Ventress var Myrkur Jedi sem starfaði fyrir Count Dooku. Hún notaðist við tvö geislasverð, sem Dooku gaf henni, sem voru sérstaklega hönnuð til að geta verið sameinuð í tvöfalt geislasverð. Hún kom frá villimanna-plánetunni Rattatak. Asajj varð miskunnarlaus og kaldrifjuð eftir að hafa þolað mikil erfiði sem byrjaði þegar foreldrar hennar voru myrtir af Osika Kirske á meðan hún var ung.
Stuttu eftir það tók Jedi Riddarinn Ky Narec hana undir verndarvæng sinn og gerði hana að lærlingi sínum. Þau urðu fljótt vinsæl á meðal almúgsins.
Narce var myrtur af Kirske áður en Ventress gat lokið við Jedi þjálfun sinni og orðið Jedi Riddari. Það var útaf þessu sem hún var þjálfuð jafn vel og aðrir Jedi-ar, en gat ekki stjórnað reiði sinni og hatri sem stigmagnaðist gagnvart Jedi Ráðinu fyrir að yfirgefa meistara hennar og hunsa stríðið á Rattatak.
Ventress var brátt orðin eina yfirvaldið á plánetu sinni, og tók marga glæpamenn af lífi. Hún átti geislasverð Narecs sem minjagrip.
Þegar Klónastríði hófst, hitti Ventress Count Dooku, sem hafði komið til Rattatak til að fá plánetuna til liðs við sig. Dooku var hrifinn af hæfileikum Ventressar, og fékk hana til liðs við sig með því að höfða til haturs hennar á Jedi-unum. Eftir að hafa sigrað hana í bardaga, gaf Dooku henni geislaverðin tvö og vald yfir her sínum.
Asajj handsamaði Obi-Wan Kenobi og flutti hann til Rattatak þar sem hún ætlaði sér að buga hann og færa Count Dooku hann. Hinsvegar slapp Kenobi með hjálp ARC Klón-hermanninum Alpha, og stal geislasverði Ky Narecs af Ventress, sem gerði för hennar persónulega.
Seinna skoraði hún á Kenobi og Jedi Meistarann Kit Fisto í bardaga. Hún afvopnaði Fisto, en var sigruð af Kenobi eftir langt envígi. Hún kastaði frá sér reyksprengju sem gaf henni tækifærið til að sleppa. Hún gerði það, og flúði til Count Dookus.
Eftir langan og erfiðann bardaga við Anakin Skywalker (Þar sem hún lét hann meðal annars fá örið sem hann hefur fyrir ofan augað í Revenge of the Sith), féll hún ofan í gil og lét nærrum því lífið. Hún var sent til plánetu þar sem hún var látin í Bacta búr til að læknast og var henni gefnar margar ígræðslur, sem gerðu hana sterkari og enn reiðari.
Obi-Wan Kenobi var seinna handsamaður af Count Dooku og látinn standa fyrir framan Bacta búrið þar sem Ventress lá í dái. Hún skynjaði veru Kenobis, vaknaði úr dáinu og réðst á hann vopnuð engu nema hatri.
Hún barðist gegn Kenobi og Skywalker, en var yfirgefin af Dooku, sem skipaði lífvörðum General Grievousar að taka hana af lífi þegar hún elti flaug hans.
Hún gjörsamlega brjálaðist og reyndi að drepa Kenobi þegar hann reyndi að hjálpa henni, en var lífshættulega særð eftir að Anakin stakk hana í bakið með geislasverði sínu.
Kenobi lét hana í geimskutlu á leiðinni til Coruscant. Þar sem hún lá deyjandi í skutluni , sagði hún Kenobi hvar aðal-bækistöðvar Dookus voru og losaði sig við reiðina og haturinn. Asajj lét hinsvegar ekki lífið og féll í “Sith dá”.
Þegar hún vaknaði skipaði hún flugmönnunum að fara með sig eins langt og hægt væri frá stríðinu, Dooku, og Jedi-unum.
When life hands you a lemon, squirt it in somebody's eye and run like hell.