Já nema hvað, þeir hafa þetta ennþá í sér, tvíeykið B&B.
Í gær leit ég á Cold Front, og get ég fullyrt að þetta er það besta að mínu mati, sem að b&b geta boðið upp á um þessar mundir.
Þátturinn var auðvitað ekkert fullkominn, en hann var áhugaverður með nógu mörgum plott-sveiflum til þess að halda manni við efnið.
Efnið er vitaskuld orðið alveg helþreytt, tímaferðalög eru jafnvel farin að þreyta hörðustu trekkara, en það var meira en nóg spunnið í þáttinn sjálfan til þess að leiðindin létu ekki sjá sig.
Ég ætla ekki að fara náið út í efnið sjálft, en fyrir utan örfáa klúðurslega hluti, þá stóð Robert Duncan Mcneill [held að hann heiti það örugglega þarna Tom Paris leikarinn] sig með prýði í leikstjórninni á þessum þætti, sem opnar upp möguleika fyrir athyglisverða plott þróun.
Það versta sem getur komið fyrir núna er að ekkert verði minnst einu orði á suliban og allt þetta temp.cold war dæmi fyrr en eftir 3-8. En ef þeir gera ekki þau mistök og halda áhorfendum við efnið í staðinn fyrir að vera með leiðinlega uppfyllingarþætti sem eru eins og rerun af voyager, þá gæti orðið gott úr þessari seríu.
Því miður er það oft þannig að kynntar eru persónur og plott til sögunnar, en svo gleymist það þangað til að 10-20 þáttum síðar þegar að haldið er áfram með plottið eins og að ekkert sé…. t.d. x-files pössuðu sig alltaf á því að halda undirtóninum úr aðalplottinu við líði í þáttum sem komu því þó lítið við.. hver man ekki eftir þáttum þar sem að smoking man kom fyrir í 4-7 sekúndur eða þáttum þar sem að sígarettan var inni hjá skinner..
Þessi mistök voru mjög augljós í andorian incedent og breaking the ice þegar að alvarlegt atvik virðist vera gleymt í næsta þætti, og svo náttúrulega tugi dæma um þetta í voyager.
En almennt séð vel heppnaður þáttur og meira af svona takk