Brannon Braga og félagi hans, Rick Berman, ætla sér að “finna upp Star Trek” á ný. Þ.e. þeir ætla að gjörbreyta öllu í nýjustu seriunni af Star Trek (Enterprise) samkvæmt frétt hjá félögum okkar hjá TrekToday.com: http://www.trektoday.com/news/200801_02.shtml

Brannon Braga segir að það sé hluti af honum sem segir að Paramount eigi að reka sig fyrir þetta, eða á enskunni:
"There's part of me that thinks Paramount should fire and replace me, but I think Rick [Berman] and I are the perfect guys to deconstruct and reconceive Star Trek, because we know exactly what the problems and frustrations have been all these years."

Nú er bara spurning hvort verið sé að eyðileggja Star Trek eða verið að betrumbæta þættina. Sjálfur finnst mér eldri Trek þættir (TOS, TNG) betri en þeir nýju (Voyager, DS9) þó svo að nýju þættirnir geti alveg verið ágætir.