Þó svo að flamer hafi kannski ekki alveg verið maðurinn til þess að koma með þessar athugasemdir, að því er virðist, eiga þær samt sem áður rétt á sér. Það hefur því miður undanfarið verið mjög mikið af neikvæðum og leiðinlegum greinum settar inn á síðuna, og er það okkar allra að bæta úr því. Við, þau okkar sem eru trekkarar, getum lítið gert til þess að anti-trekkarar komi inn á síðuna og posti leiðinlegar, neikvæðar greinar. Það sem við getum gert er að láta vera að svara þeim, og á sama tíma haldið uppi okkar siðferðislegu stöðlum með því að falla ekki í sömu grifju, hvort sem er á Star Trek-síðunni eða nokkuri annari (og hér er ég EKKI að beina máli mínu til NEINS sérstaks aðila!).
Ég skora persónulega á alla þá sem þetta lesa að fara eftir þessu, og ég LOFA að við munum sjá breytingu á þeim greinum sem upp koma!
Takk fyrir.
Xiberius.
xiberius hefur mikið til síns máls þarna, en það hefur hver sinn rétt til að posta hverju sem hann vill inná þessa síðu. Allir hafa tjáningafrelsi, en þetta er bara spurning um þroska og smá common sense. En það er bara eitt lítið smáatriði sem stendur í vegi fyrir okkur: “Common sense is not all that common”.
Þannig að við skulum bara leiða þetta hjá okkur og vona að þeir sem heimsækja þessa síðu sýni smá þroska, ef ekki, þá verður bara að hafa það. Við getum ekki breytt fólki, við getum bent þeim á mistökin en manneskjan sjálf verður að breyta því. Ég heyrði eitt sinn gott orðatiltæki sem er eitthvað á þennann veg: “I can only show you the door, you are the one who has to walk through it”
(MATRIX)
Live long and prosper !!!
Reyni
0