Fyrr Cylon stríði hófst með samstilltum aðgerðum um allar Colonial nýlendurnar tólf, Kjarnorku sprengja var sprengd um borð í Leto geimstöðinni í lofthjúp Caprica, sprengjur voru sprengdar á öllum nýlendunum og vélmennin risu upp gegn skapara sínum. Árásirnar átti langan aðdraganda, vélmennin voru orðin meðvituð og voru búin að hafa samband við Colonial ríkistjórnina og voru byrjuð að kalla sig Cylons en ríkistjórnin tók ekki í málið að veita vélmennunum sjálfstæði enda talið að ekki nema örfá vélmenni væru orðin meðvituð.
Nýlendurnar Picon og Tauron urðu mjög illa úti strax í byrjun stríðsins og var flotastöðin í Picon City fljótt umsetin af Cylon’s. Fyrstu ár stríðsins var hart barist á þessu tveimur nýlendum en lítið annað en hryðjuverk voru framin á hinum. Nokkur ár inn í stríðið fóru Cylon árásarskip að ráðast á flutningaskip frá Colonial hernum og var þá ein af 6 Battlestar sent til að gæta skipaflutninganna. Það var ekki fyrr en að Cylon skip tóku að sjást djúpt inn á yfiráða svæði Colonial ríkistjórnarinnar að sannleikurinn um Basestar Cylonanna kom í ljós. Cylonar höfðu byggt í leynd gríðarstór capital skip. Battlestar Atlantia var fyrsta skip frá nýlendunum til að takast á við Basestar og komu bæði Atlantia og Basestar mjög löskuð út úr þeirri viðureign.
Strax og í ljós kom áætlanir Cylon’s um byggingu á Basestar var flýtt í framkvæmd byggingu 6 Battlestar í viðbót og áttu þær allar að standa fyrir eina af nýlendunum 12, Galactica fyri Caprica td. Stríðið hélt áfram í mörg ár og var hart barist á plánetunum Picon og Tauron og umhverfis þær en Cylon voru með áætlun, árið 131 Ac var neutron sprengja sprengd yfir Picon borg og dó samstundis allar lífverur í 200km radíus frá sprengingunni.Við þetta féll borgin en allir íbúar borgarinnar höfðu verið fluttir á öruggan stað nokkrum árum áður og létust því aðeins hermenn.
Við þessa árás tók Colonial ríkistjórnin upp nýja áættlun um að sigra Cylon í einni stórri árás með því að þurrka út fyrst flota Cylon í geimnum síðan frelsa Tauron og svo loks að endurtaka Picon. Tólf Battlestar voru á sporbaug umhverfis Capricu þegar skipunin var gefin að stökkva að námustöð í Damocles beltinu þar sem Cylon flotinn var að byggja sig upp. Allar Battlestar’s voru með 3 sveitir af flaugum innbyrðis 2 að staðaldri og einna þegar í skottúpunum, þetta var hugmyndin að gefa Colonila hernum yfirburði í bardaganum. 30 desember 132 Ac var áætluninni hrundið af stað. Árás Colonila hersins kom Cylon’s allgjörlega á óvart, af 10 Cylon Basestar’s sem voru tilbúnar voru aðeins fjórar ekki tengdar við geimstöð Cylona. Um leið og Battlestar birtust í Damocles beltinu sentu þær út allar árásaflaugar sem innborðis voru og hófu skothríð á Basestar. Cylon Basestars fjórar sem gátu skotið á móti gátu ekki komið sér upp í varnarlínu og var öllum Cylon flotanum eytt í einni árás alveg eins og áættlað hafði verið. Í árásinni létust yfir 4000 hermenn um borð í Battlestars og í viper flaugunum. Prometheus, Poseidon, og Atlantia þurftu frá að hörfa eftir bardagann og voru í viðgerð það sem eftir var af stríðinu. Ekki var haldið upp á þennan sigur heldur haldið rakleiðis að Tauron og innrásarlið með um eina milljón mans var sent niður á plánetuna. Þrisvar sinnum stærri herlið var sent niður að Picon borg eftir að Tauron hafði verið frelsuð. 10 Júní 133 Ac gáfust Cylon upp og fengu þeir að fara burt úr Colonial geim á nokkrum skipum sem þeir áttu eftir.
————————————–
þetta ætti að vera nógu langt til að flokka undir grein er það ekki (: