Plo Koon Hérna kemur grein um Jedann Plo Koon. Ég man þegar ég sá hann fyrst. Mér fannst hann virkilega skrýtinn og ljótur í framan:)

Hér kemur greinin:


Á lokadögum Lýðveldisins, var Jedareglunni stjórnað af Jedaráði sem í voru Jedameistarar og hittist ráðið í háum turni í Jedahofinu á Coruscant. Í ráðinu voru tólf Jedar sem sátu í hring og ræddu um hin ýmsu mál sem komu upp um Vetrarbrautina víða. Einn af þessum Jedum var Jedameistarinn
Plo Koon, geimvera sem kom frá plánetunni Dorin og var af tegundinni Kel Dor en andlit hans var falið á bakvið grímu. Hann þurfti þessa grímu vegna þess að hann þurfti að anda að sér antioxi eins og var á plánetu hans, og sá gríman hans honum fyrir því, og því gat hann ekki verið á stöðum sem voru fullir af súrefni nema með grímunni.


Mátturinn var sterkur í fjölskyldu Plo Koons, og var hann einn af Jedunum í stórri röð Jeda í fjölskyldu sinni. Hann átti langa sögu með Jedameistaranum Qui-Gon Jinn, og börðust þeir tveir oft við hlið hvors annars í orrustu. Koon vonaði að sjá vin sinn í Jedaráðinu, en viðhorf Jinns héldu honum frá því að hreppa stöðuna. Viðhorf Koons voru oft í svörtu og hvítu, þar sem tegund hans var Kel Dor, og einnig fannst honum greinilegur munur á réttu og röngu. Vegna þessa tók Plo oft ákvarðanir byggðar á þessu. Þessi viðhorf þjónuðu honum vel þegar að Stark Hyperspace Wars stóð yfir, en þá tók hann upp fána Lýðveldisins eftir að mikill Jedameistari var drepinn. Koon náði að koma vonlausum hermönnunum til sigurs, en ég ætla ekki að segja meira um það.


Plo Koon var viðstaddur þegar að Qui-Gon Jinn kom með Anakin Skywalker og sagði að hann trúði því að hann væri hinn Útvaldi. Koon þjónaði Jedaráðinu einnig áratug síðar þegar Jedarnir stóðu frammi fyrir erfiðustu þrautinni til þessa - Klónastríðinu. Hann barðist í fyrstu orrustu stríðsins á Geonosis gegn vélmennaher Aðskilnaðarsinna og á móti Geonosisbúum sjálfum.
Koon starfaði vel sem hershöfðingi í stríðinu og barðist á mörgum vígvöllum á Vetrarbrautinni.


Á meðan bardagarnir á ytri mörkum Vetrarbrautarinnar stóðu yfir, var Plo Koon á Cato Neimodia sem hafði verið hertekin, að fljúga scoutingflug yfir brúarborgunum þegar Palpatine skipaði Klónahermönnunum að framfylgja Order 66. Klónaflugmennirnir sem höfðu flogið við hlið Koons, skutu hann niður þar sem geimflaug Plo Koon rakst í borgina fyrir neðan.