Það sem flesstir vita í sambandi við Starwars eru bíómyndirnar. Flesstar upplýsingar þeirra koma frá þessum miðlum sem eru því miður allt of fáir. Hinsvegar það sem margir aðrir hafa komist að er að Starwars heimurinn hefur þróast gífurlega út frá kvikmyndunum. Það sem ég er að tala um er The Expanded universe, eða það sem er betur þekkt sem Starwars bækur og myndasögur. Á meðan flesstir eru staðnaðir eftir orrustuna um Yavin eru sumir okkar komnir mun lengra.

Baráttan um Coruscant, Niðurlot The Empire, Árásir Grand Admiral Thrawn og Admiral Daala, Endurkoma Keisarans, The Sun crusher og önnur stríðstól frá tímum keisaraveldisins, Fæðing Solo Barnanna Anakin Jaicen og Jaina, Uppvöxtur barnanna og ný nýlegast eitt mest sorglega atrðið þessa stórkostlega heims, Dauði Chewbacca og innrás Yuuzhan Vong úr annari Galaxy (leiðinlegt að þíða yfir á íslensku).

Væri ekki fínt að gera smá pláss fyrir okkur hér á huga þar sem umræða um bækurnar og comics gætu notið sín, sér korkur fyrir okkur sem lesum =) Þetta myndi þá vonandi breiða aðeins út meiri þekkingu á Starwars heimnum en gengur og gerist.

Einnig mætti bæta við korki um tölvuleikina hingað því það er mikil uppsveifla í lucasarts núna með leikjum eins og Jedi Knight 2, Galactic Battlegrounds, Galaxies og margir fleiri =)

“Hokey religions and ancient weapons are no match for a good blaster at your side, kid”
————————-