ÞAð er komið á hreint hver muni leikstýra Star Trek X(Nemesis/óvininum) Tíundu Star Trek myndi sem gerð hefur verið(og geri aðrir betur). Hann mun vera Stuart Baird, gaur sem hefur verið í bransanum í yfir 30 ár og verið tilnefndur til óskarsverðlauna tvisvar fyrir að leikstýra mynd. Árið 1979 fyrir “Superman” og árið 1989 fyrir “Gorilaz in the Mist”. Þetta er maður sem hefur leikstýrt myndum einsog “US Marshals” með Tommy Lee Jones og “Executive Desision” með Steven Seagal og Kurt Russel. ÞEssi maður hefur einnig komið nálægt myndum einsog
“Maverick”, “Tomb Raider”, “Demolition man” og “Leathal Weapon”. ÞEtta virðist vera svona hasarmynda gaur en það vill einmitt svo til að Star Trek myndin á að vera meiri hasarmynd en þær fyrri. ÞAð var búið að koma fram áður að LeVar Burton(LaForge) og Jonathan Frakes(Riker) höfðu sýnt starfinu áhuga en LeVar hefur einmitt leikstýrt nokkrum Star Trek þáttum og það hefur Frakes líka auk þess að Frakes leikstýrði einmitt klassa myndunum Star Trek:Insurestion og Star Trek:First Contact. Ég tek mér það bessa leyfi að segja(og held að flestir séu sammála mér) að First Contact sé Besta Star Trek mynd sem gerð hefur verið og þó Insurestion hafi ekki verið jafn góð var hún allaveganna betri en margar aðrar. Mér finnst persónulega Frakes hafa staðið sig mjög mjög vel með First Contact og Insurestion þó Insurestion hafi bara ekki verið jafn góð saga og First Contact fannst mér hún allaveganna koma vel út. Þá er spurnig hvort maður ætti að hætta við eitthvað þó það gegnur vel, einsog mér finnst hafa gengið með leikstýringar Frakes. ÉG var allaveganna mjög sáttur við seinnustu tvær Trek myndirnar og ég held að þeir hjá paramount hafi verið það líka(skil þá allaveganna ekki ef þeir voru það ekki) þá er spurning af hverju fá þeir nýjan gaur þegar Frakes hefur staðið sig svona vel og lýst sig tilbúinn til að gera það aftur? Eru þeir kannski að reyna að gera þetta að bestu myndinni og þar með höfða til stærri markhóps eða bara útaf því að þetta er 10 myndin?
Ætli maður verði samt ekki að gefa þessum Stuart Baird gaur tækifæri og síðan ef myndin kemur illa út blóta honum í sand og ösku en ef hún kemur vel út lofsama hann og tilbiðja.
“Kill one, its a tradegy. Kill one million and its a statistic”(Stalin/C&C Red Alert)