Hinar stöðvarnar hafa alltaf gefist upp eða fært slíka þætti yfir á versta tíma.
Ég vil hvetja alla aðdánednur SciFi að senda Skjá1 þakkarbréf. Það þarf ekki innihalda nein formlegheit, einungis smá þakklætisvott fyrir að taka þessa þætti til sýningar strax eftir hinni mögnuðu þáttaraðar Battlestar Galactica. Í raun er eini hængurinn á þessu að það eru komnar 9 seríur af Sg-1, það þyrfti helst að sýna 2 þætti í einu til að koma smá skriði á þetta og fara yfir í góða stuffið. En fyrsta sería af SG-1 er talin sú lakasta(er það líka tvímælalaust að mínu viti, í raun bara 2 góðir þættir þar fyrir utan pilotin)
Fyrir þá sem ekki vita, þá er þetta byggt á myndinni Stargate sem kom út árið 1994, gerist nokkrum árum eftir þá atburði. Ákveðið hefur verið að kanna alheiminn með Stargate´s sem er net hliða sem staðsett eru á þúsunda pláneta. Sumar plánetur eru hersetnar af “guðum” og aðrar ekki. Aðalmarkmið stjórnavalda með þessi verkefni er að verða sér úti um nýjar tækninýjungar, helst á sviði hernaðar. Líka er verið að kanna ólíka menningarheima. Eru þessi þættir oft á tíðum mjög spennandi. Góður húmor er í þeim og fer Colonel Jack O´Neill þar fremstur í flokki ásamt geimverunni Teal´c. Aðrar aðalpersónur er fornleifafræðingurinn Daniel Jackson og Captain Samatha Carter sem er hálfgert tæknigúru. Daniel og Sam eru bæði ofur nördar á sínum sviðum og oft gaman að fylgjast með þeirra nördaskap. Stjórnandi verkefnis er síðan General George Hammondm hann minnir mann oft á ráðagóðan afa eða þá Hómer Simpson, allavega er Hómer og Hammond báðir sköllótiir og alltaf í bláum buxum og í hvítri stutterma skyrtum. Dr. Fraiser er síðan reglulegur gestur, en hún er læknir hópsins. Verkefnið er stýrt af Ameríska Flughernum til að byrja með en síðar verður þetta alþjóðlegt verkefni.
Meira mun ég ekki segja um þættina nema þessi knapa persónulýsing á aðalpersónum.
Minni ykkur aftur á að senda skjá1 þakkarbréf, hygg að það sé best senda email á info@skjarinn.is
Með kveðju og von um góða skemmtum
Atari
:: how jedi are you? ::