Af hverju er það að í Star Trek er starfheitinn Cheif Tactical officer og Cheif Security officer er alltaf í höndum sama mannsins(TNG, VOY, DS9-stundum). Í fljótu bragði virðast þessi starfsheiti eiga vel saman þar sem þau snú bæði að vörnum við ógnir. En þegar þú ert Tactical officer þá sérð þú um ógnir sem stafa að Skipinu öllu þ.a.s. þegar óvinveitt skip gerir árás á skipið. En Security officerinn sér um öryggi um borð, rannsaka lögbrot, að fólk sé ekki að gera eitthvað sem það má ekki, að áhöfninn sé í stakk búinn að taka á móti “vondum körlum” að allar öryggisreglur séu virtar. Ég veit að þetta er allveg örugglega gert til þess að þeir(production fólkið hjá Paramount) þurfa ekki að hafa of marga leikara með of smávægileg hlutverk(vera t.d. bara öryggisvörðurinn sem sér um öryggismál eða bara Tactical officerinn sem sér bara um “Tactical” stjórnstöðina á brúni). Þetta var þó ekki svona í DS9, þar var Odo BARA öryggisvarðstjórinn(eða svona oftast) en þá vorum við líka um borð í geimstöð sem var kannski ekki að lenda í miklum geimbardögum. En svo fengum við Defiant og Worf og nú var Worf ekki öryggisvarðstjórinn líkt og hann var á Enterprisinum(by the way hvað var starfheitið hans í DS9). Mér fannst allveganna svolítið skrýtið að yfiröryggisvörður á DS9 væri að fara í mission á Defiant sem Tactical gaur og skilja stöðina eftir í höndum undirmann hans. Það er líka merkilegt að yfiröryggisverðir hafi allveg jafn góða þekkingu á vopna og varnarbeitingum stjörnuskipa(starships) og þeir hafa á öryggisgæslu. Það væri einsog yfirvarðstjórar/yfirlögregluþjónar í dag höfðu jafn mikla menntun í notkun skriðdreka eða að skjóta flugskeytum og fallbyssum úr/af herskipum og í lögggæslu og öryggisvörslu. Það er einsog Starfleet Academy kennir öryggisvörslu/lögggæslu samhliða því að kenna á vopna og hertaktíkir(herkænsku) stjörnuskipa(sem er ekkert kids stuff), það inniheldur allt um notkun Torpedoa(tundurskeyti), skipa-phasera(massív geisla vopn) shields og allt um shield modulation(eða hvað það nú heitir) o.s.f. Þetta er svo sérhæfð starfsvið að mér finnst ekki trúlegt að um borð á stórum skipum 150-1000 manna skipum sé það einn og sami einstaklingurinn sem er yfirmaður yfir báðum deildum. Mér fyndist það svolítið einsog yfirlæknirinn á svoleiðis skipi væri líka yfir Sicence(vísinda) yfirmaðurinn einsog t.d.(Spock og Dax voru).
“Ladies, cent is here. Resistance is futile” ;)