Núna um helgina (24. og 25. júní) verður haldin alþjóðleg ráðstefna á Íslandi um trúleysi. Þar mun koma fram fjöldinn allur af erlendum og innlendum fyrirlesurum, og þar á meðal Brannon Braga, sem mun fjalla um trúleysið eins og það birtist í Star Trek þáttunum og hugmyndaheiminum.

Sjá tilkynningu um ráðstefnuna aðeins neðar.

Brannon Braga verður svo gestur Nexus búðarinnar á föstudagskvöldið 23. fös kl 21 (frestun frá deginum áður vegna mikillar seinkunar á flugi Braga). Þar mun hann svara spurningum aðdáenda Star Trek þáttanna.

—————–

Ráðstefna um trúleysi á Íslandi: Síðasti séns

Um helgina (24. og 25. júní) verður haldin ákaflega vegleg trúleysisráðstefna á Kaffi Reykjavík. Það er óvíst hvort aftur gefist tækifæri til að hlusta á jafn marga og góða fyrirlesara ræða um trúleysi á Íslandi. Skráning hefur gengið vel en það eru þó laus sæti og er ráðstefnan öllum opin (skráning nauðsynleg). Þetta er líka fyrirtaks tækifæri til að hitta trúleysingja víðs vegar að.

Erlendir ræðumenn:

Richard Dawkins: The God Delusion (einn þekktasti vísindamaður heims ræðir um ranghugmyndina Guð)
Dan Barker: Losing Faith in Faith (predikarinn sem missti trúnna)
Julia Sweeney: Letting go of God (Sweeney er ein af höfundum Desperate Houswives)
Margaret Downey: Celebrating Life the Secular Way (um borgaralegar athafnir)
Brannon Braga: Star Trek as Atheist Mythology (Braga hefur skrifað marga Star Trek þætti og myndir)
Annie Laurie Gaylor: No Gods - No Masters: Women vs. Orthodoxy (konur og trúarbrögð)
Hemant Mehta: The eBay Atheist: How a Small Idea became a Front Page Sensation (sett sál sína á sölu á eBay)
Mynga Futrell og Paul Geisert: Seizing the Elusive Positives (að beina sjónum samfélagsins að öllu því jákvæða sem trúleysingjar gera)
Bobbie Kirkheart og August Berkshire: Why We are Here (Af hverju að halda svona ráðstefnu á Íslandi, en Bobbie og August eru formenn Atheist Alliance International samtakanna)

Við gleymum ekki Íslendingunum (sem tala þó á ensku):

Sigurður Hólm Gunnarsson: Staða trúleysis og trúfrelsis á Íslandi
Stefán Pálsson: Blekking og þekking (bók Níelsar Dungal)
Steindór J. Erlingsson: Áhrif trúar og vísinda í grunnskólakennslu

Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, mun opna ráðstefnuna.

Það er ennþá tækifæri, ekki missa af þessu. Nánari upplýsingar má finna hér:
Dagskrá ráðstefnunnar (íslensk útgáfa) - http://www.samt.is/archive/AAI_Conference_icelandic.pdf
Vefsíða ráðstefnunnar (skráning og upplýsingar) - http://www.samt.is/conference
Resting Mind concerts