Ný Battlestar Galactica sería(ekki BSG season 3)
SCi-Fi sjónvarpstöðin hefur tilkynnt að þeir ætli hugsanlega að búa til nýja sjónvarpseríu sem á sér stað í hinum ímyndaða heimi Battlestar Galactica. Þættirnir munu heita Caprica og munu gerast um hálfri öld áður en Battlestar Galactica þættirnir sem nú er verið að sýna gerast.
Í þáttunum mun vera fylgt eftir tveimur fjölskyldum á höfuð plánetu nýlendanna tólf(the 12 colonies) á því tímabili sem Cylonarnir urðu fyrst til. SCI-FI sjónvarpstöðin hefur lýst þáttunum sem fyrstu “vísindaskáldskaps fjölskyldu sögunni”.
En virðist hugmyndin bara vera á teikniborðinu og það er ekki búið að gefa út neinar yfirlýsingar varðandi hvenær framleiðsla myndi hefjast.
Ronald D. Moore, David Eick og rithöfundurinn Remi Aubuchon (hefur skrifað eitthvað af 24 þættina) myndu að öllum líkindum verða mennirnir sem munu stýra þessu verkefni.
———————————–
Mér lýst persónulega alls ekki á það að Ron Moore og David Eick séu að fara að dreifa athygli sinni frá BSG í eitthvað “premature” spin-off. Leyfum þeim að gefa BSG sýna óskipta og fulla athygli þangað til að sú sería klárast. Sem hún mun vonandi gera einhvertíma hvort sem það verður eftir 5, 6 eða 7 “season”. Ég vona að þetta verði ekki eitthvað sagan endalausa dæmi einosg t.d. Stargate sem bara heldur áfram og áfram og áfram einsog einhver duracell rafhlaða. Allar góðar sögur eiga eitt sameiginlegt, þær hafa upphaf og ENDI!
Ekki það að ég sé eitthvað alfarið á móti nýrri BSG seríu. Ég vill bara að menn klári að gera það sem þeir eru aðgera fyrst almennilega áður en það sé verið að fara að byrja á einhverru nýju.
cent ;)
Heimildir;
http://www.scifi.com/scifiwire/index.php?category=0&id=35773
http://gateworld.net/galactica/news/2006/04/scifiannouncesigalacticais.shtml