Star Trek The Original Series. Hér ætla ég að skrifa um The Original series aðeins til þess að lyfta þessu áhugamáli aftur upp í þær hæðir sem það var í þegar ég kom á þetta áhugamál first.

Það fyrsta sem manni langar að skrifa um er náttúrlega fyrsta serían af Star Trek.
The Original Series komu fyrst fram í bandarísku sjónvarpi þann 8 september 1966 en hafði samt verið sýndir einhverjum dögum seinna í Kanada.
Gene Roddenberry var höfundur þáttanna en hafði hann fengið hugmyndina af þáttunum u.þ.b. 6 árum fyrr.
Segja þættirnir frá ævintýrum Kirk kapteins sem fer fyrir fríðum hóp af föruneyt.i

"To boldy go where no man has gone before”.

Þetta fríða föruneyti samanstendur af bæði körlum og konum. Með aðalhlutverk fara William Shatner sem Kaptein James T. Kirk, Leonard Nimoy sem vúlkaninn Spock og Deforest Kelley sem Leonard Maccoy.
Að auki voru leikarar eins og James Doohan sem lék skotann Scotty en reyndar er James írsk/kanadískur.
George Takei lék Hikaru Sulu Nichelle Nichols sem Uhura, Majel Barret sem Christine Chapel og síðast en ekki síst Walther Koenig sem kom aðeins seinna sem Chekov.

Fyrsti þátturinn var upphaflega 5 þátturinn sem var framleiddur en Gene Roddenberry hafði upphaflega ætlað sér að setja þáttinn The Cage sem pilot. NBC henti þættinum aftur í hausinn á honum og hann varð að finna sér annan pilot. Úr varð ”The Man Trap” sem var fyrsti þátturinn.
Síðar varð annar þáttur til sem var nefndur ”Where no man has gone before” og var hann þriðji þátturinn sem var sýndur í sjónvarpi. Það varð svolítil breyting með hann en í honum voru alveg nýjir leikarar, einu upphaflegu leikararnir voru Spock og Kirk.
Tók Gene sig til og setti þáttinn ”The Cage” þannig upp að úr varð tvöfaldur þáttur sem fékk nafnið ”The Menagerie”.

Síðasti þátturinn úr The Original Series var sýndur þann 3 júní 1969 og voru þá komnar 3 seríur og 79 þættir af Star Trek.




Heimildir voru fengnar á síðunum
www.wikipedia.org
www.startrek.com
og í kollinum á mé
“Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir”