Ég spyr þá sem horft hafa á t.d. First Contact, hvort að Borg gæti yfirtekið jörðina í dag.
Þegar maður horfir á First Contact og sér Enterprisið elta Borgana í gegnum tímamisfellu, þá sjá þeir að jörðin hefur verið Assimilate'uð. Gott og gilt, þeir koma með þá afsökun að þessi tímamisfella verndi Enterprisið og það sé ástæðan fyrir því að þeir séu ekki horfnir líka úr tímalínunni.
Ég vil meina það að það myndi ekki skipta neinu máli hvort að borgarnir hefðu lent á jörðinni, því við hefðum flengt þá og sent þá öfuga í gröfina. Afhverju?? Jú … glöggir menn muna eflaust eftir því hversu auðveldlega Picard náði að rústa nokkrum borgum á holodekkinu með vélbyssu.
hmmmmmm….
þetta segir okkur eiginlega það að Borgarnir ættu ekki að geta assimilate'að plánetu, þar sem fólkið ver sig með skotvopnum og ekki orkuvopnum.
þar af leiðandi hefðu Borgarnir aldrei getað hertekið jörðina, og þá hefðu Picard og félagar ekki mælt að jörðin væri stútfull af Borgum (not city ;) ) þegar þeir voru í tímamisfellunni.
Borgar geta ekki hertekið jörðina fyrr en eftir 300 ár :)
Q.E.D.
ADM Mundi