Star Wars: Knights of the Old Republic Star Wars: Knights of the Old Republic er RPG í anda Baldur’s Gate leikjanna (og er þar að auki gerður af sama fyrirtæki), nema nú hafa þeir skipt um heima, úr fortíðasýn sinni með göldrum og drekum yfir í þann undurfagra heim sem George Lucas skapaði í Star Wars myndunum víðfrægu. Ég hef ákveðið að safna saman öllum þeim upplýsingum sem ég hef fundið fyrir leikinn til þess að miðla þeim til sem flestra.

Leikurinn gerist 4000 árum áður en myndirnar gerast, þegar Jedar og Sithar voru í hörðu stríði við hvorn annan. BioWare var fljótt að átta sig á að þetta var mjög tæknilega þróað tímabil, þar sem að geimferðir hafa verið til í yfir 25.000 ár.
Maður á án efa eftir að sjá margar kunnuglegar verur í leiknum, ef marka má lýsingu fólks á honum. Margir nýjir staðir eiga eftir að vera kynntir til leiks í leiknum, og þeirra á meðal er Teris, sem líkja má við niðurnýdda útgáfu af Coruscant. Á einum stað í leiknum fáum við að sjá Jeda reyna að verjast innrás stormtroopera og bardagadróna inn í borgina. Var þetta víst mjög stórfengleg sjón að sjá, og hlakkar mér að minnsta kosti til að koma skítugum krumlum mínum yfir leikinn.

Leikspilunin í Star Wars: Knights of the Old Republic á eftir að minna margan manninn á Baldur’s Gate leikina víðfrægu. Hún er byggð á d20 kerfinu sem að er ekki ófrægt meðal margra hugleikjaspilara. Svipað og í Dungeons & Dragons þá er alignment system þar, og er þá miðað við hina myrku hlið og góðu hlið Máttarins. Segjum svo að spilandinn geri einhvern slæman hlut. Því oftar sem að spilandinn gerir slæma hluti því nær myrku hliðinni fer hann
Það verða 3 race í honum og 8 classar, en hvað það verður hefur ekki enn verið tilkynnt. Þó getum við nánast bókað að hann innihaldi humans. Maður skapar sér eina persónu í byrjun leiksins, en eftir því sem þú ferð lengra inn í hann því fleiri persónur geturðu valið þér inn í “party”-ið þitt, og þegar mest er um geturðu stjórnað 6 persónum. Þessir “NPC”-ar (non-playing characters) geta verið allt frá vákum yfir í bardagadrón (verður gaman að fá vák í partyið sitt og kalla hann Chewie þótt hann heiti allt öðru nafni:).
Bardagakerfið svipar víst mjög til Baldur’s Gate leikjanna, það er í real-time og getur maður stöðvað leikinn í miðjum bardaga til þess að undirbúa næstu aðgerðir persónanna. “Force powers,” þ.e. að nota Máttinn til þess að fleygja fólki til og frá (ef svo mætti orða það), verður stór partur af spiluninni. Á þetta víst að bæta á taktíska spilun leiksins. Leikurinn verður, að því er virðist, heldur “aggressive.”
Auk þess verður bætt inn í það sem að hefur verið mjög vinsælt í RPG leikjum á console leikjatölvum; mini-leikir. BioWare er að framleiða litla mini-leiki, ekki ósvipað því sem að var í Final Fantasy VII. Það verður gaman að sjá hvernig þetta tekst til hjá þeim.
Ekki hefur þó mikið annað verið kynnt í sambandi við leikinn.

Grafíkin. Fólk sem að sá það demó af Knights of the Old Republic sagði að áður en það fór inn í salinn þar sem það var sýnt hélt það að ekkert gæti slegið út það sem Star Wars Galaxies hafði upp á að bjóða hvað varðaði grafík. Leikurinn nýtir sér fulla getu GeForce 3, og lýsingar á grafíkinni sem ég hef lesið eru hreint út sagt stórkostlegar. Umhverfið í leikjunum er víst alveg rosalega flott, andlit geta grett sig og fett og hendur persónanna hafa hver sinn fingur. Það má því búast við að leikurinn geti orðið dálítið þungur á tölvunni ykkar. Leikurinn er spilaður út frá 3. persónu, og verður án efa gaman að sjá útkomuna hjá þessum ókrýndu meisturum RPG leikja.