- Oppo Rancisis um Anakin Skywalker
Oppo Rancisis var Thisspiasian og var fæddur á Thisspias 206 árum fyrir stríðið á Yavin.
Rancisis var þektur fyrir að geta lært mjög sjaldgæfar tæknir svo sem Bardagahugleiðslu*, sem aðeins Yoda og Yarael Poof kunnu á þessum tíma, hann lærði líka tækni sem kallast Malacia. Hann var eini á þessum tíma sem kunni Malacia. En Malacia virkaði þannig að ef hann mundi nota hana á andstæðing mundi andstæðingurinn fá svima og ógleði.
Þegar Rancisis fæddist lét móðir hans Jedi-ana fá hann til þjálfunar. Móðir hans var “Blood Monarch” Thisspiansian-na, en “Blood Monarch” réðu yfir Thisspias-iunum.
Þegar Jedi-anir leyfðu Rancisis að ganga í Jedi regluna sagðist Yaddle ætla þjálfa hann. Yaddle var leyft það en Yaddle var ekki ein að þjalfa Rancisis því Yoda kendi honum margt.
Meðan Rancisis var í þjálfun lést móðir hans og systir hans tók við að vara “Blood Monarch” yfir Thisspias-onum.
186 árum fyrir stríðið á Yavin réðust hryðjuverkamenn inn á Thiaapias og myrtu systir hans Rancisis. Rancisis gat þó ekkert gert því hann var á Coruscant á þeim tíma þegar þetta átti sér stað. Rancisis mætti þó í jarðarför systur sinnar þar sem honum var boðið að vera “Blood Monarch” yfir Thisspias-onum,en því miður leyfði Jedi-reglan það ekki svo hann neitaði titlinum.
Seinna var Rancisis gerður af Jedi riddara og þá lærði hann tæknina Malacia.
Jedi Meistari
Ég er Jedi, ég get ekki hunsað þau.
-Rancisis um flótamenn.
Sem Jedi meistari lærði Rancisis Bardagahugleiðslu, hann kenndi líka Malacia í Jedi musterinu í tvær aldir.
89 árum fyrir stríðið á Yavin var Oppo Rancisis gefið sæti í Jedi ráðinu í óákveðin tíma.
Stuttu eftir eltir Rancisis ungan Jedi lærling að nafni Lorian Nod til íbúð Nod því Rancisis sá að honum leið ekki nógu vel. En þegar Rancisis kemur í íbúð Nod sér Rancisis að Nod er með öðrum jafnaldra sínum sem hét Dooku, en þeir voru báðir 13 ára þá. Rancisis fann þá fyrir ókyrrð í mættinum og byrjar að leita í íbúð Nod og fynnur upplýsingaaflara Sith-ana sem Jedi-anir áttu. Nod sagði að Dooku stal upplýsingaraflaranum, en Dooku harðneitaði því. Þannig að Rancisis sagði við þá “Hafið ekki áhyggjur af þessu núna. Jedi ráðið munn ráða örlögum ykkar”.
Rancisis sagði Jedi ráðinu frá þjófnaðinum, svo að Yoda og Rancisis gerðu plan þeir sóttu alla lærlingana og skiptu þeim í tíu hópa og settu Nod og Dooku ekki í sama hóp. Þessir hópar áttu að fara til Allra Plánetu markaðinn til að sækja Muja ávöxt og koma ávextinum til Jedi ráðsins fyrir sólasetur. Rancisis og Yoda gerðu Nod og Dooku hópstjóra yfir sínum hópum til að sjá hversu mikil spenna var á mill Nod og Dooku. Keppendunir máttu nota þjálfunar geislasverð, sem skaða ekkert, til að hjálpa sér. Eftir að Dooku gat einhvern veginn skaðað Nod með þjálfunargeislasverðinu sínu var Dooku yfirheyrður af Rancisis, Yoda og Jedi meistara að nafni Tor Difusal. Meðan yfirheyrslurnar stóðu yfir kom í ljós að Nod stal upplýsingaaflara Sith-ana og var þá Nod vísað úr Jedi reglunni fyrir að ljúga um að hafa stolið upplýsingaaflaranum og fyrir að kenna Dooku um að hafa stolið aflaranum. Seinna meir varð Nod sjórænigi.
Þegar Stark Hyperspace stríðið skall á, Þegar samnigaviðræður við Iaco Stark misheppnuðust og Tyvokka dó skipulagði Plo Koon plan til að fanga Iaco Stak. Koon fór yfir planið með góðum vini sínum honum Oppo Rancisis til að vera viss um að planið mundi ganga upp. Koon bað svo Rancisis um að styðja við menn sína með Bardagahugleiðslu. Þá sótti Rancisis Yarael Poof til að hjálpa sér, því Poof kunni bardagahugleiðslu líka.
Planið gekk upp og Stark var drepinn. Plo Koon fékk sæti á Jedi ráðinu og Oppo Rancisis fékk fast sæti á Jedi ráðinu.
33 árum fyrir stríðið á Yavin byrjar styrjöld sem kallaðist Yinchorri upprisann. Yinchorri-anir voru ekki þróaðir en þeir voru nýbúnir að fatta ljóshraðann og voru að gera árás á marga plánetur nálagt heimaplánetu Yinchorri-ina. Mace Windu sendi tvö Jedi-a til að fara í samnigaviðræður við Yinchorri-ana. Seinna fékk Valorum kanslari sendigu frá Yinchorri-onum, í sendingunni voru hausanir af þessum tveim Jedi-um.
Mace Windu fór þá með Micah Giett til heima plánetu Yinchorri-ana til að finna höfuðstöð Yinchorri-ana og eyða stöðinni.
Rancisis var eftir á Coruscant með helming Jedi-ráðsins. Yoda fann það á sér að liðið hans Windu var ekki bara í hættu. Þeir sem voru eftir á Coruscant voru líka í hættu. Þegar Yinchorri-anir réðust inn í Jedi musterið til að myrða alla í Jedi ráðinu voru Jedi-anir tilbúnir því að mátturinn hafði varað Jedi-ana við. Jedi-anir höfðu betur úr þessari innrás, en samt dóu þrír jedi-ar. Þeir Micah Giett, Theen Fida og Lilit Twoseas. Rancisis mætti í jarðarför þeirra allra.
Ki-Adi Mundi tók við sæti Micah Giett.
Innrásinn á Naboo
Óhlíðnaðist þú mér ekki í tíma og ótima þegar ég var að kenna þér, Rancisis meistari?
-Yoda við Oppo Rancisis
Eftir ár var Qui-Gon Jinn og lærlingur hans, Obi-Wan Kenobi, settir í verkefni. Jinn og Kenobi áttu að fara til Nute Gunray sem var í stjórn hjá “The Trade Federation” til að tala um flutnigabannið til plánetunar Naboo.
En Þegar Gunray fattaði að þeir sem komu til hans voru Jedi-ar þá let Gunray herinn sinn fá þá skipun að drepa þá. Jinn og Kenobi flúðu þá og smigluðu sér inn í eitt af skipunum sem átti að lenda á Naboo með innrásarher. Jinn og Kenobi björguðu þá drottnigunni á Naboo og þau enduðu á plánetu sem hét Tatooine í Tatoo sólkerfinu. Þar hitti Qui-Gon Jinn ungan strák sem hét Anakin Skywalker. Þegar Qui-Gon Jinn var að fara með Anakin í skipið þá var reðst Sith á Qui-Gon. Qui-Gon komst lifandi frá Sith-inum. Þá var haldið til Coruscant og Qui-Gon fór þá til Jedi ráðsins og sagði þeim frá Sith-onum og Anakin Skywalker. Því Qui-Gon vildi meina að Anakin væri sá útvaldi. Svo Jinn bað um að Anakin mundi vera þjálaður. Allir í Jedi ráðinu voru á mótti þesari tilögu hans Qui-Gons því drengurinn var of ungur.
En þegar Qui-Gon og Obi-Wan fara til Naboo til að endur taka plánetuna frá “The Tade Federation” verður Qui-Gon drepinn af Sith-inum Darth Maul. Obi-Wan lofar þá Qui-Gon að þjálfa Anakin. Obi-Wan fékk leyfi til að þjálfa Anakin.
Rancisis var alltaf á móti að Anakin fengi að vera þjálfaður því Rancisis hélt alltaf svo fast í gömlu reglunar hjá Jedi-onum því þannig var hann þjálfaður.
10 árum eftir þetta komu þær upplýsingar til Jedi-ana að Dooku greifi væri í stjórn hjá aðskilasinnana. Þegar Jedi-anir föttuðu að Jedi-riddaranir voru of fáir töku Jedi-anir til sinna ráða og gerðu marga lærlinga að riddurum það á meðal var Aayla Secura. En Anakin Skywalker þurfti að bíða. Oppo Rancisis fékk að seiga Obi-Wan að Anakin mundi ekki vera Jedi riddari strax.
22 árum fyrir stríðið á Yavin fór Rencisis fyrir hönd Jedi-ana til Trandosha í Kashyyyk sólkerfinu. Trandosha var heimapláneta Trandoshan-ana.
Trandoshan-anir voru að gera áras á plánetuna Kashyyyk sem var í sama sólkerfi og Trandosha.
Rencisis skipulagði fund með Yarua ,sem var váka þingmaður, og Hadocrassk sem var leiðtoki Trandoshan-na. Þegar fundurinn var búinn að standa í nokkra daga fór Hadocrassk á bakvið Rancisis og Yarua og bað “The Trade Federation” um hjálp til að fá sæti í þinginu hjá lýðveldinu. Þegar Yarua frétti þetta var hann svo reiður að hann fór út af fundinnum og stríðið héld áfram í Kashyyyk kerfinu. Ástandið skánaði aldrei.
einu mánuði seinna fengu Jedi ráðið skilaboð frá Obi-Wan Kenobi um að “The Trade Federation” hafði gengið í lið við aðskilnaðasinana og þeir voru á Geonosis og að Kamino væri að skapa klónaher handa lýðveldinu. Á meðan skilaboðonum stoð yfir var Obi-Wan handtekin af aðskilnaðasinnunum. Jedi-anir fóru þá til Geonosis til að bjarga Obi-Wan. Þegar Jedi-anir voru umkringdir kom Yoda með klónaherinn. Oppo Rancisis var þá yfir Geonosis í einu af skipunum að nota bardagahugleiðslu til að aðstoða her lýðveldisins í bardaganum fyrir neðan.
Klónastríðið
Eldurinn tók yfir einum af vini okkar, bróðir okkar, meistara okkar: Oppo Rancisis
-A'Sharad Hett
Rancisis var gerður af Jedi hershöfðingja í klónastríðinu og í öllum bardögum sem Rancisis leiddi notaði hann bardagahugleiðslu til að hjálp hersveit sinni.
Tveim mánuðum eftir bardagan á Geonosis fóru Aayla Secura og Quinlan Vos að njósna í stöð aðskilnaðarsinanna. Þar fréttu Secura og Vos að her aðskilnarðasinanna ætluðu að gera innrás á Kamino til að drepa klónahermennina sem voru en ekki fullvaxnir. Rancisis átti að setja upp plan fyrir þessa árás.
Rancisis vissi að her aðskilnarsinanna mundu halda að Kamino væri illa vernduð svo að Rancisis notaði sér það. Rancisis planaði líka að hafa flota fyrir utan Kamino sólkerfið til að koma klónaherinum til bjargar.
Rancisis stjórnaði ekki árásinni á Kamino sjálfur því Jedi ráðið vildi frekar að Obi-Wan Kenobi mundi leiða árásina. En Rancisis var í skipinu fyrir utan Kamino kerfið að nota bardagahugleiðslu til að hjálpa Kenobi og klónahersveit hans. Árásinn stóð ekki lengi yfir og lýðveldi sigraði þessa árás.
Þegar átti að gera Anakin að Jedi riddara var Rancisis mjög mikið á móti því. Þótt Yoda samþykkti að gera Anakin að Jedi riddara var Rancisis alltaf á mótti því.
Í bardaganum “Siege Of Saluecumi” mætti Rancisis örlögum sínum þegar hann var umkringtur að Morgukai klónaher, sem var skapaður af Sora Bulq. Rancisis fór þá í bardagahugleiðslu. Á meðan kemur leigumorðingi aftan að Ranisis og ætalr að drepa hann. Ranisis lætur ekki plata sig svona glatt og ver sig frá leigumorðingjanum. Þegar allir í Morgukai klónahernum voru fallnir birtist Sora Bulq, fyrverandi Jedi miestai, fyrir framan Rancisis. Svo Bulq og Rancisis fara að skilmast. Þetta endaði með því að Rancisis lét lífið.
Rancisis dó 19 árum fyrir stríðið á Yavin. Hann var 187 ára.
Sem mættu í jarðarförina Rancisis voru A'sharad Hett, Xiaan Asmeru, K'Kruhk, Quinlan Vos, Aayla Seura og Sian Jeisel.
* Bardagahugleiðsla (Battle Meditation) leyfir notanda til að fá meiri tíma til að hugsa og getur líka hjálpað samstarfsaðilum sem eru langt í burtu.
From The Desk Of Kangaroos