Ég er bróðir Viktors, Andrés, og get ekki orða bundist yfir þessari vitleysu í þér Kári. Þú heldur því fram að Interprid class (eins og Voyager) séu vígbúnasta/tæknivæddasta skip federation, fyrir utan Sovereign.
Það kom skýrt og greinilega fram í fyrstu Voyager þáttunum að Voyger er með háþróað vörpunardrif, sem skemmir ekki subspace, og eins hefur það komið fram að Voyager er hannaður til að komast hratt og að geta haldið áfram að fara hratt lengi. Ekki til orrustu. Voyager er semsagt Long-Range Scout. Áhöfnin er hvað 150-250 manns, en á Galaxy class skipi var eitthvað um 400 manna áhöfn. Megnið af plássinu fer undir vélar og skanna.
Fyrir utan það að Voyager er orðinn 7 ára gamall án þess að fá almennilegar viðgerðir og endurbætur. Það er rétt að það komi fram að helstu orrustuskip Federation eru Sovereign-, Galaxy(búið að uppfæra þau)-, Steamrunner- og Akira classarnir.
Þannig að, in conclusion, Þá veistu slatta um Startrek Kári, en þú “veist” líka slatta sem er ekki rétt.