Smá grein sem ég var að skrifa upp….hvernig líst ykkur á það ???

——————————————————–
Í maí 2009 mun nýja Star Trek myndin koma í kvikmyndahúsin. Myndin, sem er sú ellefta í röðinni, er leikstýrt af J.J. Abrams, sá sem hefur fært okkur þættina Alias, Lost & Fringe . Það er talið að nýja myndin muni kosta meira en $150 milljón dollara og er hún sú dýrasta til þessa. Í þessari grein mun vera farið yfir sögu Gene Roddenberry, þátt­anna og kvikmyndanna sem hann bjó til og áhrif þess um heim allann.

Eugene Wesley “Gene” Roddenberry fæddist 19. ágúst 1921 í El Paso, Texas. Á yngri árum var hann oft veikur en síðar óx hann upp úr því og byrjaði hann að æfa íþróttir. og var mikill íþróttamaður. Árið 1941 skráði hann sig í herinn og var flugmaður í 394. deild sprengjusveitarinnar. Eftir að hann hætti í hernum fór hann að fljúga fyrir Pan Am þar sem hann fluag meðal annars á milli Istanbul og Karachi. Gene Roddenberry gekk til liðs við lögregluna í Los Angeles árið 1949, en faðir hann hafði verið lögreglumaður þegar Gene var yngri, og var hann lögreglumaður allt til ársins 1956, þegar hann hætti og hóf líf sem handritshöfundur.
Gene Roddenberry var tvígiftur, en var hann fyrst giftur Eileen Rexroat í 27 ár, átti hann með henni tvö börn. Síðan byrjaði hann að halda framhjá henni, fyrst með Nichelle Nichols, sem hann myndi síðar ráða sem Uhura í Star Trek og svo seinna hélt hann við Majel Barrett. Stuttu eftir sótti hann um skilnað við Eileen og giftist hann Majel 6. ágúst 1969 og saman áttu þau eitt barn, Eugne Wesley yngri.

Árið 1964 fékk Gene þriggja ára samning hjá framleiðslufyrirtækinu Desilu, sem var stofnað af gamanleikonunni Lucille Ball og eiginmanni hennar, framleiðandinn Dezi Arnaz, til að koma með hugmyndir að sjónvarpsþáttum fyrir Desilu til að framleiða. Roddenberry sem hafði ávallt verið mikill aðdáðandi vísindaskáldsagna og hafði hann sem barn verið undir áhrifum frá ýmsum vísindaskáldsögum eins og John Carter From Mars eftir Edgar Rice Burroughs, Ódysseifskviðu eftir Hómer og t.d. kvikmyndinni Forbidden Planet frá 1956 kom með hugmyndina að Star Trek, en hann hafði unnið að þeirri hugmynd frá árinu 1960. Í stuttu máli gerist Star Trek á 23. öld þegar mannkynið hafði sameinast og þeir hefðu útrýmt kynþáttafordómum, öllum þekktum veikindum og voru orðin mjög tæknivædd og allir bjuggu saman í friði, þar sem stríðum hefði verið hætt. Þess í stað var Sambandið stofanað til að fara með skip út í geim og kynnast nýjum lífi og annari siðmenningu

Fyrsti prufuþátturinn
Það var það sama ár og hann fékk samning hjá Desilu að fyrsti prufuþátturinn (e. pilot) var gerður. Gene Roddenberry skrifaði “The Cage” og var með Jeffery­ Hunter, sem hafði leikið í myndum eins og í vesrtranum The Searchers og stríðsmyndinni The Longest Day, sem lék Christopher Pike, kapteinn á geimskipinu Enterprise, Majel Barrett lék aðsoðarkonu hans, Number One og svo var geimveran Mr. Spock sem Leonard Nimoy lék. Í stuttu máli fjallaði “The Cage” um að Enterprise, undir stjórn Pike, hefðu fengið neyðarkall frá geimskipi sem hafði týnst 18 árum áður. Þegar mætt er á staðinn hitta þau sem lifðu af brotlendinguna og þar á meðal var ung og falleg kona að nafni Vina, leikin af Susan Oliver. Hins vegar voru þau allt saman hyllingar búnar til af geimverum til að sjá hvernig mannkynið bregst við ýmsum hlutum.

Eftir gerð þáttarins var reynt að selja það til sjónvarpsstöðva og var CBS fyrst boðið um að kaupa seríuna. Þeir neituðu því. NBC var næst boðið að kaupa seríuna sem þeir gerðu en þeir höfnuðu fyrsta prufuþættinum, þeim fannst hann vera of vitsmunalegur. En þeim leist vel á hugmyndina á bak við þættina og ákváðu þeir að fjármagna gerð annars prufuþáttar. Hins vegar myndi bara persónan Spock sem Leonard Nimoy lék, snúa aftur.

Seinni prufuþáttuinn
Seinni prufuþátturinn var gerður og bar hann nafnið “Where No Man Has Gone Before”. William Shatner og var hann ráðinn sem James T. Kirk, kapteinninn á Enterprise. Leonard Nimoy lék aðstoðarmann hans, Mr. Spock, DeForest Kelley lék lækninn Leonard McCoy, George Takei lék stýrimanninn Hikaru Sulu, Nichelle Nichols lék fjarskiptakonuna Uhura. Það sem var allsráðani í þessum þætti og fyrri prufuþættinum var hversu mikill hasar og spenna var í þættinum.

Það var á þessum tíma að fólki fannst mjög djarft hjá Roddenberry að hann skyldi hafa einn asískan og eina svarta persónu í seríunna, en honum fannst að í framtíðinni myndu allir líta á hvorn annan sem jafningja og að kynþáttahatur væri ekki lengur til. Mikil óánægja var t.d. hjá sjónvarpsstöðvunum í Suðurríkjum Bandaríkjanna með að Nichelle Nichols, sem er svört, skyldi vera í bandarísku sjónvarpi og neituðu að sýna þættina. Hann svaraði þeim að þeir væru að missa af miklu.

Um seríuna
Serían hóf göngu sína fimmtudaginn 8. September 1966 og áhorfstölurnar voru mjög góðar til að byrja með. Frægir vísindaskáldsagnahöfundum eins og Richard Matherson, Theodore Sturgeon og Harlan Ellison sem voru og eru vinsælir og virtir vísindaskáldsagnahöfundar komu að skrifum fyrir þættina. Voru þættirnir vel þekktir fyrir að vera endurspegla hvað væri að gerast í bandarísku samgfélagi og jafnvel hvað væri líka að gerast í heiminum hverju sinni og voru stríð, ást og trúin voru oft tekið fyrir. Einnig er serían þekkt fyrir að hafa fyrsta kossinn milli tveggja kynþátta í amerísku sjónvarpi sem var á milli William Shatner og Nichelle Nichols.

Eftir að fyrsta serían hafði lokið sér af byrjaði sería tvö kom nýr áhafnameðlimur í þættina, Pavel Chekov sem var leikinn af Walter Koeing. En í seríu tvö byrjaði áhorfstölurnar að lækka og komust aðdáðendur á snoðir þess að NBC ætlaði ekki að framleiða þriðju seríuna. Hófst þá mikilar bréfaskriptir til NBC til að biðja þá um að halda áfram að framleiða Star Trek. Var þetta í fyrsta skipti að aðdáðendur hófu herferð til að bjarga uppáhalds þætti sínum og myndi það halda áfram um ókomin ár, því daginn í dag eru aðdáðendur ýmissa sjónvarpsþátta að reyna að bjarga þeim.En það var ekki NBC staðfesti svo síðar að það yrði gerð þriðja serían, aðdáðendum til mikillar hamingju, en síðar kom í ljós að kostnaður við þættina yrði lækkaður og að þættinir yrðu fluttir yfir á föstudagskvöld kl. 10 að kvöldi. Gene Roddenberry mótmælti þessum breytingum með að segja upp stöðu sinni sem einn af framleiðendum, en það gekk ekki eftir og var annar maður ráðinn í hans stað. Nichelle Nichols skrifaði svo síðar í ævisögu sinni að þegar þriðja serían byrjaði var erfitt að fá fræga leikara, fræga handritshöfunda og allt annað sem var frægt, þannig að gæði þáttanna fór niður á við. því kostnaðurinn var lækkaður um 10%. Þegar þriðju seríunni lauk á NBC árið 1969 var framleiðslu þáttanna hætt og með 79 þætti þætti í farteskinu fóru þættinirnir í endusýningar víðsvegar um landið og enginn gat séð fyrir hvað myndi gerast seinna.

Aðdáðendurnir & áhrif þeirra
Þegar þættinir hófu göngu sína í endursýningum á versta tíma sem gat hugsast, eða klukkan sex að kveldi. Héldu menn að enginn myndi horfa á þættina þegar fólk var að undirbúa kvöldmat og að þættirnir myndu hins vegar gleymast. En það gerðist ekki og varð sprenging á áhorfi, talið er að fólk sem væri núna í menntaskóla eða háskóla sem misstu af þáttunum fyrst þegar þeir voru sýndir. Áhorfstölurnar sem hafði verið notað þegar þættirnir voru fyrst sýndir voru breytt í áhorfstölur eftir aldurshópa kom í ljós að Star Trek var á toppnum þar hjá þeim mikilvægasta markaðshópi sem er á bilinu 16-25 ára. Sagt er að hefði NBC haft þessar tölur þegar þeir voru að sýna þættina, hefðu þeir aldrei hætt syningum á þáttunum.

Star Trek ráðstefnur fóru að poppa upp um alla Ameríku og leikarnir urðu frægir á einni nóttu. Leikarnir byrjuðu einnig að sækja þessa ráðstefnur sem séstakir gestir. Aðdáðendur byrjuðu að mæta á þessar ráðstefunur sem ýmar persónur úr seríunni sem t.d. Kapteinn Kirk, Mr. Spock eða jafnvel erkióvini þeirra Klingonar. Aðdáðendur gengu jafnvel svo langt að árið 1976 skrifuðu þeir til Geimferðastofnun Bandaríkjanna (NASA) og biðja þá um að nefna nýjustu geimflaugina Enterprise, í höfuðið á geimskipinu í Star Trek. Við því varð og komu allir leikaranir saman ásamt Gene Roddenberry, skapara Star Trek, þegar Enterprise var skírð opinberlega

Jafnvel í dag, rúmlega 40 árum eftir að hið upprunalega Star Trek hvarf af sjónvarpsskjám í Bandaríkjunum, eru aðdáðendur ennþá að sækja ráðstefnur og svo eru þeir að búa til sínar eigin myndar, svokallað fan film þar sem til dæmis í einni er verið að halda áfram með fimm ára ferð Enterprise þar sem aðdáðendur bregða sér í gervi Kirk, Spock & McCoy og halda áfram ævintýrum þeirra í geimnum.

Einnig sér maður í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum í dag beinar eða óbeinar tilvísun til Star Trek og má t.d. sjá þær í vinsælum þáttum á borð við t.d. Boston Legal þar sem William Shatner fer með aðalhlutverkið, CSI seríunnar, Family Guy, Futurama, Simpsons, Fraiser, Little Britain og The X-Files og svo lengi mætti telja, en það er ekki erfitt að átta sig á því hversu vinsælt Star Trek er, því serían hefur lifað í meira en 40 ár, í ýmsum formum og má fastlega búast við því að Star Trek nafnið muni lifa áfram í mörg ár í viðbót.

Það sem eftir kom
Gene snéri sér í teiknimyndaiðnaðinn með Star Trek teiknimyndaseríuna og árið 1973 var hún sýnd á NBC, en sú sería var bara með 22 þætti og árið 1974 var framleiðslunni hætt. Það myndi ekki verða fyrr en árið 1976 að Gene Roddenberry snéri sér aftur að Star Trek eftir að aðdáðendur höfðu verið að biðja um fleiri þætti. Fór hann með hugmynd sína til Paramount Pictures sem höfðu á sínum tíma keypt Desilu og allt sem fylgdi því og var komið upp með hugmynd að gera aðra seríu með öllum leikunum úr fyrri seríunni, nefndist serían Phase II. En eftir að Star Wars var frumsýnd og slógu met árið 1977 ákvað Paramount að hætta við gerð seríunnar og að það skyldi vera búið til kvikmynd. Það var svo árið 1979 að fyrsta Star Trek myndin kem í kvikmyndahúsin vestra. Bar hún nafnið “Star Trek: The Motion Picture” og gekk henni nógu vel í bíóhúsunum að 5 myndir í viðbót voru gerðar um áhöfnina á geimskipinu Enterprise og kom síðasta myndin með þeim út árið 1991. En allt í allt hafa komið út 5 sjónvarpsseríur og er þær eftirfarandi:

Star Trek (1966-1969), The Next Gene­ration (1987-1994), Deep Space Nine (1993-1999), Voyager (1995-2001) & Enter­prise (2001-2005)

Samtals hafa komið út 10 kvikmyndir, eins og áður kom fram voru þær 6 talsins með þeim fyrstu og svo 4 með áhöfninni í þáttunum Star Trek: The Next Generation. Myndirnar eru eftirfarandi:

Star Trek: The Motion Picture (1979), The Wrath of Kahn (1982), The Search for Spock (1984), The Voyage Home (1986), The Final Frontier (1989), The Undiscovered Country (1991), Generations (1994) ,First Contact (1996), Insurrection (1998) & að lokum Nemesis (2002).

Gene Roddenberry lést 24. október 1991, úr hjartabilun, þá sjötugur að aldri. Árið 1992 var farið með ösku hans út í geim og sleppt þar og var hann þá einn af þeim fyrstu til að vera skotinn út í geim. Gene Roddenberry var einnig þekktur af aðdáðendunum sem Hin mikli fugl vertarbrautarinnar (e. The Great Birld of the Galaxy). Verið er að vinna að heimildarmynd um Gene Roddenberry og ævi hans og er það sonur hans Eugene yngri sem er að vinna að henni og nefnist hún Trek Nation.

Star Trek (2009)
Undirbúningur myndarinnar hófst árið 2005 þegar Paramount hafði samband við handristhöfundinn Robert Orci, sem hafði skrifað ásamt félaga sínum Alex Kurtzman kvikmyndina Mission: Impossible III, hvort hann hafði eitthverjar hugmyndir um hvernig ætti að koma seríunni aftur af stað eftir að síðasta myndin, Star Trek: Nemesis hafði mistekist að afla nægilegra tekna inn og að síðasta serían af Star Trek Enterprise hafði verið hætt framleiðslu vegna lágra áhorfstalna. Hann stakk upp á að gera mynd sem ætti að gerast á undan öllum myndunum, um hvernig James T. Kirk, ásamt Doktor McCoy hittu Spock og hvernig þeir enduðu á geimskipinu Enterprise og upphaf fimm ára ferðalags þeirra. Var tekið vel í þá hugmynd og var leikstjóri Mission: Impossible III, J.J. Abrams fenginn til að leikstýra myndinni.
Byrjað var að kvikmynda myndina þann 7. nóvember 2007 og átti hún að standa yfir í 85 daga og átti til dæmis á tímabili að vera tekin upp á Íslandi, en það var svo síðar hætt við það. Næst voru ráðnir leikarar í myndina og var sá fyrsti tilkynntur þann 26. Júlí 2007. Zachary Quinto, best þekktur fyrir hlutverk sitt í hinum sívinsælu Heroes þáttum, var ráðinn sem Spock. Leonard Nimoy, sá sem lék Spock í gömlu þáttunum og í myndunum lagði blessun sína yfir ráðningu hans og kemur Nimoy sjálfur fram í myndinni sem Spock, en hann hefur ekki leikið þá persónu síðan 1991. Þeir sem komu eftir á voru Zoe Seldana sem Uhura, Simon Pegg sem Montomery “Scotty” Scott, Karl Urban sem Doktor Leonard “Bones” McCoy, Anton Yelchin sem Pavel Chekov, John Cho sem Hikaru Sulu og sá síðasti sem var ráðinn var leikarinn Chris Pine, en hann mun leika aðalstjörnu myndarinnar James T. Kirk, sem William Shatner fór með og sem gerði hann að stjörnu.

Myndin verður frumsýnd þann 8. maí í Bandaríkjunum og eitthvað aðeins síðar á Íslandi.
“Space, the final frontier….”