Þá er aðeins farið að koma í ljós hverjir munu vera á bakvið myndavélina við gerð nýju Star Trek myndarinnar sem hefur fengið hinn “kúl” titil Star Trek X.
John Logan, sem skrifaði Gladiator [sem á víst að vera þrusu mynd] mun skrifa “screenplay” fyrir nýju myndina.
Flestir taka þessu sem annað orð yfir handrit, en í raun er þetta meira niðurnjörvað en handrit, inniheldur lýsingu á tökum, umhverfi og aðstæðum.
Það sem hann hefur látið út úr sér varðandi myndina er jákvætt, því að hann mun reyna að þróa persónurnar meira en hefur verið gert í seinustu 3 TNG myndum, þar sem aðaláherslan hefur legið á Picard og Data.
Einnig skrifaði hann Time Machine, The (2001) [ásamt öðrum]
sem er endurgerð af gömlu time machine snilldar sci-fi ræmunni…. held ég
Leikstjórinn er hugsanlega örlítið vafasamari. Hann heitir Stuart Baird, og leikstjóraferill hans inniheldur myndir eins og :
Executive Decision (1996)
US Marshals (1998)
og einnig
Tomb Raider (2001) (pródúser)
Nú er bara að sjá hvort að það sé hægt að nota þessa hollývúd stráka til þess að sprauta blóði í trek myndirnar eftir faulið Star Trek Insurrection