Meira um Star Trek X: Nemisis --- SPOILER ALERT Jæja, þá erum við búin að fá meira en bara nasaþefinn af myndinni. Í gær 17.12 gaf Paramount út upplýsingar sem innihalda hluta af söguþræðinum. Þetta eru stórar upplýsingar og stórir spillar fyrir þá sem ekki vilja vita hvað myndin gengur út á.

Þeir eru byrjaðir að skjóta myndina og hafa þeir ákveðið staðsetningu fyrir hana, sem er í Suður Californíu. Eins og við vitum þá er John Logan handritshöfundur, en leikstjóri er Stuart Baird. Stuart Baird hefur leikstýrt myndum á borð við Executive Decision og U.S. Marshals.


Á leiðinni að fagna brúðkaupi Will Riker og Counselor Troi, neyðist Captain Picard og Enterprise áhöfnin að víkja örlítið af leið til að sinna diplómatískri sendiför til plánetunnar Romulus. Rómúlarnir, gamalkunnir óvinir Sambandsins, sýna áhuga á að koma af stað samningaviðræðum sem gætu leitt til friðar á vetrarbrautinni okkar. En þegar þau koma loksins til Romulus þarf Enterprise áhöfnin að horfast í augu við ógn sem gæti leitt til tortímingar Jarðarinnar, og Picard mætir manni sem gæti verið hans mesti og versti óvinur allra tíma … og furðulega persónulegur fjandvinur.


Þetta var það sem Paramount er búið að gefa út. Nokkuð mikið bara.

Endilega kommentið á þetta, hvernig líst ykkur á þetta ?


Jugglerinn