Þið ráðið því hvort þið lesið þessa grein eða ekki - Hvet ykkur samt til þess;)
Mon Mothma
Mon Mothma var aðalstjórnandi Bandalagsins til að endurvekja Lýðveldið sem var betur þekkt sem Uppreisnin. Hún var þingmaður á lokadögum Lýðveldsins og var ein af þeim fyrstu sem byrjuðu að fatta hvað Palpatine Kanslari væri að sýsla, á meðan Klónastríðinu stóð yfir. Þegar að Palpatine byrjaði að nota kerfi sem að virkaði þannig að svæðisstjórar allra svæða á Vetrarbrautinni myndu gefa honum skýrslu í stað þess að gefa hana til Þingsins, uppgvötaði Mothma að Þingið væri fljótlega að missa seinustu völdin sem það hafði á allri Vetrarbrautinni.
Hún vann náið með Bail Organa frá Aldeeran í að koma Þingmönnum sem höfðu svipaðar hugmyndir og þau og voru jöfn hneyksluð á stöðu mála. Upprunalega komu saman þessir Þingmenn: Chi Eekway, Terr Taneel, Padmé Amidala, Fang Zar og Giddean Danu, en það voru samt bara hún og Organa sem stofnuðu Uppreisnina.
Mothma fæddist í pólítíska fjölskyldu. Faðir hennar var hershöfðingi í Lýðveldinu, og móðir hennar var ríkisstjóri á heimaplánetu þeirra Chandrila. Þegar hún varð nógu gömul, þá varð hún Þingmaður á Þingi Lýðveldisins og var hún yngsti þingmaður sem uppi hafði verið á þeim tíma. Á meðan Palpatine hélt hljóðlega áfram að hrifsa völdin frá Þinginu, stofnaði Mothma litlar andspyrnuhreyfingar víðsvegar um Vetrarbrautina til þess að verða tilbúnar til þess að berjast gegn Veldinu. Hver andspyrnuhreyfing hafði ekki hugmynd um aðrar slíkar hreyfingar á Vetrarbrautinni. En þegar Lýðveldið féll fór Mothma huldu höfði og klastraði öllum andspyrnuhreyfingunum saman í hina einu sönnu Uppreisn.
Næstu árin í lífi Mothma fóru í að flýja frá Veldinu. Sem flóttamaður, hafði hún samband við marga aðra andspyrnuflokka um Vetrarbrautina og fékk hún þá til þess að berjast fyrir Bandalagið. Hið sanna upphaf Uppreisninnar byrjaði þegar Kórellíu Sáttmálinn hafði verið undirritaður, en þá undirrituðu þrír stórar andspyrnuhreyfingar undir um að berjast fyrir Bandalagið og undir stjórn Mothma og Ráð hennar. Gagnrýnisraddir heyrðust - dæmi um þær var að fyrrverandi þingmaður Kórellíu Garm Bel Iblis, benti oft á það að Mothma væri með alræðisvöld í Bandalaginu - rétt eins og Palpatine í Veldinu. Mothma gekk þá frá stefnu þar sem að Bandalagið myndi kjósa um leiðtoga á tveggja ára fresti. Mothma stjórnaði
Uppreisninni öll árin í Borgarastyrjöldinni - þar sem að enginn bauðst til að fara í framboð gegn henni. Nú þegar Bandalagið hafði myndast, skrifaði Mothma “Yfirlýsinguna um Uppreisn.” Þessi Yfirlýsing sem var persónulega stíluð á Palpatine, merkti Keisarann sem stríðsglæpamann.
Yfirlýsingin átti að reyna að bæta ímynd Uppreisnarmanna á Vetrarbrautinni og þess var virkilega þörf á, þar sem að Veldið hefði lýst því yfir að Uppreisnarmenn væru ekkert nema Hryðjuverkamenn og kaldrifjaðir morðingjar. Þökk sé Yfirlýsingunni komu margar plánetur til Bandalagsins og byrjuðu að berjast fyrir málstaði þess.
Mon Mothma var nú efst á lista Veldisins yfir eftirlýsta.
Eftir sigur Bandalagsins á Endor, þurfti Mothma nú að breyta Uppreisninni í Nýja Lýðveldið. Hún skipulagði Þing Vetrarbrautarinnar og varð Forseti í stjórn Lýðveldisins. Þegar Mothma reyndi að koma friði á við leifar Veldisins og var á fundi með sendiherranum Furgan frá Carida, var henni gefið eitur. Eftir fundinn byrjaði Mothma hægt og rólega að deyja. Bráðaliðar Nýja Lýðveldisins gerðu allt fyrir hana sem þeir gátu, en ekkert virkaði. Þar sem hún lá á dánarbeðinu, skrifaði hún undir uppsögn sína sem Forseti Stjórnarinnar og veitti Leiu Organa Solo stöðuna í sinn stað.
Að lokum komst upp um eitrið og Jedi frá Mon Calamari gat að lokum hreinsað eitrið burt úr líkama hennar og náði Mothma sér að fullu. Þar sem hún vissi að Leia gæti vel stjórnað Lýðveldinu, ákvað Mothma að hætta í pólítík.
Hún dó að lokum friðsamlega í svefni, mörgum árum eftir að friðarsáttmáli hafði verið undirritaður á milli Nýja Lýðveldisins og því sem að var eftir af Veldinu.
Takk fyrir.