Star Trek: Upprifjun á gömlum tímum Fékk um daginn skemmtilega spurningu
Bíddu hver í Fjandanum er þetta :S:S:S:S:S:
Sagt um mynd sem ég sendi af Captain Kirk. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ég fæ einhverja svona spurningu, bara um daginn fékk ég að heyra
hvað er startrek
Áður en ég held áfram vill ég taka fram að þetta er alls ekki á neinn hátt meint sem einhver árás á þá tvo sem spurðu þessara spurninga. Gaman að fá spurningar, ef fólk veit ekki á það bara að spyrja og maður er glaður að svara þeim og upplýsa það.

En til að halda áfram.

Star Trek byrjaði svo eftirminnilega árið 1966 þegar Star Trek: The Original Series (héðan í frá vitnað sem TOS) byrjaði göngu sína í sjónvarpi. Voru þar frægastir Captain Kirk sem leikinn var af William Shatner, sami maður og leikur Denny Crane í Boston Legal og svo Spock sem leikinn var af Leonard Nimoy. Þeir tveir eru án efa frægustu Star Trek persónur frá upphafi. Allir vissu hver þeir væru.. hefði maður haldið. En nú hefur Star Trek ekki lengi verið sýnt í íslensku sjónvarpi. Ekki svo almennilegt sé. Enterprise var jú á Rúv en aldrei sýndu þeir fjórðu seríuna, allaveganna ekki svo ég viti til.

Sannir Star Trek aðdáendur segja að eina raunverulega serían sé The Original Series. Þá er ég að tala um fólkið sem maður sér í sjónvarpinu klætt upp eins og Captain Kirk talandi um the prime directive. Fólk sem lætur aðra hlægja að Star Trek og hefur kveikt í þeim miklu fordómum sem ríkja á Sci-Fi.

Þessir aðdáendur liggu við snéru bakinu við Star Trek þegar Enterprise hóf göngu sína en það var flokkað sem eitthvað Hollywood rusl með pólitískum áróðri ætlað til að láta fólk líkja Starfleet við Bandaríkin og baráttuna við hryðjuverk. Ég er á því að sanni andi Star Trek var ekki í Enterprise en þættirnir voru góð skemmtun samt sem áður.

Þegar TOS hafði lokið göngu sinni árið 1969 tóku við animated þættir sem gekk í tvær seríur með upprunalegu áhöfninni fyrir utan einn leikara. Sú sería gekk frá 73-74. Eftir það átti að byrja Star Trek: Phase II en það átti að byrja 78 en byrjaði þó aldrei og Star Trek serían fór í pásu þangað til árið 1987 þegar The Next Generation byrjaði þar sem Captain Picard stjórnaði nýju og mun fullkomnara Enterprise. Þeir þættir gengu alveg til 1994 og voru sýndir á Sýn ef ég man rétt. Margir vitna í TNG sem gullöldina í Star Trek. Enda eru það að mínu persónulegu mati besta Star Trek serían sem nokkurn tíma hefur verið gerð.

Deep Space Nine byrjaði árið 1993 og gekk alveg til 1999 en þeir þættir gefa lítið sem ekkert eftir TNG og finnst mér alveg fantagóðir. Fyrsta serían þar sem þættirnir snúast ekki um áhöfn geimskips sem heitir Enterprise. Þessir þættir gerðust í geimstöð og snérust aðallega um baráttuna um Bajor og svo stríð Federation við the Dominion. Þættirnir enduðu eftir að Dominion voru reknir aftur til síns heima og útúr Federation space.

Árið 1995 byrjaði svo Voyager sem gekk alveg til 2001 en þá byrjaði Star Trek að dala. Ágætir þættir en þessi gífurlega spenna sem hafði verið í hinum seríunum hafði dalað að miklu leyti. Þarna snérist allt um eitt skip og þeirra för aftur til jarðarinnar. Þarna var kominn kvenkyns skipstjóri sem átti að sýna að búið var að leysa alla kynjabaráttu í þessari fullkomnu framtíð þegar mannkynið hefur leyst úr öllum sínum deilumálum og hafa komist yfir hluti eins og græðgi.

Árið 2001 byrjaði Enterprise þar sem Hollywood tók við og gekk það alveg til 2005 eða þegar hætt var við þættina. Upprunalega áttu þeir að ganga í sjö seríur en gengu þó aðeins í fjórar þar sem þeir fengu ekki nægt áhorf.
Þarna litu margir á að Star Trek hafði liðið undir lok, engir þættir tóku við og mikil óvissa tók við. Hvort eitthvað nýtt myndi koma.
Enn þann dag í dag hafa ekki einu sinni byrjað sögusagnir um nýja þætti en búið er að staðfesta nýja bíómynd sem á að koma út árið 2008. Það verður þá ellefta myndin og spurning hvernig hún verður miðað við hve lélega dóma Nemesis fékk.

Jæja, held að þetta sé gott, farinn að horfa á Star Trek VI: The Undiscovered Country sem er ein af bíómyndunum.

Mikið af þessari grein er skrifað eftir minni eigin vitneskju um Star Trek þó ég studdist við Wikipedia. Vill endilega hvetja fólk að kíkja á linkinn hér fyrir neðan og lesa meira um Star Trek og koma sér inní þennan æðislega heim.


http://en.wikipedia.org/wiki/Star_trek