Mér langaði til að skrifa grein um minn uppáhalds Female Jedi. Vona að greinin verði hvatning fyrir alla að skrifa minnsta kosti eina grein úr hinum stóra Star Wars heim.

Luminara sem var frá plánetunni Mirial varð Jedi Master tíu árum áður en að klónastríðin hófust. Á meðan að klónastríðin voru og eftir að Jedi slátrunin á Genosis sem Luminara lifði af var skortur á Jedi meisturum, þá hafði Anakin Skywalker verið kosinn í Jedi ráðið, ef Anakin hefði ekki verið kosinn þá hefði Luminara verið kosinn í ráðið í hans stað. Lærisveinn hennar Barris Offee fylgdi henni og voru þau talinn mjög samstíga þegar þau börðust og voru skylmingar hæfileikar þeirra umtalaðir.


Luminara var sögð vera jafn öflugur jedi og hinn fallni Jedi Meistari Count Dooku sem var einn öflugasti Jedi fyrr og síðar. Af sjö formum geislasverða taldi Luminara geislasverðs form 3 (soresu) vera það öflugasta af þeim öllum, hún trúði því að ef Jedi næði að fullkomna sér tækni 3 yrði hann ósigrandi. Hæfileikar Luminuru voru miklir með geislasverði en hún var einnig svo teygjanleg að ef hún næði ekki að blokka geislasverðshögg með græna geislasverðinu sínu þá gæti hún alveg fært sig frá högginu á ógnarhraða og komist þannig frá flest öllum árásum.


Áður en klónastríðin byrjuðu unnu Obi-Wan, Anakin, Luminara og lærisveinn hennar Barris Offee saman við það að tryggja að plánetan Ansion yrði áfram í Lýðveldinu og myndi þá ekki verða Aðskilnaðarsinnar.


Á meðan að klónastríðunu stóð fór Luminara með lærling sinn (Barris Offee) í hellir þar sem hægt er að finna kristala (þessir kristalar eru notuð við smíðar á geislasverðum, orku kristalar og litakristalar). Barris smíðaði geislasverðið sitt og stuttu seinna skynjuðu þaug nálægð vélmenna aðskilnaðarsinna að nálgast Jedi musteri á plánetunni. Luminara og Barris tókst næstum að sigra helminginn af þessum hundruðum vélmenna með sprengjum sem var búið að planta en þessar sprengjur eyðilögðu næstum musterið og var grjótið byrjað að hrynja á þær en þeim tókst að forðast það með því að nota máttinn. Stuttu seinna kom Yoda og bjargaði þeim.


Í lok klónastríðsins var skipun 66 gefin af myrkra herranum Darth Sidious/Palpatine, stuttu seinna eftir skipuninna þá snúðust klónahermennirnir á móti Luminara og Quinlan Vos en Vos var með Luminara á Kashyyyk. Luminara var drepin af klónunum en Quinlan náði að sleppa og fela sig í djúpum skógum Kashyyyk.