Captains log: Stardate 1312.4
,,Where no man has gone before" er fyrsti Star Trek þátturinn í þeirri mynd sem við þá í dag. Þátturinn kynnir felstar aðalstjörnur þáttanna til leiks og gefur okkur sæmilega hugmynd um hverskonar fólk þetta er. Þátturinn byrjar með atriði þar sem við sjáum Kapteininn fræga James Kirk (leikinn af William Shatner) og hægri hönd hanns Hr. Spock (leikinn af Leonard Nimoy) spila skákleik saman. Í byrjun þáttarins tilkynnir Kirk að Enterprise-ið hafi móttekið neiðarkall frá geimskipi sem hefur verið týnt í tvær aldir. Það sem gerir þetta skip enn merkilegra er að það finnst á mörkum vetrarbrautarinnar og eins og Kirk segjir þá hefur ekkert skip ferðast eins langt frá jörðu áður en Enterprise. Félagarnir á Enterprise ákveða að elta neiðarkallið og ferðast út fyrir vetrarbrautina en til þess verða þau að brjótast í gegnum furðulegt orkusvið. Mikill hristingur og læti verða á skipinu en það virðist vera í lagi með alla eftir að skipið komst í gegnum orkusviðið fyrir utan einn, góðan vin Kirk að nafni Gary Mitchell. Eitthvað virtist vera að augunum hanns, að öðru leiti stálsleginn, jafnvel hraustari en fyrr. Kirk og Spock fara smám saman að taka eftir því að herra Mitchell er ekki bara hraustur, hann virðist vera að öðlast yfirnáttúrulega krafta og það stigvaxandi. Spock ráðleggur Kirk að losa sig við Mitchell á einn veg eða annan, hann er orðinn ógn gegn Enterprise…. Uppúr þessu eiga sér engar svakalega frumlegar hugmyndir sér stað: Kirk samþykkir ráðlagningu Spocks og sendir Gary Mitchell niður á yfirgefna plánetu, Gary sleppur og hösslar heita geðlækninn Dr. Elizabeth Dehner með sér í lið, Kirk slæst við Gary og vinnur. Svoleiðis endar þátturinn.
Söguþráðurinn í þessum fyrsta þætti af Star Trek (taka skal fram að hann er 2. pilotinn, allir leikararnir í fyrri pilotinum voru reknir nema Leonard Nimoy) er kannski ekki það sem heillar mest við hann heldur hversdagsleiki tækninnar sem þeir hafa á skipinu, vísindaskáldsögusjónvarpsefni sem á undan komu höfðu það flestar sameiginlegt að öll tækni var óraunverulega hátíðleg. Auðvitað stökkvum við ekkert upp við það að sjá sjónvörp eða ferðatölvur þótt fólkið á undan okkur gerði það, það er þetta sem gaman er að sjá við Star Trek, þættirnir setja ótrúlega og framtíðarlega hluti fram á trúverðugan hátt (þá tala ég ekki um útlitið). Það getur ekki annað sagst en að persónurnar séu sumar skemmtilegar
þótt þær ættu eftir að skýna bjartar í seinni þáttum. Persóna Kaptein Kirk er nokkuð negld niður strax í byrjun, á henni er ekki mjög mikil þróun út þættina. Kirk er hetjan, tilfinningasami harðstjórinn, vinurinn, hann er katpeinninn og það er nóg. Kirk er ekki flókinn persóna en hann er heillandi, hann gerir okkur stolt af því að vera mennsk. Það er ekki hægt að tala um Kirk án þess að tala um Spock og það sama gildir um Dr. McCoy en hann var ekki í þessum þætti. Spock er þrátt fyrir vanþróun sína í þessum þætti örugglega sú persóna sem fær mann mest af öllum til þess að langa til að sjá næsta þátt. Í þættinum kemur fram að heimapláneta hanns heitir Vulcan og að einn af forfeðrum hanns hafi gifst mennskri konu (seinna er því breytt þannig að faðir hanns Sarek giftist mennskri konu og að Spock sé hálfurvúlkani-hálfmanneskja). Í fyrstu þáttunum breytist persóna Spock mjög mikið, í þessum þætti sem dæmi hrópar hann mikið og virðist eiginlega frekar æstur. Útlitið er líka frábrugðið, í þessum þætti eru augnbrýr hanns risastórar og kjánalegar og hárið hanns er illa greitt og lúðalegt. Nokkrum þáttum seinna átti Spock eftir að verða svali, yfirvegaði, rólegi og rökrétti spekingurinn sem hann varð svo frægur fyrir.
Þátturinn var fyrst sýndur 22. september árið 1966
Skrifaður af Samuel A. Peeples
Leikstýrður af James Goldstone
Framleiddur af Gene Roddenberry
PS. ekki séns að Spock myndi tapa skák á móti Kirk, það var bara asnalegt
Live long and Prospe