Gaman að sjá annann Brúnjakka hérna á ferðinni. Tja, þú ert jú Brúnjakki annars, ekki satt?
Gaman líka að sjá eitthvað tileinkað Firefly/Serenity hérna en hefði verið skemmtilegra aðeins vandaðra ef ég á að segja satt.
Langar að benda á smá leiðréttingar hérna fyrir neðan núna, ásamt einhverjum auka upplýsingum, en no offence þrátt fyrir það.
ÆTLA AÐ VARA VIÐ AÐ HÉR ERU EFLAUST SPOILERAR!Firefly er framtíðar sérja um fólk í geymskipi 500 árum eftir að mankynið flutti af Jörðini í leit af nýum heimi,það er fundið nýtt sólarkerfi þar sem nokkrar plánetur eru íbúa hæfar en svo þróa menirnir tækni til að gera hina nokkra tugi plánetna og nokkur hundruða tungla íbúahæfa. Þetta er ekkert venjulegt geimskip og ekkert venjulegt fólk, nei ég held nú ekki. Þetta eru smyglara sem sem gera hvað sem er til að hafa bensín á tanknum og mat á borðinu, löglega eða ólöglega.
Þátturinn gerist árið 2517 A.D. (upplýsingar um A.D. má finnast
hér), eða það er að segja um það bil 500 árum inn í framtíðina. Serían er auðvitað vísindaskáldsaga en með blönduðum keim af vestra, hasari, drama og öllum pakkanum (að mínu mati allavega).
Þar sem að Jörðin var næstum full notuð (efnin, pláss og svo framvegis) var stefnan tekin út í geiminn þar sem að hunduði pláneta voru aðlagaðar mannkyninu og tóku margar á sig Jarðneska mynd fulla af tækninýjungum, á meðan aðrar voru eyðilegri (eyðilegri, eins og eyðimörk) og minna mest á vestra.
Geimskipið sjálft, Serenity, af gerðinni Firefly (tegundar-kóði
03-K64 (
03 táknar módel númer, á meðan
K stendur fyrir “kei” sem er Japanska yfir orðið “firefly”, og
64 stendur fyrir árið sem hún flaug fyrst, það er að segja 24
64), flutningarskip), er nokkuð venjulegt á þeirra tíma. Eldra skip, en ekkert óvenjulegt (aftur, á þeirra tíma).
Fólkið er frekar venjulegt líka þótt það sé allt frábrugðið hvoru öðru. Eins og í raunveruleikanum.
Þarna er uppgjafar hermaðurinn Malcolm Reynolds, uppgjafar herkvendið Zoë (eiginkona Wash), flugmaðurinn Wash (eiginmaður Zoë), vélvirkinn Kaylee (sem virðist þrá kynlíf), málaliðinn(?) Jayne Cobb (sem er frekar harður náungi, en á sína mjúku hliðar), presturinn Shepherd Book (sem á sér grugguga fortíð reyndar, eins og margir), vændiskonan Inara (það eru margar til, en ekki jafn fágara kannski), læknirinn Simon Tam (sem er bróðir River Tam) og að lokum undrabarnið River Tam (sem er systir Simon Tam, og er jú kannski sú óvenjulegasta, en alveg venjuleg þrátt fyrir ýmsa hluti).
En þetta fólk eru ekki bara smyglarar eins og þú nefnir, þótt að skipið sé mest notað til þess. En það er rétt að þau gera hvað sem er til þess að lifa af, eiga eldsneyti (þátturinn Out Of Gas virðist gefa til kynna að það sé notað gas á þessu skipi allavega sem eldsneyti) og svo auðvitað mat, ólöglega sem og löglega.
Ef einn hlutur bilar þá bilar allt geymskipið, það er búið til úr fullt af smápörtum og úr þeim kemur geymskipið firefly, skip sem endist og endist og varahlutir kosta lítið. Bara svona eins og Toyota.
Tja, það er svosem ekki hægt að alhæfa það að allt bili ef einn hlutur bilar. Segjum að þú eigir eitt stykki Toyotu Avensis þar sem að þú nefnir jú Toyotu þarna, þá virkar bíllinn alveg þótt að útvarpið sé bilað, eða rúðuþurkurnar.
En mikilvægir hlutir sem bila leiða að öðrum mikilvægum hlutum sem hætta að virka út af þeim ástæðum kannski, sem leiðir að því að geimskipið hættir að virka eflaust. Og aukahlutir þurfa ekkert að vera ódýrir þrátt fyrir að þeir koma frá Toyota. Sumir eru kannski sjaldgjæfir, og svo er mismunandi hvað hver spes aukahlutur kostar.
En vélvirkinn okkar hún Kaylee hefur verið dugleg að tengja frammhjá, laga og nýta alskyns hluti í verkin sín og fær þau til að endast eins og má heyra í einum eða fleirum þáttum.
Jæja allaveg þá tekur fólkið upp í nokkra farþega og þeir verða stór hluti af atburðarrásinn. flótti frá sambandinu eða svona veldinu eða svoleiðis yfirvöldum og ógeðslegum geimverum sem kallast revers.
Þetta byrjar nú þannig að Malcom Reynolds kaupir sér skip, einhverntíman eftir stríðið í dalnum Serenity. Og honum til hliðar er Zoë sem barðist með honum í áðurnefndu stríði.
Frá því var farið að gera skipið að heimili og leitað af vélvirkja og flugmanni. Sheperd Book, Simon Tam og River Tam voru upphaflega bara farþegar seinna meir, sem að urðu meir og minna meðlimir áhafnarinnar. Jayne Cobb hinsvegar var einn af þrem aðilum sem ætluðu að ræna Malcolm og Zoë en Malcolm náði að sannfæra Jayne til að koma yfir í áhöfnina til þeirra.
“Veldið” sjálft var á höttunum á eftir River Tam, en auðvitað á höttunum eftir smyglurum og því líku líka. Vissu í flestum tilfellum ekki að River Tam væri samt sem áður í skipinu Serenity og oft munað litlu að það kæmist upp. Og “geimverurnar” eins og þú kallar það, Reavers eða íslenskuþýtt eflaust Ráfæturnir voru ekki á höttunum eftir áhöfninni okkar þó svo að þau séu skotmörk. Heldur á eftir öllu mennsku fólki yfir höfuð, og það lifandi fólki.
Allvega þá var þessir þættir sýndir á sjónvarpstöðini Fox og getu hvað, það var hætt að sýna þá þarna bara. Já nú spyr fólk sig af hverju svona góðir þættir hættu bara sí svona.Nú ein ástæðan er því þættirnir voru ekki sýndir í réttri röð og þeir voru ekki sýndir á góðum tíma heldur.
Held að þetta var ekki sýnt á neinum leiðinlegum tíma svosem, og já, það er satt að þetta var ekki sýnt í réttri röð. FOX fundust einfaldlega fyrsti þátturinn (1&2 -Serenity, samsettur þáttur á lengd við bíómynd) ekki gott til að byrja seríu á, að það vantaði húmor og læti, svo að það leiddi til þáttarinns The Train Job.
Jú, það var hætt að sýna þá, en það var ekki bara það að það var ekki nægt áhorf sem að má kenna eflaust röðun þáttanna og sýningartíma þess, en það var líka það að þættirnir kostuðu mikið í framleiðslu. Og svo eru FOX líka þekktir fyrir að hætta með góða þætti, svo að ég nefni einn í viðbót burtséð frá Firefly, þátturinn Drive sem var með Nathan Fillion í aðal-aðal hlutverki (langar að taka það framm hér og nú að þetta er uppáhalds leikarinn minn og fyrirmynd í þeim bransa), en hætt var að sýna Drive eftir 4 þætti ef ég man rétt, 5 og 6 þáttur voru aðgengilegir í gegnum netið samt seinna.
Samt voru þetta vinsælir þættir en ekki nóg og vinsælir fyrir Fox en þeir voru nóg og vinsælir til að gera mynd eftir.Já Universal tók Firefly upp á herðar sér og gerðu í fyrsta sinn í sögu mannkynsins bíómynd eftir sjónvarpsþáttum sem voru hætt við að sýna.
Sú mynd heitir Serenity og er geðveik með öllu og var sýnd í bíóum hér á landi en gekk samt ekki eins vel og fólk átti von á. Nú í mánuðum kom út specal edicion af Serenity sem var uppseld á Amazon nær strax og í flestum búðum í Ameríku en hún hefur ekki verið gefin út í Evrópu. Með þessari specal útgáfu er verið að mæla áhuga fyrir annari sérju eða bíómynd af firefly sem gengur bara svona hélvíti vel og allt. Bara að vona það besta.
Daddaradda daaa, ég nenni ekki að taka
details um allt þetta, en ætla að taka stórann part af þessari tilvitnun.
Þetta voru án efa vinsælir þættir, og eru það enn. Þetta er orðið að “cult hit” víðsvegar um heiminn og sárt saknað af nýjum sem og gömlum Brúnjökkum. Myndin Serenity var ekkert nema góð líka og ekkert slæm til að loka þáttunum.
En með myndinni vill ég ekki segja að Sheperd Book og Wash séu dauðir, því ég vill meina að myndin Serenity sé “spin-off” framhald af þáttunum. Sem að hún er reyndar, ef ég man rétt hvað Joss Whedon sagði? Og til að bæta við þetta, þá var Serenity fyrsta Sci-Fi myndin til að fara á HD disk ef ég man rétt, sem er ekkert nema æði.
Serenity 2-Disc/Collector's Edition er komin hér og þar í Evrópu, en þá erum við að tala um eins og til dæmis þar sem ég keypti hana í Nexus. En þeir pöntuðu hana fyrir mig af Amazon og ég er ekkert nema hæst ánægður með að eignast hana.
Hefði meira að segja þegar ég hugsa út í það núna, að hafa keypt hana til að gefa einhverjum í jólagjöf.
Er ekki viss með sannleiksgildið í því að þessi útgáfa sé til þess að mæla áhuga fyrir annari seríu, en það er aldrei að vita. En þessi útgáfa er líka eins og stendur fyrir áhuga/safn fólk myndarinnar, og ef henni gengur vel í sölu gæti alveg eitthvað gerst. Opnað einhvejar dyr, kveikt á einhverju ljósi, verið neistinn sem kveikir eldinn. Og eins og þú segir, auðvitað vonar maður það besta.
Ætla ekki að taka meira fyrir núna allavega, en vona að ég hafi aðeins hjálpað til hérna. Og vona að ég hafi ekki eyðilagt fyrir neinum þættina þar að auki, og langar mig að biðjast afsökunar á því ef svo er.
Hlakka til að skrifa meira um þættina og myndina þegar ég hef tíma. Gæti verið að maður reyni að koma uppi íslenskum gagnagrunn fyrir þá á endanum.
Staðreyndir og upplýsingar koma frá:
* Mér
* Þáttunum og myndinni
* www.fireflywiki.orgCan't stop the signal!