Þessi grein er um Jedi Meistarann Ki-Adi-Mundi.
Ki-Adi-Mundi var vitur Jedi Meistari, og meðlimur í Jedi Ráðinu á tímum Klóna Stríðsins. Hann var eini meðlimur Ráðsins sem var ekki enn orðinn Jedi Meistari þegar hann var tekinn inn í Jedi Ráðið. Honum var boðinn staða í Ráðinu eftir fall Meistarans Micah Giett við Baráttuna Yinchorri, þar sem Meistara Mace Windu leist ekki vel á hina Jedi Riddarana sem voru til staðar, þar á meðal Qui-Gon Jinn.
Hann kemur frá plánetunni Cerea, lifði Baráttuna við Geonosis af og barðist við hlið margra virtra Jedia, eins og Mace Windu og Yoda.
Meistari Ki-Adi var eitt sinn lærlingur dularfulla Jedi Meistarans Dark Woman en kláraði nám sitt undir kennslu Yoda. Í stuttan tíma, á meðan Klóna Stríðinu stóð, tók hann Anakin Skywalker að sér sem lærling þegar Obi-Wan Kenobi var talinn látinn eftir Bardagann við Jabiim.
Ki-Adi var partur af Jedi árásarliði (Sem innihélt Meistara Daakman Barrek, læringin Sha'a Gi og Jedi Riddarana Tarr Seirr, K'Kruhk, Aayla Secura og Shaak Ti) sem var sent til plánetunnar Hypori til að eyðileggja verksmiðju sem framleiddi stríðsvélmennin sem notuð voru gegn Lýðveldinu í Klóna Stríðinu. Hinsvegar var skip þeirra skotið niður á leiðinni, og allir eftirlifandi klónar drepnir af Ofur Bardaga Vélmennum. Það var þá sem General Grievous kom fram í fyrsta skipti og réðst gegn Jediunum. Þótt Jediarnir voru fleiri en Grievous, náðu þau aðeins rétt að verjast gegn árás hans og aðeins Ki-Adi-Mundi, Shaak Ti, Aayla Secura og K'Kruhk lifðu af.
Grievous myrti Sha'a Gi, Daakman Barrek og Tarr Seirr á hrottafenginn hátt.
Eins og allir íbúar Ceres, gerir tvöfaldur heili hans mjög vitran og gerir honum kleift að veita mikla innsýn í mál varðandi Máttinn, bæði um Ljósu og Myrku Hliðina. Annað einkenni tegundar hans að hún býr yfir mjög lítilli samræmingu, en bætir það með mjög hækkuðum skilningavitum.
Vegna lárri fæðingartíðni tegundar hans, var honum gefið leyfi af Jedi Reglunni að halda uppi siði Ceres búa um fjölkvæni. Hann átti fjórar eiginkonur og sjö dætur, sem létu allar lífið í Klóna Stríðinu.
Hinn hugrakki Ki-Adi-Mundi var myrtur af sínum eigin klón-hermönnum á Mygeeto, þegar Skipun 66 var gefin út. Hann brást fljótt við og náði að verjast skothríðinni í stuttan tíma, og drap nokkra klóna. Á endanum var hann hinsvegar sigraður og líkami hans fylltur holum af geislabyssum klónanna.
Útlit Ki-Adi-Mundis var endurímyndun af útliti hins gamla Obi-Wan Kenobi, með “hvalalegum” einkennum.
When life hands you a lemon, squirt it in somebody's eye and run like hell.