fyrir furðulegum svita á hendinni. Klippt er til Sulu, beran að ofan, kósveittan, sveiflandi sverðinu sínu útum allt. Sulu ræðst skellihlæjandi að nokkrum körlum á göngunum og þeir spretta náttúrulega í burtu frá honum. Sulu fer að brúnni, sveiflandi sverðinu útum allt eins og fyrr og tekur haldi á Uhuru sem nær þó að sleppa frá honum. Kirk og Spock ná saman að yfirbuga hann og Spock notar fræga taugaklípið sitt til þess að svæfa hann. Vandamálið núna er að skipið er smám saman að falla að yfirborði plánetunnar og hitnar stöðugt vegna viðnáms við andrúmsloftið og Kevin Reilly er búinn að plata Scotty úr vélarherberginu með því að segja honum að Kapteininn vildi tala við hann. Kevin Reilly læsti að sér inni í vélarherberginu og er búinn að læsa öllum stýringum skipsins inn í vélarherbergið. Á meðan allt þetta vesen er í gangi er Dr. McCoy á fullu að vinna að mótefni fyrir þessa furðulegu sýkingu. Scotty segir að eina leiðin til þess að komast aftur inn í vélarherbergið sé að skera op á ákveðinn stað á veggnum sem er rétt á hjá inngangnum og að hafa bein áhrif á leiðslurnar. Slæma hliðin við það er að veggirnir eru mjög sterkir og á þeim tíma sem það tekur að skera gatið væri það orðið of seint, Scotty verður bara að bjarga hlutunum á einhvern furðulegan hátt þannig að hann byrjar bara að skera vegginn með fasaraabyssu. Á meðan fer Spock á læknastofuna til þess að leita að Dr. McCoy og athuga hvernig honum gengur. Dr. McCoy skrapp víst eitthvað í stutta stund og enginn er á læknastofunni nema Chapel sem er löngu orðin sýkt. Chapel tekur í hendina hanns Spock og segir honum hversu ástfangin hún er af honum og talar um að hann sé hálfmanneskja og geti þessvegna leyft sér að elska. Núna er Spock náttúrulega sýktur líka og byrjar að missa tök á tilfinningum sínum og rökréttu hugsuninni. Spock strunsar út af læknastofunni og fer á stað þar sem enginn getur séð hann vegna þess að hann vill ekki að aðrir sjá hann missa svona tök á sér, hann fer að háskæla en berst við að halda tilfinningunum niðri. Nú loksins er Scotty búinn að ná á einhvern furðulegan hátt að opna vélarherbergishurðina, Kirk fer með Scotty inn og þeir láta handsama Reilly. Scotty tilkynnir Kirk að engin leið sé til þess að losa sig frá plánetunni núna, þyngdartog hennar er orðið alltof öflugt á Enterprise. Kirk í reiðiskasti segir að það hljóti að vera til leið og stingur uppá því að blanda saman helling af efni og andefni til þess að sprengja sig frá plánetunni. Scotty svarar að það sé enginn örugg leið vituð til þess að gera það og að líkurnar á því að þetta takist án þess að hafa nákvæma formúlu séu ofurlitlar. Kirk hugsar strax til Spock vegna þess að hann er expert í fræðilegri eðlisfræði og er eini möguleikinn til þess að fá formúlu sem mögulega gæti virkað. Á meðan finnur Dr. McCoy loksins lækninguna við sýkingunni. Kirk finnur Spock í herberginu þar sem hann situr háskælandi og slær hann svoleiðis sundur og saman til þess að troða einhverju viti í hann. Við það að gera það sýkist Kirk líka og byrjar smám saman að missa stjórn á sér. Spock minnist þess að hafa heyrt um kenningu sem lýsir sambandi andefnis og tíma og segir það vera möguleika. Spock gerir nauðsynlegu útreikningana og lætur Scotty hafa þá. Nú eru allir komnir á brúnna tilbúnir að mætast hverju sem gæti komið úr þessari sprengingu. Kapteinn Kirk segir ,,Engage” og þá byrjar ballið, hátt suð heyrist og allir togast svolítið til baka. Stuttu seinna er allt orðið eðlilegt nema það að tímatalningartækið hanns Sulu gengur afturábak, þau eru að ferðast aftur í tíman. Kirk skipar Sulu að stoppa skipið og spyr Spock hversu langt aftur þeir hafa ferðast og Spock svarar að þeir hafi ferðast 3 daga aftur í tíman og núna með þessari nýju formúlu geti þeir ferðast á hvaða tíma og hvaða stað sem er….!
http://www.youtube.com/watch?v=Th5UnJPubUo
,,The Naked Time“ er einn af þessum frábæru klassísku Star Trek þáttum sem maður getur horft aftur og aftur á. Hann er sprenghlægilegur, spennandi og áhugaverður. Þetta er fyrsti þátturinn (fyrir utan fyrsta pilotinn) sem innihélt hina vinsælu Majel Barret. Majel Barret fékk hlutverk fyrsta stýrimanns í fyrsta pilotinum sem Leonard Nimoy fékk svo í þeim seinni. Sjónvarpsstöðinni fannst það ekki við hæfi að kvenmaður yrði í stöðu fyrsta stýrimanns og að ef Star Trek ætti að fara í sjónvarpið þá yrði Gene Roddenberry að losa sig við hana og gaurinn með eyrun. Gene fannst bæði hlutverkin mjög mikilvæg, honum fannst það vera nauðsyn að kvenmaður héldi einhverri af hæstu stöðunum. Honum fannst einfaldlega persóna Mr. Spock bjóða upp á svo mikið og gera áhugaverða hluti fyrir þættina þannig að hann sleppti persónu Majel Barret og gerði Spock að fyrsta stýrimanni. Í þessum þætti kom Majel Barret til allrar hamingju aftur sem hjúkrunarkonan en með annan hárlit en hún hafði verið með í fyrsta pilotinum, þar var hún með svart hár en í þessum svona hvítt/grátt sem fer henni líka stórvel. Majel Barrett hélt áfram til að leika í Star Trek: The Next Generation sem móðir Deanna Troi, Lwaxana Troi og var líka rödd tölvunnar í öllum spinoff seríunum af Star Trek. Annar þáttur (minnir mig) í fyrstu seríu af Next Generation var ekki mjög hugmyndaríkur, hann notaði sama söguþráð þessi og í það skipti heppnaðist hann ekki mjög vel. Þátturinn heitir ,,The Naked Now”. Það er þó eitt glæsilegt atriði þar sem Patrick Stewart fer á kostum og ég verð eiginlega að setja inn link á youtube þar sem þetta atriði sést (þó í mjög lélegum gæðum en áhorfanlegt, ég fann ekkert betra):
http://www.youtube.com/watch?v=IbKQ1LzpzeE
Þátturinn var fyrst sýndur 29. september 1966
Skrifaður af John D.F. Black
Leikstýrður af Marc Daniels
Framleiddur af Gene Roddenberry
Live long and Prospe