Mace Windu Ég hef ekki sent inn grein núna ansi lengi, og þar sem jólaprófin eru loksins á enda ákvað ég að senda eina inn svona rétt fyrir jólin. Þessi grein er um Jedi Meistarann Mace Windu (71 BBY - 19 BBY).

Mace Windu var Jedi, og einn síðasti Meistarinn í Jedi Ráðinu, fyrir Jedi slátrunina miklu. Hann býr yfir gífulegri þekkingu á sögu Jedianna og speki þeirra.
Hann var diplómatískur í anda, og var helsti tengiliður Ráðsins við Palpatine Kanslara, þrátt fyrir að Klónastríðin hafi þvingað hann til að efast það sem hann trúði á.
Windu var mjög virtur, sem og orð hans og álit, og var talinn jafn hæfur Jedi og Meistari Yoda. Viska hans og kraftur voru söguleg, og efuðust hann fáir.
Ásamt því að vera talin vitur og kraftmikill, var hann sagður vera besti skylmingarmaður Jedi Reglunnar, ásamt Yoda. Hann bjó til sjöunda geislasverðs-bardagastílinn, Vaapad, sem innihélt áhrif Myrku Hliðarinnar. Aðeins Windu, fyrrverandi lærlingur hans Depa Billaba, og hinn sögulegi skylmingakennari Sora Bulq höfðu fullkomnað kunnáttu sína á þessum bardagastíl, en Billaba og Bulq féllu báðir til Myrku Hliðarinnar.
Sagt er að þeir einu sem gátu sigrað Windu með geislasverði voru Yoda og Count Dooku. Hinsvegar er talið að hann hafi oft verið sigraður sem unglingur, af vinum sínum sem bjuggu yfir meiri reynslu, svo sem Ki-Adi-Mundir, Qui-Gon Jinn og Plo Koon. Windu taldi að Obi-Wan Kenobi væri meistari Soresu geislasverðsbardagastílnum.

Það er til saga af Windu, áður en hann varð Jedi Meistari, sem hljómar svo : Mace var einn á ferð sinni þegar á hann réðust 14 Gank morðingjar, sem umkringud hann með byssur á lofti. Ekki einu sinni Jedi Meistari getur varist svo mörgum geislaskotum í einu, en Windu snéri sér hægt í hring, horfði í augu allra árásarmanna sinna og lét hönd sína við hlið geislasverðsins sem hann var með á belti sínu og sagði einfaldega “Það er ykkar ákvörðun”. Gank stríðsmennirnir létu einn í einu vopn sín síga og löbbuðu í burtu.

Mace Windu var fæddur á plánetunni Haruun Kal. Foreldrar hans létu lífið þegar hann var aðeins 6 mánaða gamall, og var hann þá færður í hendur Jedi Reglunnar. Hann var samþykktur meðlimur Jedi Ráðsins aðeins 28 ára gamall, og var þá yngsi Jedi til að hafa verið í Ráðinu (En Anakin Skywalker braut það með þegar hann var grunsamlega skipaður í Ráðið, 23 ára gamall). Hann kenndi mörgum Jedium, en þeir sem ber að nefna eru Echuu Shen-Jon (Sem lifði Jedi Slátrunina af), og Depa Billaba, sem var einnig meðlimur Jedi Ráðsins.
Árið 32 BBY stóðu Obi-Wan Kenobi og Qui-Gon Jinn fyrir framan Jedi Ráðið með Anakin Skywalker, ungan þræl frá Tatooine. Þeir sögðu strákinn vera “Þann Valda”, sem Jedi spáin hafi sagt myndi koma jafnvægi á Máttinn, með því að tortíma Sithunum. Windu, ásamt Yoda, hafði miklar efasemdir um strákinn, þar sem hann fann fyrir myrku skýi í kringum framtíð drengsins, og bannaði Kenobi og Jinn að kenna honum. Windu og Yoda skipta hinsvegar um skoðun þegar Jinn er drepinn af Sith Riddaranum Darth Maul á Naboo, og Kenobi segist ætla að kenna stráknum með leyfi Ráðsins eða án þess.

Á árunum tíu á milli The Phantom Menace og Attack of the Clones, bjó Windu til sérstakt gyllt geislasverð sem innihélt fágætan, fjólubláan kristal.

Á dögunum sem leiddu upp að Baráttunni á Geonosis, uppgötvar Windu sér til mikillar mæðu, að fyrrverandi vinur hans og kennari Count Dooku hafði svikið Jedi Reglunar og rænt Obi-Wan Kenobi, hinum nú fullorðna Anakin Skywalker, og Padmé Amidala, sem var fyrrverandi drottning Naboo. Hann leiðir 200 Jedia til plánetunnar Geonosis þar sem Count Dooku hafði skipulagt aftöku fanga sinna. Windu reynir að komast að Dooku, en lífvörður Dookus, Jango Fett, verndar hann. Í bardagnum sem fylgdi, afhausar Windu Fett, sem hafði myrt þónokkra Jedia.
Snemma Klónastríðinu, heldur Windu til heimaplánetu sinnar til að stöðva fyrrverandi lærling sinn Depa Billaba. Þar verður hann vitni að hinum hræðilegu afleiðingum stríðsins, og er þvingaður til að berjast við hinn hættulega Kar Vastor. Þrátt fyrir að Windu lifir af, er hann ofsóttur af ferð sinni í langan tíma.

Á fyrri mánuðum stríðsins, biður hópur Jedia, leiddur af Sora Bulq, Windu um að ræða við sig á plánetunni Ruul. Meðlimum hópsins halda því fram að það að Jediarnir séu notaðir sem hermenn í stríðinu sé beint brot á Jedi Kóðanum. Áður en sátt kemst á í málinu, eru bæði uppreisnar Jediarnir og Windu sviknir af Bulq, sem hafði gengið í lið með Dooku. Windu berst við bæði Bulq og Assajj Ventress á Ruul, en handsamar hvorugt þeirra. UppreisnarJediarnir snúa aftur til Jedi Reglunnar.
Windu spilaði lykilhlutverk í klónastríðinu, þar sem hann sigraði margar baráttur.
Rétt fyrir atburði Revenge of the Sith, berst Windu við General Grievous á Coruscant, þegar Grievous og menn hans handsama Palpatine Kanslara. Rétt áður en mannræningjarnir sleppa, kremur Windu brjóstkassa Grievousar, sem veldur því að hann þjáist af asthma-kenndum hósta það sem hann á eftir lifað.
Undir lok Klónastríðsins, byrja Jediarnir að rannsaka Sith Meistarann Darth Sidious, og komast að því að að Sithinn vinni með Palpatine Kanslara.
Seinna heimtar Palpatine að Anakin Skywalker sé tekinn inn í Jedi Ráðið sem fulltrúi sinn. Mace fær Ráðið til að skipa Anakin að njósna um kanslarann, og er það einnig helst samkvæmt honum að Anakin sé neitaður titillinn Jedi Meistari, sem reiðir Skywalker mikið og gerir hann opnari gagnvart fullyrðingum Palpatines um Jediana.
Palpatine notfærir sér einnig ótta Anakins um konu sína, Padmé, og bendir á það að að nota Myrku Hliðina sé eina leiðin til að bjarga henni frá dauða.

Þegar Skywalker snýr aftur til Jedi Ráðsins og segir þeim að Palpatine og Sidious séu einn og hinn sami, ákveður Mace strax að handtaka kanslarann. Ásamt Meisturunum Kit Fisto, Saesee Tiin og Agen Kolar, ryðst Windu inn á skrifstofu kanslarans. Palpatine gefst alls ekki upp á vald þeirra.
Sidious kveikir á rauðu geislasverði sínu og ræðst á Jedianna. Hann drepur Tiin, Kolar, og með meiri erfiði, Fisto.
Sidious þvingar Windu til að verja sig, en gerir hinsvegar mistök sem gera Windu kleift að afvopna hann með sparki í kjálkann. Var þetta mistök hjá Sidious eða gert viljandi? Sama hvort, eru endalokin hin sömu. Einmitt þegar Windu sýnist vera sigurvegarinn, kemur Anakin hlaupandi inn á skrifstofuna. Þegar hann sér hinn ógnandi Windu standa yfir buguðum Palpatine, heimtar hann að Windu drepi hann ekki. Palpatine notfærir sér rifrildið og byrjar að skjóta gífurlega kröftugri eldingu á Windu, sem hann rétt nær að verja sig gegn. Eldingin skýst til baka á Palpatine, og eyðileggur andlit hans.
Windu gerir sér loks grein fyrir því að Sidious sé of hættulegur til að halda lifandi, en áður en hann getur drepið hann, heggur Anakin af honum eina höndina. Sidious notfærir sér þetta og hefur enn og aftur að skjóta eldingu á Windu, sem verður til þess að Windu er skotið út um glugga, og langt niður götur Coruscants.


Skemmtilegar staðreyndir:

Aðdáendur hafa rökrætt dauða Windus. Sumir halda því fram að Windu hafi einfaldlega sigrað Palpatine, og hefði Skywalker ekki komið væri Palpatine dauður. Aðrir halda því fram að Palpatine hafi vitað að Skywalker hafi verið á leiðinni og leyft Windu að afvopna sig, til að sanna það enn fremur fyrir Anakin að Jediarnir væru að svíkja Lýðveldið. Á umfjöllunum á www.starwars.com fyrir báðar persónurnar, Windu og Palpatine, er því haldið fram að Windu hafi sigrað einvígið.
Margir halda því fram að Windu hafi lifað af, og muni koma aftur í væntanlegum Star Wars sjónvarpsþætti sem gerist á milli Revenge of the Sith og A New Hope, en George Lucas hefur lýst því yfir að Windu hafi alltaf átt að deyja í Episode 3.
Þrátt fyrir getgátur um annað, kom í ljós í viðtali við Samuel L. Jackson að eina ástæðan fyrir því að geislasverð Windus sé fjólublátt, sé að Jackson vildi að karakter sinn yrði auðþekkjanlegri í Episode 2, í Baráttunni á Geonosis.
When life hands you a lemon, squirt it in somebody's eye and run like hell.