Síðan 1997 hefur hágæða Sci-fi þáttaröðin birst áhorfendum bæði á showtime rásinni og svo Sci-fi rásinni. Í 9 ár hefur stargate SG-1 verið svo til á toppnum í sci-fi sjónvarpsheiminum og unnið til fjölda verðlauna og þá helst sem besta sci-fi þáttaröðin. En núna er komið annað hljóð í Sci-fi rásina þar sem áhorfstölur fyrstu 6 þáttana í 10 syrpu hafa verið með eindæmum dræmar, og hefur rásin að þeim sökum ekki ákveðið að kaupa meira af Stargate SG-1 þáttunum og verður því 10 syrpa síðasta syrpan af SG-1 á þeirri rás.
Hvað framtíðin ber sér svo í skauti með stargate nafnið þá hefur Atlantis fengið endurnýjun og mun verða áfram 1 ár til viðbótar.
Brad Cooper einn aðal framleiðandi stargate þáttana sagði þetta um þessi “tímamót” í sögu þáttana.
“As far as the future I can't comment yet because nothing has been confirmed,” Cooper said. “What we want to emphasize is that the franchise is not dying. SG-1 will go on in some way. We're just not ready to announce how.”
Og biður hann aðdáendur þáttana ekki að taka reiði sína út á Sci-fi rásinni og ekki horfa á Atlantis þættina þar sem framtíð stargate seríanna í heild sinni liggi við því að fólk horfi á Atlantis. Umræður hafa verið upp á síðkastið að jafnvel þriðja stargate serían komi upp, einnig eru einhverjir aðdáendur búnir að koma því fram að það væri hugsanlegt að önnur rás gæti tekið við SG-1 eftir að 10 syrpu lýkur.
Persónulega finnst mér þetta hræðileg mistök hjá Sci-fi rásinni að gera þetta við SG-1 þar sem 10 syrpa hefur í raun verið að lagast hægt en örugglega og þáttur nr 200 var með frábærar áhorfendatölur plús það að vera æðislega asnalegur þáttur en alveg frábær skemmtun í þokkabót.
Nú vona ég bara að höfundarnir geti notað þessa 10 þætti sem sýndir verða í mars á næsta ári til að klára Orii söguna eða gera klárt fyrir kvikmynd í fullri lengd.
Svo ofan í allt þetta þá er Dean Devlin í viðræðum við MGM (eiganda stargate) að gera 2 framhöld af stargate myndinni sjálfri sem kom út 1995 með Kurt Russel og James Spader í aðalhlutverkum og vera aftur með þá í hlutverkum sínum sem Jack O'neill og Daniel Jackson og þar með virða þar með engu það sem þættirnir hafa komið með síðastliðin 10 ár.
Vona ég að Dean Devlin nái ekki sýnu fram heldur verði þetta þróað sem kvikmyndir tengdar þáttunum með Richard Dean Anderson og Micheal Shanks sem Jack O'neill og Daniel Jackson.
Ég hef verið aðdáandi Stargate þáttanna núna í 3 ár og hef ég hlegið ,“grátið og fundið til með þessum karakterum sem koma fram í þessum þattum, og finnst mér þetta einhverjir bestu þættir sem gerðir hafa verið. Einungis Buffy / Angel þættirnir fannst mér vera jafn vel framleiddir og stargate hefur verið. Hver einasti þáttur var eins og lítil kvikmynd, þar sem var hægt að sjá uppáhalds sjónvarps ”vini“ sína þróast og mótast á þessum 10 árum sem liðið hafa síðan ”children of the gods" kom út. Einnig hefur stargate myndin sjálf alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér. Og vona ég því innilega að MGM og framleiðendurnir nái að snúa þessu sér í hag og finna sér aðra rás til að sýna áframhaldið af Stargate SG-1. Því það er mikið líf eftir í þessum þáttum.
Stargate SG-1 1997 - 2007 / 215 þættir (14 þættir ósýndir í dag)
Viðtalsbúturinn við Brad Cooper var fenginn af www.gateworld.net (your complete guide to stargate…)