Hmmm … smá ábending til Xavier. Það er mjög ólíklegt að þú hafir séð nýrri DS9 seríu en þá sem sýnd er núna í sjónvarpinu, þar sem aðeins eru nokkrir þættir eftir. Hinsvegar ef við lítum á Voyager, þá minnir mig að RÚV hafi verið búið að sýna 1. til 4. season. Þannig að þar eru þeir 2 seasonum á eftir. Annars þykir mér RÚV standa sig ágætlega í þessu, og ekki þætti mér ólíklegt en að þeir myndu næst taka sig til og sýna 52 þætti með Voyager. Þetta þýðir að eftir rúmt ár, þá erum við bara einu season á eftir USA .. sem má teljast alveg ágætt. En staðan í dag er þannig að við erum rúmu ári á eftir í DS9 og tveimur árum eftir í Voyager. … Síðan eru sumir að væla yfir því að einn og einn þáttur frestast vegna t.d. íþróttaatburða. Star Trek hefur verið sýnt á RÚV á sunnudögum á ágætis tíma. Hins vegar vill svo “skemmtilega” til að þessi tími skarast stundum á við beinar útsendingar, sem eru oftast um helgar. En við erum ekki þeir einu sem lenda í þessum beinu útsendingum, heldur lenda börnin með sína barnatíma hvað verst út úr þessu. … Ég vil persónulega vera með Star Trek á sunnudögum, og láta fresta einum og einum þætti, frekar en að vera með Star Trek á virkum dögum þar sem því yrði aldrei frestað. Star Trek gefur leiðinlegum sunnudögum smá lit!! Kveðja, Ingimundu