NASA og Star Trek Nú er NASA að reyna fyrir sér með drifkerfi (fyrir geimskip) sem eru byggð á S.T. nánar tiltekið skipi Z. Cochrane, the Phoenix.
Þetta kerfi ber nafnið nuclear electric propulsion (NEP) og er kjarnorkuknúið, eins og nafnið gefur til kynna.
Ransóknir á þessu verkefni hófust upphaflega 1960, en NASA gekk eitthvað illa. Eftir lok kalda strísins urðu allir svo hrifnir af sólarorku að NASA fór að kanna möguleikana á sólarknúnu geimskipi, þessum ransóknum lauk með því að fyrir nokkrum árum skaut NASA á loft gerfihnettinum Deep Space 1, kallað DS-1, sem var knúin af Solar electric propulsion. En vandamálið við sólarorku er það að hún dvínar eftir því sem skipið fer lengra frá sólu og þegar komið er út fyrir Júpíter kemst skipið ekki lengra.
Svo NASA tók aftur upp ransóknir á NEP og ef það gefst vel gæti þetta algjörlega umbillt geimferðum. Munurinn á SEP og NEP er sá að í NEP er kjarnaofn í staðin fyrir sólarspegla. NASA á í sömu vandræðum og mannkynið 100 árum eftir First Contact nema í staðin fyrir að það séu Vulcanar sem koma í veg fyrir að mannkynið fari á warp-5 þá er það almenningur sem er á móti því að NASA noti kjarnorku í geimferðum. Ég er ekki alveg viss um hvaða hraða NEP gefur en með þessu kerfi ætti geimskip að geta farið til Mars og til baka á átta mánuðum, það lítur kanski ekki út fyrir að vera mjög mikið en það er mikið hraðar en við förum í dag.

Turtie